Er evran að syngja sitt síðasta?

Norman Lamont, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, segist hafa orðið þeirra forréttinda aðnjótandi að semja um undanþágu Bretlands frá evrunni árið 1991.  

Segist hann hafa, ásamt mörgum öðrum, séð það fyrir að upptaka evru væru stórkostleg mistök, enda byggð á pólitík en ekki hagfræði.

Undarlega lítið hefur heyrst í íslenskum ESBsinnum undanfarna mánuði, enda sífellt betur að koma í ljós hvílík mistök væru fyrir landið að innlimast í bandalagið, að ekki sé minnst á skelfinguna sem myndi fylgja upptöku evrunnar.

Efnahagshörmungarnar sem evran hefur valdið mörgum fátækari ríkjum Evrópu eru augljósastar í Grikklandi, en jafnvel þó ekki sé líklega hægt að kenna evrunni alfarið um efnahagnsvanda Grikkja þá eykur hún a.m.k. vandann við að leysa úr efnahagskrísunni.

Þessi umræða um evruna og vandræðin vegna hennar hefur farið fram í mörg ár án þess að pótintátar ESB hafi viljað viðurkenna þau, en á meðan hefur vandinn einungis vaxið og stefnir í hreina upplausn með tilheyrandi vandræðum.

Í apríl árið 2010 urðu fjörugar umræður á þessari bloggsíðu um þetta efni og má sjá þær hérna:  http://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1046381/

(sverta þarf netaðgangslínuna, hægri smella á músina og smella síðan á síðuaðganginn)


mbl.is „Evran var dauðadæmd frá upphafi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Axel, ég hjó akkúrat eftir orðalaginu hjá Norman Lamont" varð þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að semja um undanþágu...

Eini möguleiki Grikklands er að taka þetta í sínar hendur vill ég meina sem og önnur ESB ríki munu þurfa að gera. Hugsanlega eru breyttir tímar nær í kortinu en maður heldur.

Við Íslendingar ættum að þakka fyrir að hafa okkar eigin Krónu enn og Sjálfstæði, Fullveldi sem og Lýðræði. Það er nefnilega ekki svo að við getum farið út í næstu búð og keypt nýtt...wink

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.6.2015 kl. 16:30

2 identicon

Það er ekki nýtt að andstæðingar Evrunnar blási til útfarar hennar, það hefur verið gert frá fyrsta degi. Og oft er eins og ruglað sé saman vandræðum stjórnvalda og vandræðum almennings. Þannig hefur Evran skapað viss vandræði fyrir stjórnvöld með því að ekki hefur verið hægt að velta vandanum á almenning með eins auðveldum hætti og ef stjórnvöld stjórnuðu genginu. Það sést til dæmis á því að hér var hægt að lækka verðmæti launa um helming og setja almenning í vandræði meðan kaupmáttur launa hélst í Evruríkjum og almenningur hélt sínum heimilum. Hér var leikurinn auðveldur og sársaukalaus fyrir stjórnvöld, almenningur var látinn taka skellinn.

Efnahagshörmungarnar sem augljósar eru í mörgum fátækari ríkjum Evrópu eru heldur ekkert nýtt. Þar kom reglulega efnahagshrun og atvinnuleysi hefur verið viðvarandi í mannsaldra. Engin met voru slegin í þeim efnum. Hvort ástandið sé betra eða verra með Evruna fer eftir því hvort horft er á stjórnvöld eða almenning. Almenningur í þessum löndum sér hvaða áhrif það hefur haft gera vandann að vanda stjórnvalda og fjármálakerfisins en ekki almennings og yfirgnæfandi meirihluti er fylgjandi Evrunni.

Gústi (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 16:46

3 Smámynd: Snorri Hansson

Flott yfirklór hjá Gústa sem fullyrðir að  „almenningur“ sé alsæll  með evruna þar sem atvinnuleysi er allt að 50% hjá unga fólkinu:

„Almenningur í þessum löndum sér hvaða áhrif það hefur haft gera vandann að vanda stjórnvalda og fjármálakerfisins en ekki almennings og yfirgnæfandi meirihluti er fylgjandi Evrunni.“

Jamm algjör sæla !?

Snorri Hansson, 20.6.2015 kl. 17:09

4 identicon

Ruglið um evruna er yfirgengilegt.

Það eina sem kemur í veg fyrir að þjóðir geti notið þeirra gífurlegu kosta sem fylgja evru er spilling og veruleikafirring. Langflestum evru-þjóðunum hefur gengið mjög vel. Til að Íslandi geti vegnað vel með evru þarf að uppræta þá spillingu sem við upplifum þessa dagana.

Allt tal um að Grikkir eigi að fara íslensku leiðina er bull. Vandamál Grikkja eru miklar skuldir ríkisins. Þeir losa sig ekki við þær með því að setja bankana í þrot. Þvert á móti munu þær hækka upp úr öllu valdi með gengisfalli nýs gjaldmiðils.

Þar að auki var það ekki val íslenskra stjórnvalda að setja bankana í þrot. Þvert á móti reyndu þeir að koma í veg fyrir það árangurslaust. Maður fær því aulahroll þegar Íslandi er hrósað fyrir að hafa valið rétta leið. Sama á við þegar krónunni er þakkað fyrir gott gengi eftir hrun sem hún olli.

Það verður skelfilegt ástand í Grikklandi ef þeir kjósa að yfirgefa evrusvæðið, ekki síst vegna þess að þeir eru búnir að fá björgunarpakka. Hver á að bjarga þeim eftir það? Það er hins vegar búið að búa þannig um hnútana að evran er ekki í neinni hættu eins og fram hefur komið í fjölmiðlum.

Brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu og trúlega ESB mun styrkja hvorutveggja til lengri tíma. Fyrir aðrar ESB og einkum evruþjóðir verður Grikkland víti til að varast. Menn munu skoða vandlega hvernig koma má í veg fyrir hættur á að kostir evrunnar snúist upp í andhverfu sína.

Það er miklu meiri ástæða til að hafa áhyggjur af krónunni en evru.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 17:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað geta Grikkir ekki farið íslensku leiðina, því ESB er búið að pína gríska ríkið til að ábyrgjast allar skuldir grískra banka til viðbótar við gríðarlegar skuldir sjálfs ríkisins.

Íslenska leiðin fólst einmitt í því að neita algerlega að ríkissjóður tæki ábyrgð á skuldum einkabankanna, heldur voru þeir þvert á móti settir í þrot og nýjir bankar stofnaðir á rústum þeirra.  Þannig tókst að bjarga sparifé almennings og lágmarka tap ríkissjóðs.

Það er spurning hvort ástanið í Grikklandi verður mikið skelfilegra utan við evruna en það er núna innan evrusamstarfsins.

Axel Jóhann Axelsson, 20.6.2015 kl. 17:45

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það kemur svolítið spánskt fyrir sjónir þegar talað er um að semja sig frá evrunni. Þjóðir þurfa að sækja um aðild að myntbandalaginu eftir inngöngu og uppfylla ákveðin skilyrði. Það er engin skylda að taka upp evru enda eru tæplega helmingur þjóða innan ESB með sinn eigin gjaldmiðil. Þetta er einhver misskilningur.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.6.2015 kl. 18:25

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta segir á Wikipedia um evruna:  "Stækkun evrusvæðisins er í stöðugri framþróun. Öll 28 ríki sambandsins, að Bretlandi og Danmörku undanskyldu, eru skuldbundin því að taka upp evru á einhverjum tímapunkti. Einnig munu allir framtíðarmeðlimir ESB taka upp evru. Því er ljóst að að minnsta kosti 8 ríki til viðbótar stefna að upptöku evru í nánustu framtíð."

Axel Jóhann Axelsson, 20.6.2015 kl. 20:13

8 identicon

"..While polls in Greece still show overwhelming support of the euro, a majority of Greeks are fed up with..."   http://www.nytimes.com/2015/06/19/business/dealbook/greek-exit-from-euro-appears-increasingly-likely.html?_r=0

Jamm algjör sæla !?  Nei, ekki frekar en annarstaðar. Og ef mikið atvinnuleysi væri Evrunni um að kenna þá væri það víðar en bara í þeim löndum þar sem óstjórn og spilling hefur verið landlæg í mannsaldra. Það má jafnvel finna Evruríki þar sem atvinnuleysi er minna en hér í alsælunni, en það ætti að vera ómögulegt samkvæmt kenningunni.

Gústi (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 20:57

9 identicon

Svona afþví menn halda ekki vatni yfir blessaðri krónunni þá hefur hún aðeins verið notuð hér á landi til þess eins að færa fjármuni frá launþegum til fyrirtækja. Fólk talar grátklökkt um fullveldi og sjálfstæði en það er dýru verði keypt þegar fjöldinn þarf sífellt að borga fyrir lélega afkomu fyrirtækja.

Vilhjálmur Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 21:14

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gústi, í hvaða evruríki (eða Evrópuríki yfirleitt) er minna atvinnuleysi en á Íslandi.  Hérna má t.d. sjá grein um þetta:  http://kjarninn.is/2014/10/atvinnuleysi-a-islandi-rumlega-thrisvar-sinnum-laegra-en-i-evropu/

(sverta þarf línuna, hægri smella á músina og smella svo á slóðina)

Til viðbótar við þessa grein má finna heilmikið efni á netinu um gífurlegt atvinnuleysi í Evrópu, mismikið eftir löndum en hvergi lítið atvinnuleysi.

Axel Jóhann Axelsson, 20.6.2015 kl. 21:37

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hérna má líka sjá gott línurit yfir atvinnuleysið í Evrópu í nóvember 2014, þ.e. þegar það var um 3% á Íslandi:

 http://www.statista.com/statistics/268830/unemployment-rate-in-eu-countries/

Axel Jóhann Axelsson, 20.6.2015 kl. 22:01

12 identicon

Axel,
  Tilgangslaust að bera saman atvinnuleysi í nánast heilli heimsálfu, þar sem löndin eru af öllum stærðum og gerðum, og síðan við Ísland. Þú getur fundið hundruðir svæða með sama íbúafjölda og Ísland og atvinnuleysið væri sama og á Íslandi.

Væri ekki betra að vera með margfalt verðmætari gjaldmiðil í höndunum, heldur en hriklalega verðtryggingu, og handónýta krónu..?!

   ...ó jú.

Arnar H. (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 22:32

13 identicon

Skv vef Hagstofunnar hefur atvinnuleysi á Íslandi sveiflast undanfarin tvö ár frá 3% upp í rúmlega 7%. Það er nú 5.5%. Það er minna í Austurríki og Þýskalndi en örlitið meira á Möltu, í Tékklandi og Lúxemborg.

http://www.statista.com/statistics/268830/unemployment-rate-in-eu-countries/

Það er athglisvert að einu löndin í ESB, sem eru af svipaðri stærðargráðu og Ísland, Malta og Lúxemborg, eru meðal þeirra sem eru með minnst atvinnuleysi. Einnig er athyglisvert að þau þrjú ESB-lönd sem eru með minnst atvinnuleysi eru öll á evrusvæðinu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 22:36

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er ótrúlegur útúrsnúningur, bæði hjá Arnari  og Ásmundi.  Það verður að miða samanburðinn við sama tímabilið í öllum löndunum.  Það er ekkert að marka einhver meðaltöl fyrir allt önnur ár, eða mánuði, á einum stað sem svo eru borin saman við allt annað tímabil annarsstaðar.  Það er eins og að bera saman epli og appelsínur.

Það hlýtur að vera hægt að ræða þetta mál út frá staðreyndum en ekki skálduðum röksemdum.

Axel Jóhann Axelsson, 20.6.2015 kl. 23:05

15 identicon

Ef við takmörkum okkur ekki við nóvember 2014 má t.d. finna mánuði það ár þar sem Þýskaland var með minna atvinnuleysi. Frá hruni til 2013 vorum við aldrei lægst og í upphafi árs 2011 voru ein 7 evruríki lægri en krónuríkið við. Og við virðumst geta sveiflast og þrefaldað atvinnuleysi hér á sama tíma og krónan hélst nokkuð stöðug handstýrð og vernduð í sínum höftum. Gjaldmiðillinn virtist ekki stjórna atvinnuleysistölum hjá okkur.

Annars þykir mér það vera hátt verð fyrir hugsanlega eitthvað minna atvinnuleysi að missa helming af launum í gengishrun til að létta stjórnvöldum vinnuna og til hagsbóta fyrir fjármálafyrirtækin. 10% hefði nægt til að borga tvöfaldar atvinnuleysisbætur þó hér væri helmingi meira atvinnuleysi en á evrusvæðinu.

Gústi (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 23:41

16 identicon

Að bera saman atvinnuleysi á Íslandi í nóvember 2014, þegar það er í lágmarki, við atvinnuleysi í ESB-löndum hefur litla þýðingu. Aðeins mánuði fyrr var það um 5% og yfir 4% mánuði seinna.

Þá er eins hægt að miða við febrúar 2014 þegar atvinnuleysið var um 7% hér. Þá hefur það örugglega verið mun lægra í nokkrum Evrópulöndum. Eins tel ég víst að fáein evrulönd séu núna með minna atvinnuleysi en 5.5% eins og það er hér. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 23:54

17 identicon

Þá hefur það örugglega verið mun lægra í nokkrum evrulöndum....átti þetta að vera, ekki Evrópulöndum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.6.2015 kl. 23:58

18 Smámynd: Már Elíson

Menn verða að kunna að greina á milli gjaldmiðils og hagkerfis - Íslanska krónan er ekki endilega ónýt, hagkerfið er í molum og þá skiptir ekki máli hvað barnið heitir...Kanadadollar, dollar, evra, króna...Skiptir engu.  -  Hræðsla réðamanna hinsvegar við að fara í EBS liggur í því að hér á landi verður allt að vera eðlilegt til að við funkerum í "almennilegu hagkerfi"...en á meðan vaxtaokrið og óráðsían í fjármálum þjóðarinnar er eins og hún er (og hefur verið) þá verðum við bara hinir nýju "Grikkir" ef ef færum þá leið.

Við erum fullvalda Djöflaeyja í Atlantshafi með rúmlega 100.000 greiðendur skatta, heilbrigðiskerfi í molum, getum ekki einu sinni lengur malbikað og gert við göturnar okkar og einfaldlega ráðum ekki við að vera sjálfstæð þjóð, sjálfhælin, montin og lifum á erlendum lánum sem og hinsvegar mergsognum almenningi útí eitt. - Gott veganesti í ESB eða hitt þó heldur. -

Már Elíson, 21.6.2015 kl. 09:57

19 identicon

Háir vextir á Íslendi eru bein afleiðing af krónunni. Ef fjármagnsflutningar milli landa eru frjálsir, eins og áskilið er í EES-samningnum, verða vextir að vera hærri hér en vestan hafs og austan vegna lítils trausts á krónunni sem vegna smæðar mun alltaf njóta lítils trausts. Annars myndi fjármagn streyma úr landi.

Eina hættan við ESB-aðild og evru er að stjórnvöld horfist ekki í augu við hvað því fylgir að vera með evru. Það er nóg til af hæfu fólki sem myndi ráða við verkefnið en ekki er víst að þjóðin beri gæfu til að kjósa það.

Stjórnarhættir eins og hér hafa verið síðustu misserin myndu aldrei ganga upp með evru. Stjórnin hefur verið mjög upptekin af að færa fé frá hinum verr settu til hinna betur settu með þeim afleiðingum að almenningur krefst eðlilega mikilla launahækkana. Sukk af þessu tagi er ekki í boði með evru nema afleiðingarnar verði grískt ástand.

Eftir ESB-aðild og upptöku evru ætti Sjálfstæðisflokkurinn að leggja sig niður. Úr því að ESB-umsókn er pólitískur ómöguleiki fyrir flokkinn hlýtur aðild einnig að vera það. Með brotthvarfi Sjálfstæðisflokksins aukast verulega líkur á að spillingin minnki mikið svo að ESB-aðild og evra muni heppnast vel.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 10:54

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ef það er evran sem er svona mikill bjargvættur, af hverju er þá svona mikið almennt atvinnuleysi í evrulöndunum?

Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2015 kl. 12:33

21 identicon

Það er lítið atvinnuleysi í sumum evrulöndunum. Það sýnir að mikið atvinnuleysi er ekki evrunni að kenna.

Evran er ekki allra meina bót eins og Grikkland er gott dæmi um. Ef menn halda það og láta sig fljóta sofandi að feigðarósi eftir upptöku evru getur farið illa.

Með upptöku evru mun aukinn stöðugleiki, meiri samkeppnishæfni og lágir vextir stuðla að fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifærum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 13:01

22 identicon

Er mikið atvinnuleysi í evrulöndunum eða er mikið atvinnuleysi í mörgum löndum sem sum nota evru og lítið í mörgum löndum sem sum nota evru? Ef krónan er svona mikill bjargvættur og betri en evran, af hverju er þá ekki búið að vera stöðugt minna atvinnuleysi hér en í þeim evruríkjum þar sem það er minnst? Af hverju er mikið atvinnuleysi sumstaðar á Suðurnesjum þó þar sé notuð Íslensk króna? Útskýrir evran allt sem gerist í evrulöndum þó það gerist ekki í öllum evrulöndum og gerist einnig í mörgum löndum sem ekki nota evru?

Fullyrðingar geta verið sannar þó ekkert orsakasamband sé. Veðurfar er almennt betra í evrulöndum en hér. Og þó maður setji tvö orð í sömu setninguna þá er ekki þar með sagt að það sé orsakasamband þar á milli. Ef krónan er svona mikill bjargvættur, af hverju er þá stöðugt verra veður hjá okkur?

Gústi (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 13:54

23 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er ekki eyðandi púðri í orðhengilshátt.  Atvinnuleysi hefur nánast alltaf verið sáralítið á Íslandi.  Undantekningin eru árin eftir bankahrunið en nú er verið að komast út úr því ástandi á ný og atvinnuleysi mun því væntanlega verða sáralítið í framtíðinni, eins og reynin hefur verið lengst af.

Nær væri að útskýra hvers vegna mikið atvinnuleysi er nánast regla, en ekki undantekning, í ESB löndunum.  Hvers vegna er efnahagsástandið misjafnt í ESB löndunum (Írland, Spánn, Ítalía, Grikkland, Belgía svo nokkur séu nefnd þar sem ástandið er slæmt) ef ESB aðild á að vera einhver bjargvættur til að bjarga efnahagsmálunum á Íslandi.

Verðlag er mismunandi innan ESB og vextir líka, svo hvers vegna ætti þetta allt saman að lækka sjálfkrafa við inngöngu í ESB og upptöku evru?

Umræðan þyrfti að verða svolítið málefnalegri en hún hefur verið og án skítkasts í allt sem íslenskt er og ekki síst stjórnmálamennina, sem allir vilja gera vel fyrir land og þjóð, sama í hvaða flokki þeir standa.  Ágreiningurinn á að vera um leiðirnar en ekki á persónulegum nótum.

Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2015 kl. 15:25

24 identicon

Að mikið atvinnuleysi sé nánast regla í evrulöndum, er algjör fjarstæða. Atvinnuleysi er og hefur verið mjög mismikið í evrulöndum, enda ástandið í þeim mjög mismunandi þó að þau hafi sama gjaldmiðil.

Ég hef aldrei heyrt stuðningsmenn ESB og evru halda því fram að evran væri allra meina bót. Það er helst að það líti út fyrir að andstæðingarnir hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með að hún væri það ekki. Miðað við ástandið í Grikklandi ætti þó öllum að vera það ljóst.

ESB-aðild og evra eru eins og góður háskóli. Þeir sem spjara sig er umbunað ríkulega. þeir sem slá slöku við og halda að þeir komist upp með það lenda illilega í því.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 17:55

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er vægast sagt furðuleg blekking að halda því fram að það sé fjarstæða að mikið atvinnuleysi hafi verið viðvarandi í ESBlöndum undanfarna áratugi.

Þýskaland er það land sem allir eru sammála um að hafi haft mestan hag af evrunni og ESB sem slíku.  Hér má sjá línurit yfir atvinnuleysi í Þýskalandi síðastu tvo áratugi og slíkar atvinnuleysistölur hefðu talist algerlega óviðunandi á Íslandi, jafnvel í kreppunni:  

http://www.statista.com/statistics/227005/unemployment-rate-in-germany/

Þeir sem hafa aldrei heyrt stuðningsmenn ESB og evru halda því fram að evran væri allra meina bót hafa greinilega ekki hlustað mikið á Árna Pál og aðra Samfylkingarforkólfa.

Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2015 kl. 18:20

26 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rétt til að ítreka upplýsingar um atvinnuleysið í ESB er hér eitt línurit sem tekið er saman af bandalaginu sjálfu, eins og reyndar fleiri sem vísað hefur verið til hér áður.  Þegar um meðaltöl er að ræða eru auðvitað sum lönd neðan við meðaltalið og önnur fyrir ofan.  Ekki síst er atvinnuleysi ungs fólks í þessum löndum skelfilegt.

:Unemployment rate, EU-28, 2003-13 (%) YB15.png

 

 

    File:Unemployment rate, EU-28, 2003-13 (%) YB15.png

    Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2015 kl. 18:57

    27 identicon

    Axel. þú rýkur úr einu í annað. Við vorum að tala um lítið atvinnuleysi í sumum evrulöndum og þú ferð að bera saman Ísland og Þýskaland og ferð síðan að tala um atvinnuleysi i ESB almennt. Ef þú vilt halda þig við samanburðinn við Þýskaland þá var atvinnuleysi á Íslandi 5.5% í apríl 2015, eins og sjá má á vef Hagstofunnar, en 4.7% í Þýskalandi eins og eftirfarandi hlekkur sýnir:

    http://www.tradingeconomics.com/germany/unemployment-rate

    4.7% atvinnuleysi í Þýskalandi i apríl 2015 er staðfest hjá fleiri upplýsingaveitum eins og td Wikipedia. Í hlekknum kemur einnig fram að atvinnuleysi í Þýskalndi fór aldrei yfir 5% síðustu 12 mánuði en fór hins vegar mest upp í um 7% á Íslandi skv vef Hagstofunnar.

    Ég hef fylgst með atvinnuleysi í evrulöndum mörg undanfarin ár. Nokkur þeirra hafa oft verið með minna atvinnuleysi en Þýskaland og Ísland. Þetta eru Austurríki, Lúxemborg, Malta og Holland.

    Annars getur of lítið atvinnuleysi verið slæmt fyrir efnahaginn. Best er að sem mest jafnvægi sé a milli framboðs og eftirspurnar á vinnuafli. Oft hefur þetta jafnvægi skort á Íslandi þegar atvinnuleysi hefur verið lítið. þá er erfitt að fá menn til ýmissa verkefna og gæði vinnunnar geta verið léleg enda enginn hvati lengur til að vanda til verka til að fá verkefni.

    Það er svo allt annað mál að meðaltalsatvinnuleysi er hátt í ESB vegna þess að atvinnuleysi er mikið  í fáeinum ESB-löndum, einkum Grikklandi og Spáni. Mest atvinnuleysi i Evrópu er þó í þrem löndum utan ESB; Bosnía Herzegóviníu, Kósovó og Macedóníu. 

    Ásmundur (IP-tala skráð) 21.6.2015 kl. 20:58

    28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

    Það er ekki ég sem rýk úr einu  í annað.  Ég byrjaði að blogga um evruna og framtíð hennar og vitnaði þar til fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, ásamt því að vísa í fimm ára umræður um sama mál.

    Evrusinnarnir sem hafa verið að setja hér inn athugasemdir virðast ekki hafa neitt um evruna að segja og snúa því umræðunni yfir í að atvinnuleysi sé og hafi verið mikið á Íslandi.  Svo þræta þeir fyrir atvinnuleysið í evrulöndunum, þrátt fyrir að vísað sé í fjölda línurita frá ESB sem sýna atvinnuleysið jafnvel tvo áratugi aftur í tímann.

    Málefnaþurrð evrusinna virðist alger.

    Axel Jóhann Axelsson, 21.6.2015 kl. 21:06

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband