Kvennaþing í tvö ár og karlaþing í önnur tvö

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, varpaði fram þeirri hugmynd á Alþingi, að því er virðist í fullri alvöru, að í næstu kosningum yrði einungis kosnar konur til þingsetu og ættu þær að sitja í tvö ár, þ.e. frá 2017 - 2019.

Með þessari tilraun vill hún komast að því hvort það sé satt að konur stjórni öðruvísi en karlar.  Til þess að fá endanlega úr því skorið hlýtur hún að vilja taka skrefið til fulls og láta einungis kjósa karla til að sitja á Alþingi næstu tvö ár eftir kvennaþingið. Öðruvísi yrði aldrei hægt að fullyrða neitt um hvort stjórnarhættirnir væru mismunandi, því í tillögunni hlýtur að felast að það sé blöndun kynjanna á Alþingi sem skapi eintóma upplausn og óstjórn bæði á þinginu og í landinu í heild.

Án þess að nenna að fletta því upp gerir stjórnarskráin líklega ráð fyrir að kosið sé til fjögurra ára í senn til Alþingis, þannig að Ragnheiður verður að byrja á að berjast fyrir stjórnarskrárbreytingu til að koma þessari stórkostlega skemmtilegu hugmynd sinni í verk.

Annars er miklu líklegra að Ragnheiður sé einfaldlega húmoristi, þó svona húmor gæti misskilist af mörgum, enda hefur baráttan undanfarin ár snúist um jafnrétti kynjanna og samvinnu þeirra á öllum hugsanlegum sviðum mannlífsins.

Óneitanlega er alltaf gaman að góðu gríni, ekki síst frá þingmönnum sem yfirleitt eru þekktir fyrir flest annað en að skemmta þjóðinni.


mbl.is Sérstakt kvennaþing árið 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Góð“ hugmynd eða hvað? Oft hafa konur verið í framboði og einnig í forvali og ekki hlotið mikið gengi, það virðist því vera sem ekki einu sinni konur kjósi konur. Með þetta í huga þá væri gaman að sjá atkvæðafjölda sem að baki kvennaþings væri. Ekki viss um að konur væru sáttar með þá útkomu.

 

Kjartan (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 16:19

2 identicon

Konur eru smá saman að afnema réttindi karla. Grínlaust.

Þessi þingmaður á að segja af sér tafarlaust.

Brynjar (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 16:40

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er á þeirri skoðun að við störfum betur saman sem heild konur og karlar, jafnvel bætum hvort annað upp.  Þess vegna er þetta fáránlegt í mínum huga.  Og vissulega er hægt að benda á spillingu meðal karlmanna, og oft eru þeir kærulausari en konur, en svo sannarlega eru konur sem eru spilltar á annað borð helmingi verri en karlarnir. Hér má nefna skiptastjóra, bankastjóra, ráðherra og fleiri og fleiri.  

Því miður er spilling landlæg og við þurfum að taka á henni af alvöru en ekki með svona hugmyndum.  Og mér sýnist við vera á réttri leið með dæmið um Píratana.  Þjóðin er að sýna pólitíkusum fingurinn og svo sannarlega tími til kominn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 18:15

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er auðvitað rétt, Ásthildur, að þjóðin er að lýsa andstyggð sinni á málþófsruglinu á Alþingi með því að segjast í skoðanakönnunum styðja Pírata.

Varla getur verið að margir telji að Píratar séu líklegir til stórræðna í landsstjórninni, kæmust þeir til alvöru áhrifa.

Axel Jóhann Axelsson, 2.6.2015 kl. 18:52

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hvaða karlaréttindi eru konur að afnema, Brynjar?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 2.6.2015 kl. 20:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nákvæmlega Axel. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.6.2015 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband