Allir vildu Lilju kveðið hafa

Ríkisstjórnin kynnti í dag stórkostlega áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem leiða munu til 800-900 milljarða króna lækkun skulda ríkissjóðs en þessi fjárhæð mun fást frá slitabúum gömlu bankanna annaðhvort með samþykki búanna eða skattlagningu.

Slík lækkun skulda mun spara ríkissjóði a.m.k. 45 milljarða í vaxtagreiðslur á ári hverju og sjá allir hvílíkur happafengur slík lækkun er, en í samanburði má geta þess að áætlaður byggingakostnaður nýs landspítala verði 50 - 60 milljarðar króna.

Viðbrögð stjórnarandstöðunnar eru athyglisverð, en fulltrúar allra flokka hennar þykjast nú hafa fundið upp og lagt til þessa aðferð við frágang slitabúa bankanna, þó ekkert hafi gerst í þessum málum á fjögurra ára ríkisstjórnartíma Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Lilja Mósesdóttir hefur marg oft skýrt frá því að hún hafi lagt til að slitabúin yrðu skattlögð í þessa veru strax á árinu 2008 en vinstri stjórnin hafi hafnað öllum hennar tillögum um þetta eins og reyndar öllu öðru sem hún lagði til málanna varðandi efnahagsráðstafanir.

Gangi tillögur og áætlanir ríkisstjórnarinnar eftir verður um að ræða mesta snilldarverk íslenskra efnahagsmála frá lýðveldisstofnun.


mbl.is Lækkar skuldir ríkissjóðs um 30%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er vissulega fróðlegt að sjá viðbrögð stjórnarndstöðunnar og hvernig margir þar reyna að endurrita söguna. Einn hefur þó lítið tjáð sig efnislega um þetta mál, er uppteknari af smærri og veigaminni málum. Það er Steingrímur J., en sem fyrr er honum útilokað að sjá heildarmyndina.

Gunnar Heiðarsson, 8.6.2015 kl. 20:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er saga til næsta bæjar að stjórnarandstaðan skuli ekki einu sinni þurfa að ræða um störf forseta þingsins vegna málsins.  

Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2015 kl. 21:19

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Aðgerðirnar eru útskýrðar á "mannamáli" hérna:  http://www.ruv.is/node/908789

(Sverta þarf internetlínuna, hægri smella á músinni  og smella svo á tengilinn)

Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2015 kl. 23:12

4 identicon

Tillögur Lilju Mósesdóttur voru allt annars eðlis. Hún vildi útgönguskatt og nýjan gjaldmiðil. Auk þess kemur stöðugleikaskatturinn varla til framkvæmda enda búið að semja við stærstu kröfuhafana og aðeins eftir að bera lausnirnar undir atkvæði þar sem aukinn meirihluti ræður.

Framsóknarflokkurinn vildi setja gömlu bankana í gjaldþrot. Sem betur fór tókst að afstýra því. Það skondna er að hvorugur stjórnarflokkurinn samþykkti lögin sem þess lausn byggir á. Þegar fyrri ríkisstjórn hóf undirbúning að lausn í þessum anda urðu Framsóknarmenn æfir. Þeir sögðu það stutt eftir af kjörtímabilinu að losun hafta ætti að koma til kasta næstu ríkisstjórnar.

Nú er komin ný ríkisstjórn með Framsókn innanborðs. Hún hefur þó sem betur fer engu ráðið um lausnina sem þvert á móti er í þeim anda sem fyrri ríkisstjórn stefndi að með lagasetningunni 2011. Árni Páll og Steingrímur J. hafa því fulla ástæðu til að að fagna.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 23:36

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ótrúlegt að sjá hvað sárir menn, eins og t.d. Ásmundur, geta bullað mikið í vonlausri tilraun til að láta líta út fyrir að vinstri stjórnin hafi haft eitthvað til þessara mála að leggja, frekar en annarra mikilvægra mála.  Varla þarf að benda á fleira en Icesave til að minna fólk á þá skelfilegu stjórnarstefnu sem þá ríkti.

Axel Jóhann Axelsson, 8.6.2015 kl. 23:42

6 identicon

http://www.visir.is/-vera-framsoknar-i-skyjaborgum-i-tvo-ar-er-thjodinni-dyr-/article/2015150609022

Vinsti menn skoðið þetta

HH (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 11:48

7 identicon

http://www.dv.is/frettir/2012/11/13/afnam-hafta-liklega-omogulegt-evru/

Þetta átti að vera linkurinn

HH (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 11:50

8 identicon

https://www.youtube.com/watch?v=23OO8eNAneI

Annað dæmi

HH (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 11:51

9 identicon

Axel,
Hvernig væri nú að hætta þessu vinstri hægri kjaftæði.

Icesave var í boði Framsókn, og þegar þeir í stjórnarandstöðu gátu í sínu ábyrgðarleysi verið á móti öllu, þá notfærðu þeir sér það til að vinna kosningar.

Núna þegar þeirra lausn misheppnaðist, og allt önnur leið var farinn en þeir lögðu til, þá á líka að stæra sig af því.

Af hverju þurfa hægri menn eins og þú (ég er hægri maður) alltaf að míga svona rosalega mikið út í Framsókn.

Ok, ég skil, kannski bara pólitískur raunuverlieki, en ó boj óbog.

Arnar H. (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 12:48

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Arnar H, ég verð nú einfaldlega að viðurkenna að ég skil hvorki upp eða niður í þessari athugasemd þinni.  Nánari útskýringar væru vel þegnar.

Axel Jóhann Axelsson, 9.6.2015 kl. 15:45

11 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Axel, ég verð nú að segja eins og þú.  Hvað er Arnar H. eiginlega að fara?  "Icesave var í boði Framsókn,...".  Þó ég hafi aldrei veri Framsóknarmaður þá verð ég þó að viðurkenna að Framsóknarflokkurinn var eini flokkurinn á síðasta kjörtímabili sem stóð í fæturna þegar að Icesave kom og eiga þeir þakkir skilið fyrir það. 

Allir hinir flokkarnir, jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, kiknuðu í Icesave málinu og þurfti forsetinn að koma þjóðinni til bjargar.  Hefði norræna velferðarstjórnin komið sínu fram, væri íslenskt þjóðfélag rústir einar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.6.2015 kl. 16:00

12 identicon

Sumir geta bara ekki glaðst

en troðast í athyglina hvar sem færi gefst með skítkast

Varð hugsað til andhverfunnar við Lilju - Enginn vildi Hildi_L kveðið hafa, enda væri löngu búið að reka hana ef Dagur væri ekki hennar einkalæknir

Grímur (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 18:40

13 identicon

Tómas,

Hhhmmm, Íslenska ríkið hefði í mesta lagi þurft að borga 70-80 milljarða vegna þess. Svona svipað og vaxtagreiðslur í 2-3 ár, eða þetta blessaða Kaupþingslán.

Samt á þetta að hafa lagt Ísland að velli. Ertu fimm ára?

Segir svo mikið um hvað menn eru rökþrota þegar þeir ríghalda í Icesave, sem þó Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bjuggu til.

Siðblindan er svo algjörg.

Síðan í þessum máli var leið Framsóknar allt önnur á sínum tíma, en ekki láta staðreyndirnar trufla þig.

Arnar H. (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband