Barátta gegn okri

Þegar gengi íslensku krónunnar lækkar stendur ekkert á því að hækka verð á erlendum vörum og venjulega fylgja svo innlendir framleiðendur á eftir með hækkun á sínum vörum, þó ekkert mjög sýnilegt tilefni sé til.

Þegar gegni krónunnar styrkist verður sjaldan vart við að vöruverð lækki, heldur hefur þróunin undanfarin ár verið sú að verðbólga hefur verið stöðugt hækkandi, enda hugarfarið orðið þannig að verðhækkanir séu óbreytanlegt náttúrulögmál.

Á eftirfarandi töflu sést hvernig gengi krónunnar hefur styrkst gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum síðast liðna tólf mánuði. Þrátt fyrir þessa styrkingu hefur verðlag stöðugt hækkað, jafnt innfluttar vörur sem og íslenskar.

Gjaldmiðill                         31. des. 2012                31. des. 2013        Breyting

Bandaríkjadalur USD             128,740                        115,030            -10,65 %

Sterlingspund GBP                 208,150                       190,210              -8,62 %

Kanadadalur CAD                  129,360                        108,070            -16,46 %

Dönsk króna DKK                     22,760                          21,248              -6,64 %

Norsk króna NOK                     23,043                          18,919             -17,90 %

Sænsk króna SEK                     19,758                          17,949              -9,16 %

Svissneskur franki CHF           140,640                        129,190              -8,14 %

Japanskt jen JPY                         1,495                            1,096             -26,73 %

SDR XDR                                  197,990                        177,340             -10,43 %

Evra EUR                                  169,800                        158,500              -6,65 %

Kínverskt júan CNY                    20,663                          19,002               -8,04 %

Vegna nýgerðra kjarasamninga og harðra mótmæla gegn hvers konar verðhækkunum ætla nokkrar verslanir að lækka verð á innfluttum vörum um 2-5% og það þrátt fyrir að erlendur gjaldeyrir hafi lækkað í verði frá 6,64% til 26,73%. Það er japanska jenið sem hefur lækkað um tæp 27% síðast liðna tólf mánuði, en ekki hefur samt orðið vart við að t.d. japanskir bílar hafi lækkð um fjórðung á sama tíma.

Nú virðist loksins hafin raunveruleg barátta gegn verðbólgunni og sífelldum tilefnislausum verðhækkunum og vonandi sniðganga neytendur hvern þann framleiðanda og kaupmann sem ekki heldur vöruverði a.m.k. óbreyttu á næstunni og jafnvel lækka verð sín, enda virðast allar forsendur vera fyrir hendi til þess.

Okur er óþolandi, bæði vöru- og vaxtaokur. Vonandi tekst að ráða niðurlögum hvors tveggja í þessari atrennu.


mbl.is Bónus lækkar verð á matvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Gengistaflan kemur ekki nógu vel út eftir vistun pistilsins, en ætti þó að skiljast. Mínustalan aftast í hverri línu táknar prósentulækkun hvers gjaldmiðils fyrir sig.

Axel Jóhann Axelsson, 9.1.2014 kl. 20:04

2 identicon

Ég skil ekki hvaða "atrennu" þú ert að tala um Axel. Verðlagning á vöru og þjónustu er frjáls í landinu. Hvaða verkfæri sérð þú til að halda verðlagi niðri?  Ríkisstjórnin hefur "VON" um að versluninn í landinu sjái að sér (skv. plaggi vegna kjarasamninga). Gylfi á sér "ÓSK" um að verðlag haldist innan verðbólgustigs og atvinnurekendur segja ekki múkk. OG... það sem kannski er verst í þessu er að neytendur á Íslandi sem áhrifaafl gegn verðhækkunum er dauðadæmt. Það vantar alla samstöðu til að slíkt geti gerst.  Ég sé enga "atrennu" :-(

Einhver lagði fram hugmynd að nýrri þjóðarsátt eftir gamla módelinu en snúa formerkjunum við þannig að laun meðal og hátekjufólks yrði fryst í 3 ár, skattlagning á útgerð, banka og fyrirtæki hækkuð og raunverulegum kjarabótum náð og stöðugleika (man ekki alveg hvernig þetta var útfært ;-)  EN það er náttúrulega einginn vilji til slíks þjóðarátaks á kostnað þeirra sem meira mega sín.

Þór Johannsson (IP-tala skráð) 9.1.2014 kl. 21:03

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það verður auðvitað engin "atrenna" nema einhver sé tilbúinn til að leggja í hana. Ef takast á að ná niður verðlagi verða neytendur að taka sig saman um að sniðganga okrara. Ef almenningur er ekki tilbúinn til þess að taka þátt "atrennu" að því markmiði, tapar enginn á því nema almenningur sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2014 kl. 00:34

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nú hefur gjaldeyristaflan verið löguð þannig að nú ætti hún að skiljast vel og prósentulækkun gjaldmiðlanna kemur skýrar fram.

Axel Jóhann Axelsson, 10.1.2014 kl. 14:17

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Verðlag her hefur alltaf verið í hæstu hæðum. Fólk hefur borgað án þess að hugsa. Nú eru of margir á lagum launum til að láta fara svona með sig.

 sem dæmi eru 3 stk ræfilslegar kjúklingabringur í Hagkaup áa 2.000 kr-   með afslætti 1680 ! Einn kjúklingur stór um 1000 kr. í Bónus ! það eru tvær bringur á honum og mikið meira !

 Hættum að borga of mikið !

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.1.2014 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband