11.5.2015 | 19:16
Ríkið á ekki að niðurgreiða launakostnað einkafyrirtækja
Það eru orð í tíma töluð að tímabært sé að fyrirtækin á almenna markaðinum sjái sjálf um að standa undir launakostnaði fyrirtækja sinna.
Forstjórar og aðrir yfirmenn, ásamt stjórnarmönnum einkafyrirtækja hika ekkert við að hækka sín eigin laun, en væla síðan um aðkomu ríkissjóðs þegar lægst launaða fólkið krefst mannsæmandi launa.
Ríkissjóður á ekki að niðurgreiða launagreiðslur á almennum vinnumarkaði og er full ástæða til að halda eftirfarandi orðum Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, til haga og hljóta allir að geta verið sammála honum í þessu efni:
Ég tel að atvinnurekendum í landinu hafi tekist um of að velta ábyrgðinni á því að gera betur við þá sem eru í lægstu launaflokkunum í fangið á ríkinu. Það er ekkert eðlilegt við það að með þau bótakerfi sem við erum með og tekjuskattskerfið eins og það er í dag, þar sem að ríkið sér ekki eina krónu af launum upp í 240.000, að það sé áfram þannig að það sé vandamál ríkisins að bæta betur hlut þessa fólks, sagði Bjarni og bætti við að sá tími hlyti að koma að atvinnurekendur taki að sér að greiða mannsæmandi laun til þeirra tekjuminnstu. Það getur ekki bara verið vandamál ríkisins.
![]() |
Ekki bara vandamál ríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ríkissjóður á ekki að niðurgreiða launagreiðslur á almennum vinnumarkaði og almenni vinnumarkaðurinn á ekki að niðurgreiða bótagreiðslur og styrki ríkissjóðs. Ofaná greidd laun leggjast rúm 7% sem renna til ríkisins til bótagreiðslna. Það getur varla talist eðlilegt að vinnuveitendur greiði þeim sem ekkert vinna laun. Hvers vegna þvingar ríkið vinnuveitendur til að taka þátt í séreignarsparnaði starfsmanna? 1% lögbundið sjúkrasjóðsgjald, eins og greiddir veikindadagar og veikindadagar barna séu ekki nóg. O.s.frv.
Það væri hægt að hækka öll laun um yfir 10%, plús það sem nú stendur til boða, ef atvinnurekendur væru ekki að niðurgreiða félagsmálapakka ríkisins.
Það er löngu tímabært að ríkissjóður sjái sjálfur um að standa undir þeim bótum sem hann vill greiða en velti ekki kostnaðinum við góðvildina yfir á launagreiðendur.
Bjarni vill vera örlátur á annarra manna fé. En hefur lítinn áhuga á að hækka bætur tryggingastofnunar sinnar upp í mannsæmandi ef ekki er hægt að láta einhvern annan borga. Ég hef allavega ekki heyrt nein húrrahróp frá skjólstæðingum hans öldruðum og öryrkjum.
Vagn (IP-tala skráð) 11.5.2015 kl. 20:43
Þú heldur áfram ruglinu frá því í gær, Vagn, en allar þessar greiðslur sem þú nefnir hafa komið til í samningum milli "aðila vinnumarkaðarins", en ekki með lagasetningum frá Alþingi.
Þú ættir að halda þessu öfgarugli þínu fyrir sjálfan þig, ekki síst fyrst þú þorir ekki að standa við það undir nafni. Það nennir enginn að rökræða við bullustrokka sem ausa skítnum úr launsátri.
Axel Jóhann Axelsson, 11.5.2015 kl. 20:58
Allar þessar greiðslur sem ég nefndi eru lögbundnar en ekki samningsbundnar.
Vagn (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 01:26
Sæll Axel Jóhann.
Ég segi að það sé einungis gott um það að segja að vinda ofan af yfir 100 skattahækkunum síðustu óstjórnar og minnka þar með álögur á almenning, svo ekki sé talað um að það liðki fyrir lausn kjaradeilna í leiðinni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.5.2015 kl. 11:33
Það væri auðvitað besta mál að lækka skatta, en það á ekki að vera til þess að niðurgreiða rekstrarkostnað einkafyrirtækja sem ekki treysta sér til að greiða mannsæmandi laun. Slík fyrirtæki eiga sér einfaldlega engan tilverurétt.
Rétt til áréttingar, vegna athugasemdar Vagns nr. 3, þá komu allir þeir liðir sem hann nefndi og miklu fleiri í gegn um kjarasamninga, sumt með aðkomu ríkissjóðs og annað ekki.
Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2015 kl. 14:36
Allar þessar greiðslur sem ég nefndi eru lögbundnar en ekki samningsbundnar. þó rætt hafi verið við vinnuveitendur og launþega þá var það Alþingi sem setti þetta í lög, ákveður prósenturnar og í sumum tilfellum notar í almennan rekstur þegar innkoman er hærri en þörfin. Vinnuveitendur og launþegar hafa enga aðkomu aðra en álitsgjöf að ákvörðunum um þessi gjöld.
Hverjir skattar eru á launamenn á ekki að koma launagreiðendum neitt við. Hvort skattar á launamenn eru 9% eða 99% á ekki að stýra launagreiðslum. Það að taka ekki hluta af launum verkafólks getur ekki flokkast sem niðurgreiðsla á launakostnaði. Séu skattar svo háir að fólk með mannsæmandi laun getur ekki framfleitt sér þá er ríkinu um að kenna en ekki launagreiðendum. Það er ekki hlutverk launagreiðenda að bæta launþegum það sem ríkið tekur.
Vagn (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 17:02
Tímanum er ekki eyðandi í staglara eins og Vagn og því verður það ekki gert lengur.
Axel Jóhann Axelsson, 12.5.2015 kl. 18:28
Já, en sveitarfélögin sjá skatttekjur af launum undir 240 þús. Í raun nákvæmlega sama hluturinn, þ.e. bara þrepskipt yfirvald. Í raun og veru bara spurning um bókhald, og ríkið setur bókhaldsreglurnar.
Bara prump út í loftið, og hefur enga merkingu. Auðvitað skiptir það öllu máli, þegar leiga fyrir meðalíbúð með rafmagn og hita, er töluvert meira heldur en skattleysismörk á mánuði.
...Vona að ríkisstjórnin sé ekki jafn mikið út á þekju og virðist.
Arnar H. (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.