Íhugar Sigríður Ingibjörg að flytja á hjáleiguna?

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir viðurkennir í raun að framboð hennar til formanns í Samfylkingunni hafi verið vandlega undirbúin hallarbylting þó hún hafi til að byrja með látið eins og svo hefði ekki verið og hún ákveðið algerlega upp á sitt einsdæmi að skella sér í formannsstríðið.

Nú segir hún hins vegar í viðtali við mbl.is: „Það eru lýðræðis­leg­ar regl­ur inn­an flokks­ins og ég fór að þeim vegna fjölda áskor­ana og bauð mig fram. Með kosn­inga­rétt voru kjörn­ir full­trú­ar á lands­fundi sem eru þversk­urður af flokkn­um. Við ætt­um að geta komið sterk­ari út úr for­manns­kjör­inu en ella en svona mál­flutn­ing­ur er ekki til þess fall­in,“ seg­ir Sig­ríður Ingi­björg og bæt­ir þó við að hún finni fyr­ir mikl­um stuðningi inn­an flokks­ins. „Ég á nátt­úru­lega mik­inn stuðning og víðtæk­an inn­an flokks­ins en þarna er þó ljóst að áhrifa­fólk í flokkn­um er að gera mér upp per­sónu­ein­kenni.“"

Þarna kemur skýrt fram að hreint ekki var um einstaklingsframtak hennar að ræða, heldur stóð stór hópur flokksmanna að baki því og nota átti veikleika í flokksreglum um formannsframboð til þess að gera leiftursnögga árás á Árna Pál, fella hann úr formannsstóli og leggja flokkinn undir klíkuna í kringum Sigríði Ingibjörgu.

Hún segist vera að íhuga stöðu sína innan flokksins vegna þess að "sumt áhrifafólk" í flokknum líkaði ekki byltingartilraunin og aðferðin sem beita átti til yfirtökunnar. Líklega á þessi yfirlýsing að hljóma eins og hótun um að hún færi sig formlega yfir í hjáleigu Samfylkingarinnar, þ.e. Bjarta framtíð.

Kannski á hótunin eingöngu að vera til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, en þó er líklegra að næstu dagar fari  í plott með Guðmundi Steingrímssyni og félögum um hugsanlega stöðu innan Bjartrar framtíðar og hvort og þá hvar hægt verði að bjóða fram í nokkuð öruggu sæti á listum flokksins í næstu kosningum. 


mbl.is Segist íhuga stöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Formann ekki varaformann.

GB (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 22:30

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 GB, þakka ábendinguna.  Auðvitað átti að standa "formanns" en ekki "varaformanns" í upphafi pistilsins og hefur það nú verið leiðrétt.

Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2015 kl. 22:46

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þau eru ekki spöruð stóryrðin, þegar Samfylkingarfólkið tjáir sig um byltingartilraunina:  "Líklega heimska femur en illvilji" segir Sighvatur Björgvinsson:  http://www.vb.is/frettir/115387/

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2015 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband