28.10.2014 | 12:59
"Norræna velferðarstjórnin" og barnafátæktin
UNICEF hefur birt skýrslu um breytingu á barnafátækt í fjörutíu og einu landi innan OECD á árabilinu 2008 - 2012 og er niðurstaðan svo sláandi varðandi Ísland að algerlega óviðunandi er, ásamt því að vera falleinkunn fyrir "Norrænu velferðarstjórnina" eins og ríkisstjórnin nefndi sjálfa sig svo ósmekklega á þessum umræddu árum.
Í skýslunni segir m.a: "Barnafátækt á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 (en þá bjuggu 11,2% íslenskra barna við fátækt) til 2012 (en þá bjuggu 31,6% íslenskra barna við fátækt) ef miðað er við lágtekjumörk frá árinu 2008. Ísland er þannig í neðsta sæti af ríkjunum 41, næst á eftir Grikklandi, en þessi aukning samsvarar því að um 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafi fallið undir lágtekjumörkin frá 2008 á þessu tímabili."
Allir vita að bankahrun, ásamt meðfylgjandi efnahagserfiðleikum, varð víða um heim á árinu 2008 og Ísland fór ekki varhluta af þeim erfiðleikum þó ýmis lönd innan ESB hafi jafnvel orðið enn verr úti, t.d. Grikkland, Spánn, Írland o.fl.
Þrátt fyrir að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. hafi sífellt flutt þann áróður að forgangsraðað væri í þágu velferðar, menntunar og heilbrigðismála er útkoman sú að velferð barna hafi hvergi fengið annan eins skell og einmitt undir stórn þeirrar "norrænu".
Greinilegt er að traust almennings og stéttarfélaganna til núverandi ríkisstjórnar er mikið, enda hávær krafa úr öllum áttum um að öll mistök síðustu ríkisstjórnar í efnahagsmálum verði leiðrétt umsvifalaust og stöðu heimila og velferðar verði komið í það horf sem þau voru í á árunum fyrir 2008 og verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að gera allt sem mögulegt er til að verða við þeim óskum.
Þeir sem mest hafa milli handanna nú um stundir hljóta því að una því að fátækustu börnin verði sett í forgang þeirra lífskjaraleiðréttinga sem fram undan eru.
Fátækt íslenskra barna jókst mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ne ne,forgang? ne ne!
Eyjólfur Jónsson, 28.10.2014 kl. 15:10
Þú gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms, sem fór frá fyrir 2 árum...en dettur ekki í hug að gagnrýna forgangsröðun núverandi ríkisstjórnar..??. Hver er forgangsröðun núverandi stjórnvalda..???, jú lækka gjöld og skatta af útgerðinni sem er að skila miljarða hagnaði og lækka skatta og gjöld af þeim efnameiri, og svo hækka matvælaverð sem kemur þeim lægestlaunuðu verst....þetta er forgangsröðun íhaldsins.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 16:23
Helgi, tókst þú ekki eftir því um hvað skýrsla UNICEF fjallaði og yfir hvaða tímabil hún náði?
Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2014 kl. 17:03
Það vita það allir sem vita að lenska vinstri manna hefur alltaf verið sú að þegar þeir komast í málefnaleg þrot þá er ávalt gripið til þess forn kveðna: "Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað".
Þeir eiga mjög bágt og alla mína samúð í heimskunni, vesalings vinstri þjóðnýðingarnir :(
Sumarliði (IP-tala skráð) 28.10.2014 kl. 20:37
Þarna ert þú að hengja bakara fyrir smið þegar þú ert að kenna ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur um þetta. Það var hrun krónunnar og sú mikla verðbólga sem olli þessu. Vissulega fóru lönd eins og Grikkland, Spánn og Írland illa út úr þessu en þau lentu ekki í hruni gjaldmiðils, hárri verðbólgu vegna þess að þau voru með traustan gjaldmiðil. Þess vegna lentu þau ekki í sambærilegu hruni á kaupmætti launa eins og Ísland né heldur gríðerlegri hækkun erlendra skulda í eigin gjaldmiðli hjá bæði ríki og fyrirtækjum. Þess vegna hefur aukning á fátækt barna í þessum löndum fyrst og fremst einskorðast við þá sem misstu vinnuna en ekki líka þá sem eru í láglaunahópum og lægri hluta miðtekjuhópa eins og gerðist hér.
Ef ekki hefðu komið til þær aðgerðir sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fóru út í til að dreifa þeim byrðum sem hrun krónunnar olli að stærstum hluta til á þá sem betur höfðu það þannig að þeir tekjulgæstu urðu fyrir 9% kjaraskerðingu meðan þeir tekjuhæstu urðu fyrir 30% kjaraskerðingu hefði þessi aukning á fáætkt barna orðið enn meiri. Það er því alveg á tæru að ef núverandi ríkisstjórnarflokkar hefðu verið við völd seinasta kjörtímabil hefði þessi aukning á fátækt barna orðið enn meiri ef marka má áherslur þeirra það sem af er þessu kjörtímabili og þeim 12 árum sem þeir voru í ríkisstórn fyrir árið 2007.
En þeir sem eiga mestu sökina á þessari aukningu fátæktar meðal barna eru þeir sem stóðu í vegi þess að Ísland væri orðið aðili að ESB og búið að taka upp Evru fyrir árið 2008. Vissulega er líklegt að atvinnuleysi hefði orðið tímabundi meira en það varð hér en það hefði ekki orðið sama hrun í kaupmætti launa og til lengri tíma væri atvinnuleysi síst meira en með krónunni.
Sigurður M Grétarsson, 28.10.2014 kl. 20:56
Þetta var ekki aukin fátækt maður, heldur "aukinn jöfnuður."
Þú verður að orða hlutina á pólitískt réttan hátt.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.10.2014 kl. 22:26
Sigurður, bendir ekki eftirfarandi setning einmitt til þess að jöfnuður hafi verið miklu mun meiri í þjóðfélaginu á árunum fyrir hrun, við stjórnarforystu Sjálfstæðisflokksins, en á árum þeirrar "norrænu": "Barnafátækt á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 (en þá bjuggu 11,2% íslenskra barna við fátækt) til 2012 (en þá bjuggu 31,6% íslenskra barna við fátækt) ef miðað er við lágtekjumörk frá árinu 2008."
Axel Jóhann Axelsson, 28.10.2014 kl. 22:45
Nei það jókst jöfnuður á þessm árum. Það kemur fram í greininni að þarna er fátæktin á árinu 2012 metin miðað við stöðuna árið 2008. Það er því í raun verið að meta hverjir voru árið 2012 með tekjur undir fátæktarviðmiðum sem miðast við miðgildi tekna árið 2008 og þá væntanlega leiðrétt fyrir verðlagsvísitölu. Gini stuðullinn lækkaði mikið á Íslandi á milli þessara ára þannig að jöfnuður jókst mikið. Hann hefur farið hækkand eftir að núverandi stjórnvöld tóku við.
Sigurður M Grétarsson, 29.10.2014 kl. 08:01
Já, jöfnuður vinstri manna mun ávallt og alla tíð vera sá að allir skulu hafa það jafn skítt nema þeir :(
Láttu mig fá allt þitt en láttu mitt í friði - Þetta eru einkunnarorð vinstri og jafnaðarmanna í hnotskurn.
Sorglegt er þetta lið :(
Sumarliði (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 09:09
Sigurður, Unichef er greinilega alveg sammála þér um það að fátækt barna hafi aukist ótrúlega mikið undir stjórn þeirrar "norrænu", enda segir í skýrslunni að barnafátækt hafi aukist um 20% frá árinu 2008 til ársins 2012 miðað við sama verðlag.
Samkvæmt skýrslunni fjölgaði fátækum börnum um sautján þúsund á þessum fjórum árum og ekki hægt annað en að hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun.
Við skulum vona að ástandið batni aftur, enda Sjálfstæðisflokkurinn kominn aftur í ríkisstjórn.
Axel Jóhann Axelsson, 29.10.2014 kl. 12:02
Jú það er vissulega slæmt að kaupmáttur versnaði við hrunið hér á landi og það gengishrun sem það olli. Það er slæmt hversu mikið fátækt barna jókst við það. Það hefði hins vegar verið öllu verra ef núverandi stjórnarflokkar hefðu verið við völd því miðað við stjórnarstefnu þeirra nú og síðast þegar þeir voru við völd þá hefðu þeir ekki hlíft lágtekjufjölskyldum sérstaklega við afleiðingum hrunsins og því hefði þessi fátækt barna aukist enn meir en þó varð raunin þökk sé stjórnarstefni ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.
Það að hrunflokkarnir eru aftor komnir til valda eru gott mál fyrir þá tekjuhæstu en slæmt mál fyrir þá tekjulægstu. Það mun leiða til þess að þessi fátækt barna mun minnka hraðar nú þegar stefnir í að betur ári en hefði orðið ef ríkisstórn jafnaðarmanna hefði fengið að halda áfram um stjórnartaumana. Hækkun matarskatts er eitt dæmið um rástafanir sem munu auka fátækt lágtekjufólks og þá sérstaklega barnafjölskyldna.
Sigurður M Grétarsson, 29.10.2014 kl. 21:26
Að berja höfðinu svona látlaust við steininn gerir ekkert annað en að valda viðkomani slæmum höfuðverk. Meira að segja Stefán Ólafsson hefur viðurkennt að jöfnuður hafi verið mikill í þjóðfélaginu fyrir hrun og þess vegna hafi verið úr svo háum söðli að detta fyrir Íslendinga.
Axel Jóhann Axelsson, 30.10.2014 kl. 18:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.