Hanna Birna kveður mannorðsníðingana í kútinn

Undanfarna mánuði hafa allir helstu mannorðsníðingar landsins keppst við að níða æruna af Hönnu Birnu, Innanríkisráðherra, og reynt að bola henni úr embætti með ótrúlega ógeðslegum árásum á hana af upphaflega ómerkilegu tilefni en með sífelldum viðbótum við ásakanirnar og nýjum dylgjum.

Herferðin hefur verið undir forystu ritstjóra DV, sem virðist illa haldinn af ofsóknaræði og Ríkisútvarpið hefur gert sitt til að kynda undir óhróðrinum og ekki hafa rógtungur vinstri aflanna látið sitt eftir liggja í þessari ófrægingarherferð í samræmi við þá gömlu kenningu að ef ósannindin eru endutekin nógu oft fari þau að virka eins og sannleikur.

Hanna Birna hefur kosið að halda sig til hlés og verja sig ekki með tilvísun til þess að slíkt væri ekki við hæfi á meðan á rannsókn málsins stæði, en líklega hafa það verið mistök af hennar hálfu því þögn hennar hefur einungis virkað eins og olía á eld þegar litið er til framgöngu DV og annarra mannorðsníðinga í herferðini gegn henni.

Loksins hefur mælirinn verið orðinn fullur að hennar mati því hún kom fram í löngu og ítarlegu viðtali í þættinum "Sprengisandi" á Bylgjunni í morgun og eins og vænta mátti sýndi hún fram á hversu glórulausar þessar árásir hafa verið og tilefnislausar.

Eftir þetta viðtal hljóta þeir sem fremstir hafa farið í flokki í þessum ógeðslegu og ósanngjörnu árásum á mannorð Hönnu Birnu að skammast sín og biðjast afsökunar á framferði sínu.  Líklega er það þó til of mikils mælst miðað við fyrri framkomu þessara aðila. 


mbl.is „Vantraust á ráðuneytið moldviðri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er þessi kona "unsympathisch".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 20:03

2 identicon

Mikið er það líkt sumum að leggja eigi allt regluverk til hliðar og vera bara   "sympathisch" við hælisleitendur þegar það passar

en það er víst ekki spilling ef það passar hagsmunum Hauks

Grímur (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 21:03

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Axel minn hún kveður engan í kútinn, þetta er manneskja að reyna að verja heiður sinn og notar til þess öll þau brögð sem hún kann. Ég vorkenni henni reyndar, en hvað gerum við ekki til að réttlæta eigin gerðir og reyna að líta vel út? Þetta mál verður ekki ákveðið í fjölmiðlum né með fólki með og á móti, það þarf að fara fram rannsókn og hún þarf að vera heiðarleg og frjáls, til þess að svo megi verða, þarf innanríkisráðherranna að víkja sæti tímabundið. Að öðrum kosti verður aldrei sátt um niðurstöðuna hvernig sem hún kann að hljóma því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2014 kl. 21:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta mál væri hægt að kalla hreinan skrípaleik, ef herferðin væri ekki eins ósvífin og ógeðsleg og raun ber vitni.

Þeir sem hlutstuðu á "Sprengisand" hljóta að hafa sannfærst um hvernig í pottinn er búið í raun og veru.

Axel Jóhann Axelsson, 3.8.2014 kl. 21:55

5 identicon

Hneykslismál innanríkisráðherranns sýnir á dapurlegan hátt hversu veikt og lítt þróað lýðræðið er á skerinu. Við erum eins og vanþróað land sem hefur nýlegi hlotið sjálfstæði. Pólitíkus sem kemst til valda eru oft eins og drykkjusjúklingur, sem vill ekki láta flöskuna af hendi, þótt hann sé dauðadrukkinn og ósjálfbjarga.

Einn flokkur hefur haft of lengi of mikið fylgi, því of lengi við völd með hækjum sem voru auðfundnar, fleiri en ein.  Klíkuræðið magnast svo vegna ójafnvægis í byggð landsins, en nær öll þjóðin býr á sama skikanum sem auðveldar pólitíska „úrkynjun“. Kjósendur eru einnig ginnkeyptir fyrir populisma og hálfvita loforðum, auk þess að hafa gullfiskaminni, ef ekki minna.

Ólíklegustu ignorantar (DO) og vindhanar (ÓRG) virðast geta lagt „spell“ á kjósendur aftur og aftur og aftur. Samt höfum við átt góða spretti (t.d. tillögur stjórnlagaráðs), en alltaf skal klíkan og afturhaldið ná yfirtökunum og kæfa allt í fæðingu, svo gamla skítamakkið geti haldið áfram.

Fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi eru upp til hópa vanhæfir með litla greind, ef ekki asnar. Þetta er þeim mun merkilegra, þar sem við eigum til mikið, jafnvel óvenju mikið, af frábæru fólki í flestum sviðum. En það eins og að fuxarnir og fíflin hafi forskot.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 21:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Axel minn, þeir sem hlustuðu á Sprengisand heyra af manneskju afsaka sig sem mest hún kann, sem er auðvitað eðlilegt, hver vill það ekki? en sannleikurinn liggur ekki bara hjá þeim sem er að afsaka sig, það hlýtur þú að skilja minn ágæti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2014 kl. 22:28

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Ég þekki engan sem les DV hvað þá kaupir það drasl

Júlíus Valsson, 3.8.2014 kl. 23:01

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég les það eiginlega á hverjum degi. Þar kemur margt fram sem ekki kemur fram annarsstaðar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2014 kl. 23:08

9 identicon

Umfjöllun DV um þetta mál hefur öll snúist um að fá sannleikann í því upp á yfirborðið. Viðbrögð Hönnu Birnu hafa öll snúist um að ljúga sig út úr málinu. Hún sagði ekki stakt satt orð í þessu viðtali í Sprengisandi. Ekki eitt.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 23:24

10 identicon

Og er það ekki alveg dæmigert fyrir aftaníossa Sjálfstæðisflokksins að kalla það "ómerkilegt tilefni" þegar ráðuneyti sem Sjáfstæðismaður stýrir brýtur lög gegn fólki með því að leka trúnaðargögnum um það með upplýsingum sem þar að auki eru upplognar og þ.a.l. ósannar með öllu. Og sjálfsagt þykir þeim líka nauðaómerkilegt að ráðherra Sjálfstæðisflokksins ljúgi að þingi og þjóð í ræðupúlti Alþingis. Já, hvorki sannleikurinn né réttsýnin flækist fyrir Sjálfstæðisflokkstilberum þessa lands sem kunna ekkert annað en að kenna öllum öðrum um þegar upp um lygar þeirra kemst.

Gunnar (IP-tala skráð) 3.8.2014 kl. 23:36

11 identicon

Gunnar, ertu svo vitlaus að halda að þetta snúist um sannleiksást DV? þetta snýst um að selja sem flest eintök á blaðinu og græða á hrakförum hælisleitanda sem á sér einskis ills von.

Helgi (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 03:27

12 identicon

Helgi, allt sem DV hefur birt um þetta mál hefur verið sannleikanum samkvæmt fyrir utan mistökin þegar þeir héldu að Þórdís hefði réttarstöðu grunaðs þegar það var Gísli. Það leiðrétti DV nánast strax og baðst afsökunar á. Allt annað hefur verið rétt. Hanna Birna er með allt niður um sig í málinu og Sjálfstæðisflokkurinn í leiðinni. Lygarnar þar á bæ fara aðeins framhjá þeim sem vilja viðhalda Sjálfstæðisflokksspillingunni og aftaníossum þeirra.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 05:06

13 identicon

Haukur Kristinsson, vel mælt.  En ég vil benda þér á, að þetta er vandamál sem hrjáir stóran hluta Evrópu í dag.  Einu skynsemdarorðin sem maður heirir í Brussel, eru bresk.  Það skítur skökku við, þegar tjallin er farinn að básúna skynsemdarorðum á þingi.

Það má segja að þetta mál lýsi hugarfari Íslendinga.  Hér telja menn, eins og Axel, að Hanna Birna eigi allan rétt, en að hælisleitandi frá Nígeríu hafi engann rétt.  Persónu upplýsingar einhvers einstaklings, innan ráðuneyta landsins eru upplýsingar sem ekki eru fyrir kerlingablækur eins og Hönnu Birnu, að ganga um og ræða yfir bjór á föstudags og laugardagskvöldum.  Og að þessi kerling skuli koma fram með þá afsökun að allir séu saklausir, þangað til sekt þeirra sé sönnuð er ógeðsleg. Ég ætla mér að vitna í Geirfinnsmálið, var ég bara 16 ára ... en sem 16 ára unglingur, gerði ég mér fyllilega grein fyrir hversu ranglega þjóðin fór að.  En þessir kappar þurftu að fara til Evrópudómstólsins, til að fá rétt í sínu máli ... og nú gengur um, einhver fínn kall á Íslandi, sem er sekur um að eyða lífi og tilveru fleiri manna í því máli.  Og þessi kerling gengur um, og ælir út úr sér þessari þvælu ... Ísland hefur engann orðstýr á sér, fyrir að ganga hreint og beint til verks í neinu máli.

Að einhver maður frá Nígeríu, geti ekki sótt um hæli á Íslandi, án þess að upplýsingar hans sé á almannavörum.  Ber vott um virðingarleysi fólks á Íslandi almennt.  Að málið skuli fjalla um Hönnu Birnu, er þar að auki algert virðingarleysi fólks á Íslandi gagnvart málefninu sem slíku.  Leki, hvaða leki? má ég spyrja ... er það eitthvað leyndarmál, ef einhver sækir um hæli? Hefur hann gert eitthvað af sér, á aftur á móti að fjalla um málið á Alþingi, en án þess að persónu upplýsingar um mannin leki út.  Hafi einvherjum slíkum gögnum lekið út, til almennings ... þá ber ráðuneytið ábyrgð á því.  Og að kerlingin skuli standa, mánuðum síðar að æla út sér annarri eins þvælu og ber vitni, er fyrir neðan allar hellur.

Og þá verð ég að spyrja ... hvað hefur verið gert? Er verið að fjalla um málið, og kasta þrætuepplinu fram og tilbaka, og enginn innan ráðuneytisins orðið að standa skyl á málinu.  Er þetta nýtt Geirfinnsmál ... eða nýtt Hafskipsmál ... Hafskip, fór á hausinn margsinnis, og í hvert skipti voru eigendurnir á nýjum bílum og nýju húsi, og alltaf stóð ríkið undir að hreinsa undan skítinn.  Eða hrunið 2008, Davíð Oddsson án ábyrgðar.  Ólafur Ragnar Grímsson gengur á hendur Pútin og grátbiður hann um peninga, og er enn forseti eða hvað.  Allir ríkisbubbarnir, sem höfðu heimilisfjárhaginn í verðbréfum fengu að fleigja burt allri ábyrgð af sér og yfir á herðar almennings.  En einstakir bankamenn og fjármálamenn, þeir sem töpuðu mest á hruninu ... þeir voru gerðir ábyrgir, alveg eins og Nazistarnir í Þýskalandi, gerðu.

Nei, ég styð það sem Haukur sagði að ofan ... á Íslandi er fullt af góðu, og gáfuðu fólki.  Og það er skömm, að skítseiðin skuli fá að alstra uppi eins og þeir hafa gert.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 08:18

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef Axel Jóhann þyrfti að leita til yfirvalda með mál, sem krefðist þess að yfirvaldið gaumgæfði hans persónulegu hagi, þá hygg ég að Axel Jóhann myndi ekki vilja að yfirvaldið bæri persónulegar upplýsingar um hann á torg, svo sem upplýsingar um peningamál hans, áfengisdrykkju, mál sem varða persónuleg samskipti hans og konu hans, framhjáhald o.fl. viðkvæm mál. (Nú er ég ekki að segja að Axel Jóhann sé fllækut í slíkt, en nefni þetta sem dæmi um viðkvæmar persónulegar upplýsingar.)

Stundum gerist það að yfirvöld eru sökuð um að höndla viðkvæm mál ekki rétt, t.d. barnaverndarnefndir, félagsmálayfirvöld, Heilbrigðisstarfsmenn, Umboðsmaður skuldara o.fl. Allt eru þetta dæmi um yfirvöld sem þurfa að afla heilmikilla persónulegra upplýsinga um fólk.

Barnaverndarnefndir geta samt ekki rætt einstök mál í fjölmiðlum, því þá væri rofinn trúnaður um persónulegar upplýsingar. Ef yfirvald myndi vera sekt um slík trúnaðarbrot væri það alvarlegt mál, og gæti verið dæmt fyrir, enda um klárt lögbrot að ræða.

Þannig að þegar einstaklingur fer í blöðin með mál sem varðar t.d. forræði, úrlausn varðandi skuldavanda eþ.h. þá geta yfirvöld almennt ekki svarað fulum hálsi, þau geta almennt ekki rætt einstök mál skjólstæðinga sinna í fjölmiðlum.

Þá svo moggabloggarar og lesendur hér átti sig ekki á því, þá gilda sömu almennu reglur líka um hælisleitendur og útlendinga. Allir eiga rétt á þessum sömu réttindum.

Um þetta snýst lekamálið.

Skeggi Skaftason, 4.8.2014 kl. 08:19

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Lekinn er til rannsóknar hjá til þess bærum aðilum og þegar niðurstaða liggur fyrir fær sá seki væntanlega á baukinn. Níðið sem DV hefur staðið fyrir um Hönnu Birnu og ýmsir smjattað á, er langt utan allra velsæmismarka og flokkast auðvitað ekkert undir neina rannsókn á málinu sem slíku.

Þetta eru einfaldlega níðskrif, til þess ætluð að hafa æruna af Hönnu Birnu og ekki til neins annars. Finnst fólki virkilega í lagi að fjalla á slíkan hátt um þá sem eru til rannsóknar í dómskerfinu?

Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2014 kl. 08:39

16 identicon

Það eru bara fávitar sem trúa því sem stendur í óþverranum DV. Þegar rannsókninni er lokið, þá mun hún tvímælalaust sýna, að það eru rotturnar á DV sem bera fulla ábyrgð á níðinu gegn Tony Omos og að Hanna Birna er saklaus.

DV og allt starfslið þess eiga heima á sorphaugunum.

Pétur D. (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 10:23

17 identicon

4.8.2014. Vésteinn Valgarðsson

Hættu að ljúga, Hanna Birna

Hanna Birna situr við sinn keip. Hvaða hag ætti hún að hafa af þessu máli? Hún ætti að spyrja hann að því, aðstoðarmanninn sem fannst það góð hugmynd að leka þessu þarna skjali. Hins vegar þætti mér gaman að vita hvaða hag hún hefur af að ljúga um málið. Tony Omos "var eftirlýstur af lögreglu á þessum tímapunkti" segir Hanna. Það er löngu komið fram að það er lygi. Af hverju lýgur hún? Og hverju öðru lýgur hún þá? Ef hún átti einhvern tímann von um að koma út úr þessu máli með hreint mannorð, þá er sú von úti og það fyrir löngu. Því lengur sem hún dregur afsögnina óumflýjanlegu, þess sársaukafyllri verður hún fyrir hana sjálfa. Verði henni að góðu.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 10:45

18 identicon

"Lekinn er til rannsóknar" segir Axel Jóhann og sýnir um leið hversu lítið hann er inni í málinu því rannsókn er löngu lokið. Málið var sent Ríkissaksóknara þann 6. júní sl. Alveg er ég líka viss um að hann hefur ekki lesið dóma Héraðsdóms og Hæstaréttar þar sem skýrt kemur fram hvernig í málinu liggur og staðfest er - af sannarlega þar til bærum yfirvöldum (Lögreglunni)- að Hanna Birna laug blákalt í púlti Alþingis þegar hún sagði að skjalið væri ekki til í ráðuneytinu og að það hefði ekki komið þaðan: http://haestirettur.is/domar?nr=9715.

Réttsýni og heiðarleiki eru ekki tveir af mannkostum Axels frekar en svo margra annarra Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna, það er alveg greinilegt. Hjá þeim er flokkshollustan allt, uber alles.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 11:27

19 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að benda fólki á eftirfarandi þar sem Hanna sagðist ekki hafa kannast við þetta minnisblað og fleira á Sprengisandi að í dómsúrskuði Hæsta réttar vegna beiðini lögreglu um upplýsingar um hver sendi þessi gögn úr ráðuneyti kemur fram.

„Í greinargerð lögreglustjóra kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar ætluð brot starfsmanns eða starfsmanna innanríkisráðuneytisins á þagnarskylduákvæði 18. gr. laga nr. 70/1996 og á trúnaðarskyldum samkvæmt 136. gr. og 138. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hafi rannsókn lögreglu leitt í ljós að minnisblað, sem útbúið hafi verið í innanríkisráðuneytinu seinnipart þriðjudagsins 19. nóvember 2013, og hafi innihaldið viðkvæmar upplýsingar um einkamálefni þriggja nafngreindra einstaklinga, hafi borist út úr ráðuneytinu til ýmissa manna, þ. á m. blaðamanna.

Og síðar:

„Rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að umrætt minnisblað var vistað á opnu drifi ráðuneytisins. Skrifstofustjóri sendi það með tölvupósti til ráðuneytisstjóra, ráðherra og tveggja aðstoðarmanna ráðherra kl. 17:17 hinn 19. nóvember 2013. Auk skrifstofustjórans og lögfræðingsins sem tók minnisblaðið saman lásu tveir aðrir lögfræðingar minnisblaðið yfir. Í skýrslum sem lögreglan hefur tekið af þessum starfsmönnum ráðuneytisins hefur ekkert komið fram um að aðrir en þeir sem að framan greinir hafi búið yfir vitneskju um minnisblaðið. Jafnframt bendir rannsókn lögreglunnar til þess að hverfandi líkur séu á því að minnisblaðið hafi verið sent frá ráðuneytinu í tölvupóstkerfi þess.“

Síðan er ljóst að aðstoðarmenn Hönnu voru í miklum samskiptum við fjölmiðla þetta kvöld áður en þessi frétt birtist á mbl.is og fleiri stöðum.  Held að öllum sé ljóst að aðstoðarmenn Hönnu láku þessu í fjölmiðla. Nærri því án vafa! Hvort að Hanna vissi af því eða ekki þá hefur eftirleikur hennar þar sem hún hefur m.a. sagst ekkert vita um þetta minnisblað verið út í hött. Þau áttu bara strax að biðjast afsökunar á þessu, bjóða viðkomandi hælisleitanda bætur eða sérstök úrræði til að bæta honum og öðrum þar skaða sem þau urðu fyrir. Og síðan lýsa yfir að vinnubrögðum í ráðiuneyti yrði breytt og þetta kæmi ekki fyrir aftur. Jafnvel að færa viðkomandi starfsmenn sem skipulögðu lekan önnur störf eða segja þeim upp!

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.8.2014 kl. 11:57

20 identicon

Magnús Helgi, þú gleymir því að athæfið varðar við lög og sá sem brýtur þau má eiga von á löngum fangelsisdómi. Þannig að það hefði aldrei verið nóg að biðjast afsökunar og vera sorrí. Hins vegar er alveg ljóst að Hanna Birna hefur brugðist eins vitlaust við í þessu máli og nokkur kostur hefur verið. Hún er orðin marguppvís af lygum um staðreyndir, m.a. úr púlti Alþingis, auk þess að sýna það dómgreindarleysi að víkja ekki á meðan lögregla rannsakaði málið og reyna síðan að hafa áhrif á gang þess. Framkoma hennar er augljóst brot á stjórnsýslulögum og sjálf er hún ber af pólitískri heimsku sem jaðrar við að vera pólitísk vangefni.

En aftaníossar Sjálfstæðisflokksins sjá þetta ekki. Flokkshollustan byrgir þeim sýn. Réttlát og heiðarleg stjórnsýsla - og réttlæti bara yfirleitt - er í þeirra augum bara eitthvað ofan á brauð.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 12:14

21 identicon

Gunnar það er ekkert sem staðfestir að það sem DV heldur fram sé satt. Það er engin niðurstaða komin í málið. Hanna Birna sæti ekki svona fast sem ráðherra ef DV hefði rétt fyrir sér því hún færi þá mun verr út úr málinu ef þetta væri satt.

Helgi (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 13:36

22 Smámynd: Elle_

Ásthildur, auðvitað kemur margt fram í mannorðsmeiðandi lyga- og slúðurbleðli sem ekki kemur fram í öðrum miðlum.  Það væri skrýtið ef ekki.

Elle_, 4.8.2014 kl. 14:07

23 identicon

Helgi, það er hér fyrir ofan verið að vísa í dóma Héraðsdóms og Hæstaréttar þar sem kemur skýrt fram að þetta skjal var útbúið í Innanríkisráðuneytinu þann 19. nóvember að beiðni skrifstofustjóra Innanríkisráðuneytisins og m.a. sent á Hönnu Birnu sama dag. Hanna Birna sagði á Alþingi þann 19. janúar sl. að „Minnisblaðið sem hefur verið í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu.“

Þarna laug Hanna Birna blákalt úr ræðupúlti Alþingis að þingi og þjóð og það þarf ekki DV til að sjá það.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 14:21

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elle mín ég vil hafa það sem sannara reynist án þess að fylgja einhverri pólitík.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2014 kl. 15:43

25 Smámynd: Elle_

Allt í lagi en slúðurblað er ómarktækt.

Elle_, 4.8.2014 kl. 17:09

26 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Dv er vissulega mistækt, en blaðamenn þar hafa stungið á mörgum kýlum sem hefur þruft að stinga á, þegar aðrir þora ekki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.8.2014 kl. 17:23

27 Smámynd: Elle_

Frá mínum bæjardyrum snúast lygar og slúður ekkert um að þora.  Nákvæmlega ekki neitt.  Það snýst um skítlegt eðli þeirra sem reka miðilinn og þeirra sem skrifa slúðrið.

Elle_, 4.8.2014 kl. 17:44

28 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gunnar virðist ekki gera sér grein fyrir því að lögreglustjóri hefur lokið sinni rannsókn og sent málið til saksóknara sem væntanlega er ekki enn búinn að ljúka sinni athugun á málinu, a.m.k. hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið eða hvort ákæra verður gefin út og hver yrði þá ákærður.

Marg oft hefur líka komið fram að það atriði sem fjölmiðlarnir veltu sér mest upp úr í sambandi við ráðuneytisskjalið hafði verið bætt aftan við upphaflega textann og það var einmitt sú viðbót sem taldist hvað mest stuðandi fyrir Omos.

Þetta allt saman, og miklu fleira, var vandlega útskýrt í viðtalinu við Hönnu Birnu á "Sprengisandi" og engu líkara en margir sem hér eru að skrifa hafi alls ekki hlustað á það.

Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2014 kl. 18:31

29 identicon

Það sem er athyglisvert er stuðningur öldungardeildar Íhaldsins við siðleysi, lögbrot og lygar Hönnu Birnu. Lekamálið verður „svokallað lekamál“ eða „lekamál“. Mjög alvarlegt „Armutszeugnis“ fyrir viðkomandi persónur. Þarna má samt finna vel greinda og menntaða menn með langan og strangan starfsferil.

Líklega er það svo að þessir innmúruðu og innvígðu „gentlemen“ líta á flokkinn sem „fjölskyldu“ („clan“) fremur en stjórnmálaafl. Og heiður „fjölskyldunnar“ sem er í veði ber að verja með öllum ráðum. Rétt eða rangt, satt eða logið er ekki lengur málið, heldur heiðurinn og jafnvel hefndarskyldan.

Þekkjum vel úr fornbókmenntum  okkar.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 18:36

30 Smámynd: Elle_

Axel, ég hlustaði ekki á það, enda blanda mér ekki beint inn í málið.  Það eina sem ég var að segja var að DV bleðillinn er ómarktækur skítamiðill.

Elle_, 4.8.2014 kl. 21:08

31 identicon

Talandi um DV sem "skítamiðil" þá vill fólk væntanlega láta mata sig á fréttum frá "óháðum" fjölmiðla í boði útgerðarauðvaldsins. Ekki fréttir daglega vandlega til klipptar og skornar svo ekkert óþægilegt sé borið á borð fyrir almenning sem trúir engu illu upp á stjórnvöld. Í skandínavísku löndunum sem landinn ber sig gjarnan við sem og vill stofna til velferðarríkis af því að það sé svo fínt að vera velferðarríki væru háttsettir aðilar þingmenn, ráðherrar eða aðrir opinberir aðilar búnir að segja af sér til að rannsókn á lekamálinu færi fram. Hér gilda því miður aðrar leikreglur en í öðrum lýðræðisríkjum.

HK (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 21:21

32 Smámynd: Elle_

HK, lygar og rógur og slúður er ekkert nema skítur.  Og við hæfi að nota orðið skítamiðill.

Elle_, 4.8.2014 kl. 21:39

33 identicon

Elle - færðu rök fyrir þessum orðum "lygar og rógur og slúður er ekkert nema skítur" Áreiðanlegar heimildir og rök! Takk fyrir ef þú vilt vera svo væn/n... ég bíð.

HK (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 21:42

34 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Elle, þetta með að sumir sem hérna skrifa sem harðast gegn Hönnu Birnu hafi ekki hlustað á viðtalið við hana var ekki beint til þín, en hins vegar er alveg óhætt að taka undir það með þér að DV sé ómarktækur skítamiðill, enda starfsmenn þar margdæmdir fyrir ærumeiðingar. Þess vegna er stórfurðulegt að nokkur maður skuli taka mark á þeim snepli lengur.

Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2014 kl. 21:44

35 Smámynd: Elle_

Lestu miðilinn og þú munt finna.  Vertu annars ekkert að gefa neinum verkefni.

Elle_, 4.8.2014 kl. 21:48

36 Smámynd: Elle_

Var að svara HK þarna, Axel Jóhann, hann beinlínis sagði mér (ekki eins og í beiðni en eins og í skipun) að færa rök en það ætla ég ekki að gera, nenni ekki að beinlínis velta í fjósaflór.

Elle_, 4.8.2014 kl. 21:52

37 identicon

Hallelúja lof sé drottni og sjálfstæðisflokknum.

Gaman að sjá svona heilaþvegið fólk gera sér enn þá skömm til að ata sjálft sig auri fyrir stjórnmálamenn.

@Elle.. þetta var ekkert svar aðeins hrokahráki frá rökþrota upphrópunargemlingi

HK (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 21:52

38 Smámynd: Elle_

Já, ég segi það sama.  En aftur, lestu skítableðilinn.

Elle_, 4.8.2014 kl. 21:55

39 identicon

@Elle.. þú ert hlægileg/ur og ég vorkenni þér.

HK (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 21:58

40 Smámynd: Elle_

Og svo var ég ekkert að verja einn einasta stjórnmálamann.  Sko þig, strax farinn að fara með lygar.  Væntanlega ekki skrýtið að þú verjir níðbleðilinn, líklega vinnur þar.

Elle_, 4.8.2014 kl. 21:58

41 identicon

@Elle... nei vinn ekki á fjölmiðli og mun seint gera. Engar lygar hér öfugt á við þig sem hleypur hringina í kringum sjálfa/n þig "Og svo var ég ekkert að verja einn einasta stjórnmálamann" .. hvað ertu þá að kalla DV níðbleðil ef þú þykist ekkert vera að verja. Þú ert komin sjálfkrafa í varnarsveitina með þessu upphrópunargjálfri þínu.

Enn og aftur vorkunarverð/ur og hlægileg/ur

HK (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 22:03

42 Smámynd: Elle_

Nei, ég ekki að verja neitt, nákvæmlega ekki neitt.  Nú bættirðu við lygarnar.  Farðu með lygarnar í bleðilinn, þú gætir fengið peninga út úr þeim.  Þú ert ekki bara hlægileg eða legur, þú skilur ekki mælt mál.  Verð níðbleðilinn hinsvegar af alveg ótrúlegum mætti.  Farðu nú að hætta að svara, kýs frekar að ræða við vegg.

Elle_, 4.8.2014 kl. 22:10

43 identicon

Vá, kallar DV skítamiðil, níðbleðil og ég veit ekki hvað og hvað, án þess þó að koma með eitt einasta dæmi eða rök! Glæsilegt...

Skúli (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 11:31

44 identicon

Dagblaðið er sjálfsagt ekki verri bleðill en aðrir fréttamiðlar á Íslandi. Það sem mig vantar að vita, eru upplýsingar um: Sá sem er í aðalhlutverki "lekamálsins" er hann barnsfaðir stúlkunar? Af hverju er Hanna Birna hundelt af Dagblaðinu? Ég viðurkenni að ég hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn. En sú umfjöllun sem Hanna Birna hefur fengið í DV. gerir það að verkun að ég virkilega hugsa mig um. Hvort ég eigi ekki að gera það næst þegar kosið verður.

Hanna Birna er mjög dugleg og ákveðin stjórnmálamaður og ég virkilega vona að hún verði duglegri en margar hennar kynsystur í stjórnmálum, því að þær eru okkur "konum" til niðurlægingar.

kv.

Johanna (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 17:55

45 Smámynd: Elle_

Skúli, eins og ég sagði að ofan ætla ég ekki veltast upp úr fjósaflór.  Það er næg skýring og þú þarft ekki að sætta þig við það.  Það kemur ekkert við mig þó þið 2 viljið rök eða haldið að ég ætti að koma með rök.  Þú gætir líka lesið rök Axels Jóhanns í síðasta commenti hans, þau standast.  Ærumeiðingar eru hins auma miðils ær og kýr.

Elle_, 5.8.2014 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband