8.10.2014 | 12:28
Verður ekki að slaka á innflutningsbanni á kjöti, eða hvað?
Eftirlitsstofnun EFTA hefur í dag birt þann úrskurð sinn að íslensk yfirvöld hafi ekki getað sýnt fram á að innflutningshöft á kjöti séu nauðsynleg til að vernda líf og heilsu almennings og dýra og því andstæð EFTAsamningnum.
Samkvæmt þessum úrskurði verða íslensk yfirvöld að breyta lögum um matvælainnflutning innan tveggja mánaða en sæta málshöfðun ella.
Þetta kallar á skjót viðbrögð til lagabreytinga og kollvarpar í raun öllu landbúnaðarkerfinu hérlendis. Ekki er að sjá að íslendingar geti með nokkru móti komið sér hjá að breyta reglunum hvað þetta varðar og því eins gott fyrir bændur og framleiðslufyrirtæki landbúnaðarafurða að bregðast hratt og vel við þeirri samkeppni sem nú blasir við þeim.
Þetta ætti að verða til þess að lækka matvælaverð í landinu, nema hugvitssömum kerfisköllum takist að finna upp ný og endurbætt vörugjöld (hvað svo sem þau yrðu látin heita) til að halda uppi verði á innfluttu vörunum eins og gert hefur verið hingað til.
Kannski þarf ekki að breyta neinu öðru en leyfisumsóknunum, en halda innflutnigsgjöldunum. Kerfið mum nánast örugglega ekki gefa neitt eftir af sínum tekjum af þessum málaflokki, frekar en öðrum.
Takmarkanir á innflutningi brjóta í bága við EES-samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heilbrigð þjóð myndi gera það - en erum við heilbrigð þjóð
Rafn Guðmundsson, 8.10.2014 kl. 13:01
Þar sem SjálfstæðisFLokkurinn er nú við völd og helsta stefnumál sjálfstæðismanna er frelsi í viðskiptum, þá trúi ég og treysti því að innflutningur á landbúnaðarvörum verði gefin frjáls og að neitandinn fái að ráða því hvort að hann vill kaupa erlent kjöt eða ísenskt.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 16:21
Strax er komið í ljós að kerfið mun berjast gegn öllum breytingum með kjafti og klóm. Ráðherra ætlar að berjast fyrir EFTAdómstólnum í örvæntingarfullri tilraun til að viðhalda núverandi kerfi, en dropinn holar steininn þannig að áður en yfir lýkur munu breytingar verða á fyrirkomulagi innflutnings á landbúnaðarafurðum.
Þessi úrskurður er upphafið að endalokum innflutningshaftanna.
Axel Jóhann Axelsson, 8.10.2014 kl. 19:47
Þetta ætti að verða til þess að lækka matvælaverð í landinu
Þetta þykir mér rosaleg bjartsýni, ef kerfiskallarnir finna ekki leið til að halda verðinu eins og það er með auka gjöldum þá munu milliliðir (lesist innflutningsaðilar) eða búðareigendur gera það.
Halldór (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 20:24
Því miður hefur alvöru samkeppni sjaldnast verið fyrir hendi í verslun hér á landi, þannig að vel getur verið að lækkun aðflutningsgjalda myndi hafa lítil áhrif á útsöluverð varanna.
Líklega er bara bjartsýni að reikna með einhverjum breytingum í þessum efnum alveg á næstunni.
Axel Jóhann Axelsson, 8.10.2014 kl. 20:36
Kostur í Kópavogi er vaxandi og drífur fólk að úr öllum áttum,ég fæ oft úrvals kjöt og fisk vörur með miklum afslætti,auk mjólkur á þriðjudögum.Aðrir sækjast eftir pakka/dósa vörum og nýjum ávöxtum frá BNA.
Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2014 kl. 00:33
Held að það sé óþarfi að vera að eigna sjöllunum það sem framsókn á skuldlaust.
Sófakommi (IP-tala skráð) 9.10.2014 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.