Náttúruskoðarar greiði kostnaðinn sem fylgir ferðum þeirra

Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur lengi verið að veltast með hugmyndir um náttúrupassa, eða aðrar leiðir til fjármögnunar á viðhaldi ferðamannastaða vítt og breitt um landið, og virðist loksins komin fram "lausn" á málinu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra, hefur nú lagt fram.

"Lausnin" felst í því að íslendingar, sem aldrei fara í náttúruskoðun" skuli taka þátt í að greiða fyrir átroðning ferðafólks í viðkvæmri náttúrunni til jafns á við þá sem valda spjöllunum sem náttúrupassinn á að notast til að fjármagna viðgerðirnar.

Því verður seint trúað að slíkur nefskattur verði lagður á þá íbúa landsins sem sjaldan eða aldrei fara á viðkvæm landssvæði.

Þeir sem valda kostnaði vegna uppbyggingar og viðhalds á ferðamannastöðum eru auðvitað þeir sem eiga að greiða þann kostnað.  Seljendur ferða á þessa staði eru auðvitað þeir sem eiga að greiða kostnaðinn.  

Þann kostnað munu þeir auðvitað leggja á viðskiptavini sína með gjaldi á hvern farmiða sem seldur verður og þannig munu þeir greiða fyrir afnotin sem þeirra njóta.


mbl.is Náttúrupassi samþykktur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Við borgum nú þegar stórar fjárhæðir í sköttunum okkar til að halda úti öllu náttúruverndarbatteríinu. Það eru á annað hundrað starfsmanna í vinnu bara á Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Svo er auk þess kostnaðurinn við þjóðgarða og landvörslu. Mér gengur illa að trúa því að ekki sé leyfilegt að rukka umhverfisgjaldið eingöngu af túristunum þegar litið er til þessa.

Þórir Kjartansson, 30.11.2014 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband