Sjómannaafsláttur er sanngirnismál

Íslenskir sjómenn hafa notið afsláttar frá skattgreiðslum í sextíu ár, en í skattahækkanaæði vinstri stjórnarinnar var sjómannaafslátturinn aflagður og skattgreiðslur sjómanna þar með hækkaðar umfram skattahækkanirnar sem aðrir máttu þola og þótti nóg um.

Afsláttur af skattgreiðslum sjómanna tíðkast víða í nágrannalöndunum og eru þar í flestum tilfellum miklu ríflegri en hér tíðkaðist.  Sjómenn hafa ekki sama aðgang að þjónustu samfélagsins og aðrir þegnar vegna fjarveru sinnar og af þeirri ástæðu einni er skattaafslátturinn meira en réttlætanlegur.

Aðrir launþegar, sem stunda vinnu langt frá heimilum sínum, fá skattaafslátt af dagpeningagreiðslum sem tíðkast í slíkum tilfellum og vitað er að spilað er á slík hlunnindi til að lækka skatta þeirra sem mögulega hafa tækifæri til þess, sem og bifreiðahlunnindi og fæðispeninga.

Sjómenn geta ekki nýtt sér neitt slíkt vegna sinnar vinnu, sem þó er öll unnin langt frá heimilum þeirra, að ekki sé minnst á þá hættu sem fylgir störfum þeirra umfram flesta aðra.

Endurreisn sjómannaafsláttar er sanngirnismál. 


mbl.is Sjómannaafsláttur verði endurreistur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei - þessi afsláttur átti kannski rétt á sér í gamla daga (ég veit ekki) en er bara subbulegt fyrirkomulag núna.

Rafn Guðmundsson, 28.12.2013 kl. 19:09

2 identicon

Enda þurfa sjómenn ekki dagpeninga, vinnuveitandinn sér þeim fyrir fæðu og húsnæði, öfugt við það þegar margir "samanburðarhóparnir" vinna utanbæjar. Því eru engin efnisleg rök fyrir sjómannaafslætti önnur en að gera þeirri stétt færi á að misnota dagpeningakerfið (skattsvik) eins og sumum öðrum stéttum.

Haukur (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 19:29

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur, vertu nú svo góður að segja okkur hjá hvaða útgerðir, a.m.k. sem gera út fiskiskip, láta sjómönnum fæði í té án nokkurrar greiðslu og Rafn útskýrir svo hvað er svona subbulegt við sjómannaafsláttinn.

Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2013 kl. 19:33

4 identicon

Sjómenn hafa flestir sama aðgang að þjónustu samfélagsins og aðrir þegnar. Flestir eru ekki að heiman nema nokkrar klukkustundir á dag eins og aðrir launamenn. Og börn þeirra ganga í sömu skóla og fá sömu læknisþjónustu og aðrir. Aðbúnaður þeirra sem koma ekki að landi daglega er betri en á flestum heimilum og það er undantekning ef símasamband og internettengingar rofna lengur en nokkrar sekúndur. Margir bændur og iðnaðarmenn hafa minni aðgang að þjónustu samfélagsins en sjómenn og fá hvorki dagpeninga né skattaafslátt.

Rökin fyrir sjómannaafslætti eru veik þegar ekki er hægt að benda á nema lítinn minnihluta sjómanna sem réttlætingu og eitthvað meint svindl annarra starfsstétta á dagpeningagreiðslum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 19:51

5 identicon

upphaf sjómannaafsláttar er fatapeningar,fæði og fjarverur - semsagt niðurgreiðslur frá ríkinu til útgerðar,eitthvað sem löngu á að vera búið að afnema og sjómenn og útgerð eiga að semja um sín á milli,þetta hefur ekkert með dagpeninga opinberra starfsmanna að gera,enda eru dagpeningar hluti af samningsbundnum kjörum starfsmanna en ekki opinber niðurgreiðsla og skattgreiðendur geta almennt ekki krafist fatapeninga né fæðis - þessi niðurgreiðsla til útgerðarinnar orsakar eingöngu mismunun milli atvinnugreina og launþega og á engan rétt á sér.

árni (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 20:02

6 identicon

Sjómenn borga fyrir mat, þ.e. efniskostnað, eins og aðrir launamenn eiga rétt á að fá í mötuneyti. Tók e.t.v. ekki heppilega til orða áðan, með "sjá fyrir fæðu", sem gaf til kynna að hann væri ókeypis. Svo er auðvitað ekki frekar en hjá okkur hinum. Ég leyfi mér a.m.k. að gera ráð fyrir að verðið sem sjómenn greiða fyrir matinn sé ekki hærri en gengur og gerist í niðurgreiddum mötuneytum á vegum annarra vinnuveitenda. Svona fyrir utan það að sjómenn eru oft í fullu fæði, borða því meira og borga því meira.

Haukur (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 20:04

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Reyndar fynnst mér að ekki þurfi að réttlæta sjómannaafsláttinn með einu eða neinu öðru en starfinu sjálfu. Það eru ekki síst sjómenn sem afla þjóðinni þeirra lífsgæða sem hún nýtur, enda stendur sjávarútvegurinn ennþá undir stórum hluta þjóðarteknanna.

Það eitt ætti að duga til að þjóðin sæi sóma sinn í því að gera vel við sjómannastéttina og ekki hefur sjómannaafslátturinn verið sú upphæð að Íslendingar, einir þjóða við Norður-Atlanshafið, tími ekki að sýna hetjum hafsins þakklæti sitt í svo smáum stíl.

Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2013 kl. 20:09

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það sem mestu máli skiptir er að sjómannaafslátturinn kom ekki af sjálfu sér. Hann var ekki veittur vegna góðmennsku þáverandi stjórnvalda. Sjómannaafslátturinn er tilkominn vegna kjarasamninga, vegna baráttu sjómanna sjálfra. Menn geta litið þetta ýmsum augum, en ég sé þetta sem niðurgreiðslu launakostnaðar útgerðarinnar.

Þessi afsláttur kom til vegna kjarasamninga og því útiokað að afnema hann án breytinga á þeim samnigum. Þetta var hluti kjara sjómanna og með öllu óútskýranlegt að forusta sjómanna skyldi ekki kalla alla sjómenn í land þegar síðusta ríkisstjórn afnam þennan afslátt. Þetta var brot á kjarasamning og við slíkum brotum hafa launþegar fullann rétt á að leggja niður vinnu, enda kjarasamningurinn ekki lengur gildur.

Þetta er eitt af þeim dæmum þar sem stjórnvöld koma að gerð kjarasamninga. Slík afskipti eru alltaf af hinu illa, enda sýnt sig að það sem þau leggja fram er sjaldnast haldbært. Það má segja að stæðsti hluti þess sem sumir nefna "velferðarþætti" í kjarasamningum, s.s. afslættir og undanþágur ýmiskonar, séu af sama brunni. Þetta hefur orðið að stæðstum hluta til í tengslum við kjarasamninga. Þegar svo stjórnarskipti verða er undir hælinn lagt hvort ný ríkisstjórn stendur við gefin loforð fyrri ríkisstjórna.

Allar slíkar greiðslur eru ekki til bóta fyrir launþega, þetta eru einfaldlega niðurgreiðslur launakostnaðar fyrirtækja.  

Gunnar Heiðarsson, 28.12.2013 kl. 20:11

9 identicon

Það eina subbulega sem var í kringum sjómannaafsláttinn var það að kommarnir skyldu afnema hann.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 20:32

10 identicon

 Grein Á tímamótum sem birtist í Morgunblaðinu 20.feb. 2004 eftir undirritaðan  

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/782229/?item_num=2&searchid=09944aa3eb1faa7fcbcc2a19deeb212eb6cfdbf1

 Hér fyrir neðan er tilvitnun úr greininni

,,Erlendu vinnuafli fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið (E.E.S.) er boðið upp á vistarband til að geta viðhaft félagsleg undirboð á vinnumarkaðnum og þeim haldið á lægstu töxtum. En þetta er ekki nóg fyrir þetta sjálftökulið, kvótagreifana, nú skal sverfa til stáls og afnema sjómannaafsláttinn til þess að flæma þessa fáu sjómenn vora sem eftir eru í land.

Örlög sjómannastéttarinnar hjá fiskiskipaútgerðinni munu með þessu áframhaldandi enda eins og með kaupskipin að þau verða næstum eingöngu mönnuð erlendu vinnuafli.''

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 20:42

11 identicon

Allir sem eru á móti ,,sjómannaafslætti"   hafa aldrei migið í saltan sjó og vita lítið annað en það sem þeir hafa lesið eftir Hannes Hólmstein.  Þess vegna er það gott að þú Axel sjáir í gegnum þessa skoðun, enda kominn af sjómönnum !

Þeir sem skrifa hér á móti eru sennilega með einhverja ,,WC"  gráðu úr háskóla, enda vita ekkert á hverju þessi þjóð lifir og hefur gert í árhundruðin !!!

JR (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 02:26

12 identicon

Hversvegna ættu íslenskir skattgreiðendur

að vera að niðurgreiða launakostnað útgerðarmanna

meðan kvótakerfið er við lýði?

Þetta er einsog skattafríðindi forsetaembættisins og fl. fyrirkomulag aftan úr forneskju

Grímur (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 08:25

13 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sammála síðasta ræðumanni og eins þeim sem eru á móti afnámi sjómannaafsláttarins.

Sjálfur er ég líka úr sjómannastétt, hef verið á sjó eins og allir mínir bræður og pabbi, afi, langafi, ...

Hve langt skal talið veit ekki en sjómenn eiga betra skilið en þessa svívirðu sem afnám sjómannaafsláttar er.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 29.12.2013 kl. 08:31

14 Smámynd: Einar Karl

Rétt að halda því til haga, launamenn á landi eiga alls ekki rétt á því að fá FRÍAN mat í mötuneyti. Ef fólk fær frían mat í mötuneyti lítur skatturinn á það sem fríðindi og skattleggur.

Einar Karl, 29.12.2013 kl. 10:54

15 identicon

Margar stéttir afla meiri gjaldeyris per mann en sjómenn. Lögreglumaður og sjúkraflutningamaður eru ekki minni hetjur en sjómenn. Og frekar vildi ég sitja með klámblað í gufubaði um borð í togara með milljón á mánuði en að vera á lágmarkslaunum í Bónus að afgreiða úrilla og dónalega samlanda mína. Og fyrir það sem afnám sjómannaafsláttarins sparar má kaupa og borga nýtt æðaþræðingatæki, nýtt hjartaþræðingatæki, laun 20 lækna og 40 hjúkrunarfræðinga. Skattafríðindi eiga ekki að miðast við einhverjar rómantískar hugmyndir og ímyndaðan hetjuskap.

Það er ekkert sem réttlætir sjómannaafsláttinn eða gerir hann sanngjarnan í dag. Þessi neyðarráðstöfun sem liðkaði fyrir samningum á sínum tíma (svipað og þegar ríkið lofar að halda verðbólgu í skefjum eða gjaldskrárhækkunum eins og við marga síðustu samninga á almennum markaði) hefði aðeins átt að standa fram að næstu kjarasamningum þar á eftir en ekki í 60 ár. Þetta er óréttlætanleg niðurgreiðsla ríkisins á launakostnaði útgerðarinnar en er ekki hluti af kjarasamningi sjómanna.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 12:53

16 identicon

Síðan hvenar varð maður hetja fyrir að vinna þá vinnu sem maður fékk til að brauðfæða sig og sína? Sjómenn eru launafólk sem vinnu tiltölulega hættulega vinnu til þess eins að þéna pening.

Lögreglumenn, slökkvuliðsmenn og björgunarsveitamenn eru hetjur vegna þess að þau leggja líf sitt í hættu við að aðstoða annað fólk.

Afhverju eiga sjómenn eithvað meira skilið en allir aðrir?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 14:04

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því miður er greinilegt að margur er kominn algerlega úr takti við hvaðan tekjur þjóðfélagsins og velferð kemur. Fólk virðist halda að uppruni þjóðarauðsins sé í tuskubúðunum við Laugaveginn og í verslanakringlunum.

Sjómannaafslátturinn var settur á á sínum tíma, þegar síðutogarnir voru að syngja sitt síðasta og "Shanghæja" þurfti hálfa áhöfnina um borð í skipin, sem lágu úti á Ytri-höfninni á meðan misdrukknum mönnum var smalað um borð og þeir látnir sofa úr sér vímuna á leið á miðin.

Nú eru allt aðrir tímar og sjómannsstarfið ekkert í líkingu við það sem þá var, en eftir sem áður ætti þjóðin að sjá sóma sinn í að kynna sér og rækta með sér vitneskjuna um hvaðan lífsbjörg landsins kemur.

Axel Jóhann Axelsson, 29.12.2013 kl. 16:42

18 identicon

Auðvitað eiga Lögreglumenn og slökkvuliðsmenn að fá viðunnandi laun sem og aðrir í þjóðfélaginu.

En kannksi er munurinn á þeim og sjómönnum sá að þegar þeir eru búnir að handtaka bandítana og bjarga fólki úr brennandi húsum. þá fara þeir heim til sín þar sem að konan hitar heitt kakó, nuddar á þeim fæturna og svo leggjast þeir til hvílu í heitt rúmið með fast land undir fótum,  fá að hrjóta í friði næstu 8 til  10 klst. meðan að sjómaðurinn  klárar vaktina sína, skóflar í sig fæðunni, kjagar síðan í koju í brælunni og reynir að fá sér lúr, þar sem að dallurinn nötrar stafnanna á milli. Það eru varla liðnar  6klst og  sjómaðurinn rétt að komast í draumalandið, þá  er öskrað, ræs!!!! 

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 17:00

19 identicon

Þú fyrirgefur Axel en ég veit nákvæmlega hvaðan gjaldeyristekjur okkar koma en það breytir því ekki að sjómenn vinna þetta ekki út af einhverri rómantískri hugsjónasemi heldur út af því að þeir fá borgað fyrir þetta, yfirleitt eru árstekjur þeirra frekar hærri en hjá flestum öðrum stéttum.

Ég er ekki að neita því að það er erfitt að vera sjómaður, sérstaklega á lengri túrum, en þetta persónuleg ákvörðun hvers einstaklings um hvort verðlaun starfsins eru erfiðins virði. Og ef kjörin verða óásættanleg vegna þess að sjómenn verði að greiða sömu gjöld og aðrir, þá geta þeir ákveðið að skipta um vinnu. Það er engin skortur á fólki sem vill koma í staðin.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 18:51

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef verið að benda á að sjómannaafslátturinn skipti ekki sköpum í lífsafkomu flestra sjómanna, en á hann ætti að líta sem örlitla viðurkenningu þjóðfélagsins á störfum þeirra. Þeir sjómenn sem hafa háar tekjur, greiða að sjálfsögðu háa skatta. Sjómannaafslátturinn var föst krónutala, þannig að hann hafði ekki úrslitaáhrif á afkomu þeirra flestra, en þó eru alls ekki allir sjómenn hátekjumenn. Það eru hins vegar ekki launin sem skipta mig máli í þessu samhengi, heldur örlítil viðurkenning til þeirra sem skapa velferðina.

Axel Jóhann Axelsson, 29.12.2013 kl. 19:40

21 identicon

Viðurkenning eins og það að vera eina stéttin sem hefur sérstakan lögskipaðan hátíðardag á Íslandi?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 20:16

22 identicon

Reyndar, verslunarmenn hafa einn líka sem er betri þar sem það er almennur frídagur...

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 20:17

23 Smámynd: Magnús Jónsson

Axel: Ekki skil ég hvað menn hafa á móti sjómannaafslættinum, þessar tvær vetrarvertíðar sem ég var til sjós voru launin rétt rúmlega tryggingin, og róið nánast í öllum veðrum, illviðri tóku 2 skip og manskap sem voru á svipuðum slóðum og þau skip sem ég var á, á þeim árum fengust ekki men á þessi skip, háseta vantar á bát var auglýsing sást þá oftar en ekki, og tímakaupið hefði ekki þítt að bjóða neinum, allavega ekki í dag.

Magnús Jónsson, 29.12.2013 kl. 20:31

24 identicon

Útgerðin sem heild er rekin með miklum hagnaði....þó svo að einstakar útgerðir séu það ekki.

Af hverju á þá hinn almenni skattborgari að greiða niður launakostnað útgerðarinnar og þar með auka hagnað hennar (með sjómannaafslættinum)?

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 00:08

25 Smámynd: Magnús Jónsson

Skúli: Á hvaða plánetu ert þú góði minn, útgerðin á Íslandi skuldar rúmlega 500 miljarða, með öðrum orðum hún er eins og lífeyrissjóðirnir á hvínandi hausnum, það vantar bara að einhver viðurkenni það, en það er ekki sjómönnunum að kenna og það er það sem skiptir máli, sjómaðurinn fer á sjó fyrir þig og hann dregur björg í bú, á meðan þú telur að skattborgararnir séu að niðurgreiða launin hans, varla er mögulegt að snúa hlutunum meira á haus en þú gerir með þinni athugasemd, haf skömm fyrir.

Magnús Jónsson, 30.12.2013 kl. 00:40

26 identicon

Það sem ég hef á móti þessu er að þetta eru fríðindi sem engin annar fær og þetta eru 1.000 miljónir króna á ári sem mætti nota í eithvað annað eins og greiða niður skuldir ríkisins eða bæta heilbrigðisþjónustuna úti á landi.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 00:45

27 identicon

Magnús,

Skuldir útgerðarinnar eru vegna margra verulegra lélegra ákvarðana sem útgerðarmenn tóku fyrir hrun. Sem virðist halda áfram ef þetta er satt hjá þér þar sem þeir halda áfram að borga út miljarði í hagnað til eigenda í staðin fyrir það að greiða upp lán eða styrkja eiginfjárstöðu útgerðarinnar.

Sjómenn fara á sjóinn fyrir sig og sína. Það að útgerðin kemur með gjaldeyristekjur inn til Íslands vegna vinnu hans er bara skemmtileg aukaverkun af þeirra iðnaði.

Og notandi þessi rök þá má benda á að ál iðnaðurinn flytur inn í kringum 30% af gjaldeyristekjum landsins. Starfsmenn í þeim iðnaði vinna við hættulegar aðstæður og slys ske reglulega. Afhverju er engin kerskála afsláttur af sköttum?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 01:03

28 identicon

Magnús Jónsson! Ég er greinilega ekki á sömu plánetu og þú. En ég bý á Íslandi. Það eru fleiri atvinnugreinar skuldsettar en sjávarútvegur. Reyndar er allt þjóðfélagið allt of skuldsett ef út í það er farið.

Sérstakur skattaafsláttur fyrir sjómenn þýðir það einfaldlega að útgerðin þarf að borga sjómönnum lægri laun en annars hefði þurft, eða þá sérstakur bónus til sjómanna frá skattgreiðendum. Ég bara get ekki séð af hverju skattborgarinn eða skattborgararnir öllu heldur eigi að niðurgreiða laun (launakostnað útgerðarinnar) með þessum hætti. Hvorki til sjómanna eða annarra. Ég tel að það sé margt þarfara hægt að gera með skattfé okkar allra en að nota í sjómannaafslátt. T.d. bæta heilbrigðiskerfið, koma upp félagslegu húsnæði, auka tíðni og gæði snjómoksturs o.fl. o.fl.

Og að lokum, Magnús, þó að við séum ekki sammála um hlutina, finnst mér það afar hallærislegt af þér að henda skömm á mig!

Skúli Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 02:36

29 identicon

íslendingar hafa aldrei lifað a öðru enn sjómennsku og búskap allir sem ekki þjóna þessum atvinnugreinum eru bara afætur

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 11:35

30 identicon

Nú virkilega Helgi,

Vissiru að undanfarin 10 ár hefur sjávarútvegurinn útvegað minna en 50% af gjaldeyristekjum okkar og eru núna orðnir sambærilegir við stóriðjuna (tölur frá hagstofu 2009)?

Og ef þú villt tala um afætur, þá er ekkert betra dæmi en bændurnir okkar sem lifa bara af út af því að þingið heldur verndarhendi yfir þeim með niðurgreiðslum og tollvernd.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband