Sannleikann um kröfur lækna á borðið

Eiríkur Guðmundsson, læknir, sparar ekki stóru orðin þegar hann fjallar um "áróðursmaskínu stjórnvalda" og segir hana og reyndar fjármálaráðherrann ljúga svívirðilega um kröfur lækna í kjaradeilu þeirra við ríkið.

Hann þvertekur fyrir að læknar fari fram á 40-50% launahækkun og fer þó ekki neðar með fullyrðingar sínar um lygina og útskýrir ekkert um hvað kröfurnar snúast og er hann þó í samninganefnd lækna.

Til þess að sýna og sanna í hverju lygar "áróðursmaskínunnar" eru  fólgnar verða læknar að birta kröfur sínar og sýna alþjóð þar með um hvað kröfur þeirra um "launaleiðréttingu" snúast.

Það er talsvert alvarlegt mál að ásaka viðsemjendur sína um lygar, undirróður og önnur óheilindi í umfjöllun um kjarasamninga og eftir þessar geysihörðu ásakanir komast læknar hreinlega ekki hjá því að leggja spilin á borðið og skýra mál sitt svo ekkert fari á milli mála um kröfur þeirra.

Láglaunafólkið í landinu, sem flestir styðja að fái kjarabætur umfram hálaunahópana að þessu sinni hlýtur að bíða þess í ofvæni að læknar sýni  á spilin og sanni að þeir séu einungis að fara fram á kjarabætur sem ekki koma til með að setja þjóðfélagið á hliðina.


mbl.is „Áróðursmaskína stjórnvalda“ í gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekki að efast um að upplýsingar fjármálaráðherra um 50% kauphækkunarkröfu lækna er rétt. Íslenskir læknar hafa gengið allt of langt í aðgerðum sínum og tefla nú miskunnarlaust lífi sjúklinga í hættu.

Fyrrverandi landlæknir, Ólafur Ólafsson, svo og nýskipaður landlæknir, Birgir Jakobsson, hafa varað íslenska lækna við því að kröfugerð þeirra sé óraunhæf og aðgerðir þeirra óforsvaranlegar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.12.2014 kl. 21:55

2 Smámynd: Jack Daniel's

Axel og Hilmar, trúið þið þessu virkilega?
Það er nóg að lesa umræðurnar á alþingi til að sjá lygarnar í Bjarna Ben og að hann hefur í raun ekki hugmynd um hvað læknar hafa í laun.

Lesið þetta http://jack-daniels.is/index.php/meinhornid-bjarni-ben-stutadi-samingum-vid-laekna-med-hroka-og-heimskulegri-yfirlysingu-i-thinginu/ því þarna kemur skýrt og greinilega fram hver laun lækna eru og hvernig kröfurnar eru.

Jack Daniel's, 13.12.2014 kl. 22:11

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jack, færsla þín sem þú vitnar til er akkúrat það sem þú kallar hana: Meinhorn.  Þar kemur ekkert fram annað en stóryrði frá þér eins og venjulega og sáralítið á færslunni að græða.

Læknar hljóta, í framhaldi af ásökunum sínum, að birta kröfugerðina í heild sinni og sýna nákvæmlega fram á hvað þeir eru að fara.

Láglaunafólk á Íslandi lifir ekki á dagvinnunni einni saman og flestir taka alla þá aukavinnu sem býðst og þannig hefur það verið um áratuga skeið.

Það er ekki nema sanngjarnt að setja láglaunafólkið í forgang núna og hinir verða einfaldlega að láta sér lynda að bíða með sínar kröfur á meðan.

Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2014 kl. 22:32

4 Smámynd: Jack Daniel's

Það er ekkert á henni að græða fyrir þá sem ekki nenna að sækja upplýsingarnar á tenglunum sem fylgja eða hafa ekki skilning á efninu.
En þú ert kanski einn af þeim sem villt endilega að við sitjum upp án lækna og þurfum að leita okkur lækninga erlendis?
Því það er nefnilega það sem gerist ef stjórnvöld halda áfram að þrjóskast við í læknadeilunni.

Jack Daniel's, 13.12.2014 kl. 22:54

5 identicon

Það sem ég les út úr greininni hjá þessum ágæta lækni er

að einungis sé verið að fara fram á 20% hækkun launa en svo er að vísu  30% "leiðréttig" sema allir "aðrir" hafa fengið

þar sem um "leiðréttingu" er að ræða þá er það mjög ósanngjarnt af Bjarna að reikna þetta útfrá þeim krónum sem ríkið þurfi að borga

Njáll (IP-tala skráð) 14.12.2014 kl. 05:01

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í sjálfu sér er varla hægt að ræða við menn eins og Jack, sem nánast undantekningalaust ryðst fram með gífuryrðum og rógi um menn og málefni, en samt sem áður skal það tekið skýrt fram, vegna einkennilegrar framsetningar hans hér að ofan, að enginn vill að landið verði læknislaust og að sækja þurfi læknisaðstoð út fyrir landsteinana.

Sjálfur hef ég talsvert þurft á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda undanfarið og veit því vel að víða er pottur brotinn í því kerfi öllu, en það breytir ekki þeirri staðreynd að allir í landinu urðu fyrir miklum skelli í bankahruninu  og ekki nokkur ástæða til að bæta hálaunastéttunum það áfall á undan þeim sem minnst hafa á milli handanna í þjóðfélaginu.

Vonandi verður hægt að ræða þetta mál, sem og önnur, án skætings og stórorðavaðals.

Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2014 kl. 13:00

7 Smámynd: Bjarni Jónsson

Þorsteinn Víglundsson sagði á Sprengisandi í morgun, að gögn, sem hann hefði skoðað um launaþróun lækna, sýndu enga ástæðu til launaleiðréttingar læknastéttarinnar umfram aðra.  Það er þess vegna hægt að taka undir kröfu þína, Axel, um, að skattborgurunum, launagreiðendum þessara lækna í verkfalli, verði birtar kröfurnar.  Ég býst við, að þær sýni mikið dómgreindarleysi um það, sem raunhæft getur talizt fyrir hagkerfið og ríkisbúskapinn, og ósanngirni gagnvart öðrum launþegum, sem aðeins geta vænzt brots af því, sem læknar gera kröfu um.  Framkvæmd launadeilunnar, verkföllin, kemur út sem tillitsleysi við þá, sem minnst mega sín, sjúkt fólk í samfélaginu. Ýmsar aðrar stéttir, akademískar og aðrar, geta haft uppi svipaðan samanburð við kollega sína í öðrum löndum og farið utan í atvinnuskyni. Skörð þeirra er þá hægt að fylla með erlendu vinnuafli, en því er svo fyrir komið, að erlendir læknar, jafnvel af EES-svæðinu, eiga í erfiðleikum með að fá atvinnuleyfi á Íslandi.

Læknastéttin verður að sjá að sér, slá af kröfum sínum og taka þátt í uppbyggingu hagkerfis á Íslandi, sem innan 10 ára getur boðið öllum launþegum einhver beztu kjör, sem þekkjast í Evrópu.  Til þess þarf þolinmæði og þrautseigju, sem margir læknar eiga nóg af, og stöðugleika í hagkerfinu.

Bjarni Jónsson, 14.12.2014 kl. 14:44

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Læknar eiga erfitt með að skilja þá staðreynd að jafnvel þó laun sambærilegra stétta erlendis séu hærri en lun hér á landi þá eru laun þeirra hér greidd af íslenska ríkissjóðnum, úr vösum okkar landsmanna. Þá virðast þeir einnig eiga erfitt með að skilja þá staðreynd að bankahrunið og fall gengisins í framhaldi af því, lennti ekki bara á læknum, heldur landsmönnum öllum.

Því geta allar stéttir í landinu komið fram með sömu rök og læknar og munu að sjálfsögðu gera það ef gemgið verður að þeirra kröfum.

Þá er bara spurning hver býður best á nauðungaruppboðinu um Ísland, hverra þjóðar við verðum að þessu væringum loknum.

Gunnar Heiðarsson, 14.12.2014 kl. 16:12

9 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég tek heils hugar undir með Bjarna Jónssyni, hér fyrir ofan. Er einnig sama sinnis og Axel um að læknar eigi að leggja opinberlega fram kröfur sínar ef þeir vilja að landsmenn beri virðingu fyrir þessum kröfum.  Það er með öllu óraunhæft hjá læknum að tala um „leiðréttingu“ launa, því um nokkurt skeið hafa þeir tekið hluta launa sinna í gegum svokölluð „FERLIVERK“. Nefni ég þar eitt dæmi sem ég þekki.  Fyrir rúmu ári var skipt um hnélið hjá mér hér á gamla Borgarspítalanum. Aðgerðin hóft kl. !!:00 og var að önnur af þremur aðgerðum dagsins hjá þessum skurðlækni. Veit ekki um ráðningarkjör skurðlæknis, en að öllu öðru leyti var aðgerðin unnin af fastráðnu starfsfólki spítalans. Engin aukakostnaður varð vegna þessarar aðgerðar. Skurðlæknirinn leit til mín í c. a. 5 mínútur daginn eftir aðgerð en að öðru leyti var ég í umsjá starfsfólks deildarinnar. Og ég var kominn heim eftir rúma tvo sólahringa. Sagt er að svona aðgerð kosti nokkra hundraðþúsundkalla. Ég hef sannfrétt að annað starfsfólk á skurðstofum en læknar, fái engar aukagreiðslur fyrir þau verk sem það vinnur á sínum eðlilegu vöktum.  Ég hef gert fyrirspurnir um það hvert þær greiðslur fari, sem sagðar eru vera kostnaður vegna ýmissa aðgerða sem gerðar eru á spítölunum. Engin svör hafa fengist við þeim spurningum. 

Guðbjörn Jónsson, 15.12.2014 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband