22.3.2015 | 16:45
Íhugar Sigríður Ingibjörg að flytja á hjáleiguna?
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir viðurkennir í raun að framboð hennar til formanns í Samfylkingunni hafi verið vandlega undirbúin hallarbylting þó hún hafi til að byrja með látið eins og svo hefði ekki verið og hún ákveðið algerlega upp á sitt einsdæmi að skella sér í formannsstríðið.
Nú segir hún hins vegar í viðtali við mbl.is: Það eru lýðræðislegar reglur innan flokksins og ég fór að þeim vegna fjölda áskorana og bauð mig fram. Með kosningarétt voru kjörnir fulltrúar á landsfundi sem eru þverskurður af flokknum. Við ættum að geta komið sterkari út úr formannskjörinu en ella en svona málflutningur er ekki til þess fallin, segir Sigríður Ingibjörg og bætir þó við að hún finni fyrir miklum stuðningi innan flokksins. Ég á náttúrulega mikinn stuðning og víðtækan innan flokksins en þarna er þó ljóst að áhrifafólk í flokknum er að gera mér upp persónueinkenni."
Þarna kemur skýrt fram að hreint ekki var um einstaklingsframtak hennar að ræða, heldur stóð stór hópur flokksmanna að baki því og nota átti veikleika í flokksreglum um formannsframboð til þess að gera leiftursnögga árás á Árna Pál, fella hann úr formannsstóli og leggja flokkinn undir klíkuna í kringum Sigríði Ingibjörgu.
Hún segist vera að íhuga stöðu sína innan flokksins vegna þess að "sumt áhrifafólk" í flokknum líkaði ekki byltingartilraunin og aðferðin sem beita átti til yfirtökunnar. Líklega á þessi yfirlýsing að hljóma eins og hótun um að hún færi sig formlega yfir í hjáleigu Samfylkingarinnar, þ.e. Bjarta framtíð.
Kannski á hótunin eingöngu að vera til að þagga niður í gagnrýnisröddunum, en þó er líklegra að næstu dagar fari í plott með Guðmundi Steingrímssyni og félögum um hugsanlega stöðu innan Bjartrar framtíðar og hvort og þá hvar hægt verði að bjóða fram í nokkuð öruggu sæti á listum flokksins í næstu kosningum.
Segist íhuga stöðu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Formann ekki varaformann.
GB (IP-tala skráð) 22.3.2015 kl. 22:30
GB, þakka ábendinguna. Auðvitað átti að standa "formanns" en ekki "varaformanns" í upphafi pistilsins og hefur það nú verið leiðrétt.
Axel Jóhann Axelsson, 22.3.2015 kl. 22:46
Þau eru ekki spöruð stóryrðin, þegar Samfylkingarfólkið tjáir sig um byltingartilraunina: "Líklega heimska femur en illvilji" segir Sighvatur Björgvinsson: http://www.vb.is/frettir/115387/
Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2015 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.