Samkeppnislög yfir Mjólkursamsöluna

Mjólkursamsalan hefur samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins beitt keppinauta sína, fyrst Mjólku og síðar Mjólkurbúið Kú, níðingslegum brögðum til að koma þeim út af markaði.  Mjólkursamsalan notaði markaðsráðandi stöðu sína til að okra á samkeppnisfyrirtækjunum í verði hráefna sem þau gátu ekki keypt annarsstaðar vegna einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á því sviði.

Mjólkursamsalan er undanþegin samkeppnislögum og hefur nýtt sér það til að einoka markaðinn fyrir mjólkurvörur og tókst að leggja Mjólku undir sig í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga, sem mun vera stærsti eigandi Mjólkursamsölunnar og þar með ráðandi aðili á þeim markaði í landinu.

Í ljósi þessa alvarlega máls hljóta stjórnvöld að grípa í taumana og setja lög um aðskilnað samrekstrar Kaupfélags Skagafjarðar og Mjólkursamsölunnar, brjóta Mjólkursamsöluna upp í smærri einingar og færa allan rekstur fyrirtækja sem tengjast landbúnaði undir samkeppnislög, eins og hver önnur fyrirtæki í landinu.

Núverandi skipan laga og reglna um fyrirtæki landbúnaðarins og þá alveg sérstaklega um rekstur Mjólkursamsölunnar er nánast eins og hvert annað nátttröll úr þjóðsögunum sem dagað hefur uppi með breyttum kröfum um nútímalega og heiðarlega viðskiptahætti.

Ekki síður þyrfti að breyta lögum í þá veru að brjóti fyrirtæki jafn gróflega af sér og Mjólkursamsalan hefur orðið ber að, þá verði stjórnendur þeirra gerðir persónulega ábyrgir alveg eins og gildir um stjórnendur ef þeir standa ekki skil á gjöldum starfsmanna sinna til hins opinbera.

 


mbl.is Segir tjónið nema 200 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem þú ert að skrifa um er það sem þú og þinn sjálfstæðisflokkur hafið barist mest á móti í áratugi !

JR (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 17:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Góði besti, ef þú hefur ekki manndóm í þér til að ausa úr þínum andlega hlandkoppi án þess að fela á þér andlitið, ættir þú að sjá sóma þinn í að gera það þar sem hvorki sést eða heyrist í þér.

Svona nafnleyndarskítkast er það leiðinlegasta og lítilmannlegasta sem sést á samskipamiðlunum og þeir sem stunda slíkan feluleik hljóta að vera ótrúlega einkennilega innréttaðir og mikil smámenni.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2014 kl. 17:37

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er algjörlega sammála þér Axel, það er bara ótrúlegt að svona einokun eigi sér stað árið 2014. Þessu þarf að breyta og það strax.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2014 kl. 18:50

4 identicon

"Ekki síður þyrfti að breyta lögum í þá veru að brjóti fyrirtæki jafn gróflega af sér og Mjólkursamsalan hefur orðið ber að, þá verði stjórnendur þeirra gerðir persónulega ábyrgir alveg eins og gildir um stjórnendur ef þeir standa ekki skil á gjöldum starfsmanna sinna til hins opinbera".

Sammála og löngu tímabært því fyrirtækin innheimta sektirnar í hærra vöruverði til neytenda.

Jón Sævar Jónsson (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 19:52

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru stjórnendur fyrirtækjanna sem taka ákvarðanir um lögbrotin og því eiga þeir sjálfir að vera ábyrgir en ekki fyrirtækið sjálft.

Fyrirtækið, sem slíkt, tekur engar ákvarðanir og á því ekki að taka á sig refsingar eða sektir vegna lögbrota stjórnendanna.

Axel Jóhann Axelsson, 23.9.2014 kl. 20:13

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2014 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband