2.1.2014 | 16:59
Hugmynda- og dáðleysi verkalýðsfélaganna
Undanfarna daga og vikur og mánuði hafa verið að birtast fréttir af uppsögnum sjómanna á frystitogurum og að skipin hafi verið seld úr landi eða að þeim verði breytt og þau gerð út sem ísfisktogarar framvegis.
Þetta er gert vegna þess að nú er sagt að hagstæðara sé að vinna aflann í landi og frystitogararnir séu of takmarkaðir til þess að hægt sé að hafa vinnsluna nógu sveigjanlega til að þjóna mörkuðunum hverju sinni. Einnig hefur komið fram að launakostnaður landvinnslunnar sé svo miklu lægri að arðsemi vinnslunnar muni aukast mikið við að verða færð frá frystitogurunum til landvinnslunnar.
Verkalýðshreyfingin hefur valið þann kost undanfarna áratugi að miða alla kjarasamninga við greiðslugetu lökustu atvinnugreinanna, enda ástandið orðið þannig að Íslendingar fást varla lengur til að vinna við fiskverkun og vinnslu vegna lágra launa og erfiðrar vinnuaðstöðu.
Verklýðsfélögin virðast ætla að sitja algerlega aðgerðarlaus hjá við þá þróun að hálaunastörf frystitogaranna verði lögð niður og verkefnin færð til láglaunafólksins í fiskvinnslustöðvunum án þess að lyfta litla fingri til þess að fá háu launin flutt með verkefnunum til landverkafólksins.
Afkoma fiskvinnslunnar hefur verið afbragðsgóður undanfarin ár án þess að gert hafi verið átak til að hækka laun starfsmannanna og nú virðist eiga að sitja með hendur í skauti og horfa aðgerðarlaust á hálaunastörfin lögð niður en verkefnin færð til láglaunafólksins.
Vonandi verður verkalýðsforystan búin að sjá ljósið áður en næstu kjarasamningar verða gerðir.
Uppsagnir áhafna hjá Þorbirni hf. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ahm, varstu ekki ógurlega ánægður fyrir fáeinum dögum þegar ASÍ samþykkti samninga sem munu veita þessu sama landvinnslu fólki allt að 2,8% krónu hækkun + eithvað aukalega til að koma þeim lægstu upp í 230.000 í lágmarkslaun.
Það er þarna á vinstri hluta síðunar þinnar undir Nýjust færslur "Nú þarf að berjast gegn verðhækkunum"
Þurfum við ekki ölla að standa saman í baráttu við verðbólguna og útgerðin er bara að koma með sitt útspil í því :Þ
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 19:44
Gleðilegt nýtt ár gamli.
Fiskurinn verður áfram veiddur af sjómönnum. Þar sem færri sjómenn veiða aflann en áður mun kaupið þeirra hækka. Aðal þröskuldurinn í sjófrystingunni er sá að skipin verða að koma með flökin heil í land. Í frystihúsunum er hnakkastykkið sent ófrosið með flugi á dýra markaði, afgangurinn er síðan frystur og seldur á ódýrari markaði. þetta er svipað og selja dilkakjöt í hálfum skrokkum erlendis eða selja bara lærin út á þreföldu kílóverði miðað við 1/2skrokkinn. Síðan er lifrin og önnur innýflin orðin verðmæt afurð sem frystiskipin geta ekki komið með í land nema í litlu mæli.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 2.1.2014 kl. 20:01
Auðvitað er ánægjulegt þegar kjarasamningar eru gerðir án verkfalla. Það segir hins vegar ekki að allt sé fullkomið og endanlegt varðandi launamálin þó einir kjarasamningar séu frágengnir.
Að sjálfsögðu þarf að berjast gegn verðhækkunum og verðbólgu til þess að kjarabæturnar hverfi ekki jafnharðan og samningar eru frágengnir.
Ég hef oftar bent á hve einkennilegt það er að miða alla kjarasamninga við greiðslugetu lélegustu og óhagkvæmustu atvinnugreina landsmanna, sem aftur leiðir til ofurhagnaðar í bestu greinunum. Nær væri að semja eftir greiðslugetu hverrar greinar fyrir sig og þá myndu t.d fiskvinnslufyrirtækin laða til sín besta og duglegasta fólkið og þær greinar sem ekki gætu greitt jafn góð laun yrðu annað hvort að hagræða nógu mikið í rekstrinum til þess að ná að halda starfsfólki, eða hreinlega leggja upp laupana.
Fiskvinnslan er rekin með góðum hagnaði og getur vel greitt starfsfólki sínu hærri laun. Ein skýringin á því hvers vegna verið er að fækka frystitogurum og flytja vinnsluna í land er að í landi sé svo miklu minni launakostnaður. Hugsunin er þá greinilega sú að fiskvinnslan ætli sér að hagnast sjálf um þann launamun sem þar myndast.
Það á verkafólkið að sjálfsögðu ekki að líða og krefjast réttlátrar hlutdeildar í hagræðingunni. Til þess þarf verkalýðshreyfingin að vakna og vinna.
Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2014 kl. 20:06
Hallgrímur, laun sjómanna munu auðvitað lækka við þetta þar sem samningsstaða þeirra versnar nú til muna út af því að það verða mun fleiri sjómenn í samkeppni um hvert pláss á skipi. Líklegast mun útgerðin láta þá greiða hærra hlutfalla olíu og slíkt.
Axel, en það eru bara ekki allar landvinnslur í það góðum málum og ef við aukum kostnað þeirra þá gæti það leitt til þess að þeir landi fiskinum bara í vinnslur í skotlandi ekki satt?
En í fullri alvöru þá munu líklegast aldrei nást neitt samkomulag um þetta þar sem LÍÚ er í svo eitur sterkri samningsstöðu. Stór hluti útgerða og vinnsla eru í litlum bæjarfélögum þar sem þessir atvinnuvegir eru nánast eina vinnan sem hægt er að fá. Ef vandamál kemur upp og verkfall færi í gang þá mundi ríkið einfaldlega setja lög á aðgerðina til að skikka lýðin aftur til vinnu til þess að "bjarga verðmætum" eins og þeir segja alltaf.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 20:56
Svolítið skrítið að menn sem sem sitja dagana langa við að greina ástandið á flestum sviðum þjóðlífsins skuli vera algerlega úti að aka þegar kemur að kjarbaráttu verkalýðshreyfingarinnar í landinu.
Ég hélt að greinarhöfundur væri á þeim aldri að hann myndi ástandið þegar kjarabætur uppá tveggjastafa prósentutölur voru knúðar fram. Daginn eftir var búið að velta þeim út í verðlagið og LÍÚ bíð að panta gengisfellingu hjá stjórnvöldum. Afraksturinn, tveggjastafa verðbólga.
Undanfarna mánuði hefur farið fram ítarleg skoðanakönnun meðal hins almenna launamanns innan ASÍ hvað hann teldi vænlegast að ná fram í kjarviðræðum við SA. Yfirgnæfandi meirihluti nefndi að efla kaupmátt, tryggja að þær kjarbætur sem nást fram haldi. Í byrjun desember sl. var fundað í stjórnum og trúnaðarráðum félaganna um allt land og yfir 90% félagsmanna samþykktu að fara svokallaða vopnahlésleið, gera bráðabirgðasamning til 12 mánaða. Kjarviðræðum verður svo haldið áfram á nýárinu.
Mér finnst allt í lagi að menn viti helstu staðreyndir mála áður en þeir úthúða starfi samtaka launþega og bera út að forystan vinni jafnvel gegn hagsmunum félaga sinna.
Ágúst Marinósson, 2.1.2014 kl. 21:22
Eitthvað ertu að misskilja pistilinn, Ágúst, ef þú nærð því ekki að þar er verið að tala um að sá launakostnaður sem á að spara á vinnslunni um borð í frystitogurunum verði fluttur yfir á landvinnsluna, þ.e. til verkafólksins þar en ekki eigendanna eingöngu til að greiða hærri arð út úr rekstrinum.
Lestu svo síðustu setninguna í upphaflega pistlinum aftur og þá sérðu væntanlega að verið var að vonast eftir þessum breytingum í næstu samningum, enda uppsagnirnar á frystitogurunum til þess að gera nýhafnar og ekkert sem segir að þeim sé lokið.
Vonandi munu þessar breytingar ekki bitna á þér og því skipi sem þú starfar á.
Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2014 kl. 21:54
Er möguleiki á því að eftir nokkur ár þá verða togarasjómenn svo lálaunaðir að enginn íslendingur fæst til að fara í störf á togara?
Þetta gerðist í fyrithúsunum, mér skylst að flestir starfsmenn þar séu erlendir innflytjendur sem verkalýðshreyfingin hefur engan áhuga á, þess vegna dragast laun í frystihúsum niður miðað við önnur laun.
Spyr sá sem ekki veit.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 3.1.2014 kl. 13:05
..Ef fiskvinnslukona í Danmörku sem er með 2860 íslenskar krónur fyrir unnin dagvinnutíma gerði 495.724 íslenskar á mánuði án orlofs sem er 12% ynni hún 173.33 tíma. Fiskvinnslukonan í Danmörku er með 78.650 íslenskar krónur í persónuafslátt á mánuði og hún borgar 41% í skatt. Eftir þessa útreikninga má sjá að sú danska hefur til ráðstöfunar 314.727 íslenskar krónur á mánuði sem dæmi gerir henni kleift að kaupa 1.175 lítra af 95 okt bensín á mánuði en líterinn er í dag 268 íslenskar krónur í Danmörku.
Ef fiskvinnslukona á Íslandi sem er með 1100 íslenskar krónur fyrir unnin dagvinnutíma gerði það 190.663 Íslenskar krónur á mánuði án orlofs sem er 10.17 % ynni hún 173,33 tíma. Fiskvinnslukonan á Íslandi er með 44. 405 krónur í persónuafslátt á mánuði og hún borgar 37,31% í skatt. Eftir þessa útreikninga má sjá að sú íslenska hefur til ráðstöfunnar 136.096 íslenskar krónur á mánuði ,sem dæmi gerir henni kleift að kaupa 584 lítra af 95 okt bensíni á mánuði , en líterinn í dag á Íslandi er 233 íslenskar krónur.
Þetta litla dæmi hér fyrir ofan sýnir að fiskvinnslukonan sem heyrir undir dönsku drottninguna í dag, fær 1.175 lítra af 95 okt. bensíni fyrir mánaðarvinnu sína meðan fiskvinnslukonan hér á Fróni sem heyrir undir Fjórflokkinn fær 584 lítra fyrir sitt erfiði.''
Reiknað 6.okt. 2011 og sett á blog hjá Jóni Magnússyni í athugasemdir þar á bæ í den og munurinn er en þá í fullu gildi b´ði með launin og kaupmáttinn
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 12:35
Fær danskt verkafólk bónus ofan á dagvinnulaunin? Íslenskt starfsfólk fiskvinnslunnar fær greiddan bónus ofan á tímakaupið, þannig að launin eru ekki alveg eins hrikalega léleg og þú setur þarna fram, Baldvin, þó þau séu ekkert til að hrópa húrra fyrir.
Samanburðurinn verður ekki nákvæmur nema heildarlaun séu tekin með í dæmið frá báðum löndunum.
Axel Jóhann Axelsson, 8.1.2014 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.