21.12.2013 | 21:52
Nú þarf að berjast gegn verðhækkunum
Þau gleðilegu tíðindi berast að búið sé að undirrita kjarasamnnga sem eiga að gilda út árið 2014. Samkvæmt þeim munu laun hækka um 2,8% og lægstu laun um 10.000 krónur að auki. Einnig kemur ríkistjórnin að samningunum með breytingum á skattalögum, þeim lægra launuðu til hagsbóta.
Fjárlög hafa einnig verið afgreidd frá Alþingi og þótt ótrúlegt sé tókst að skila þeim með örlitlum tekjuafgangi og verður það að teljast stórafrek af hendi ríkisstjórnarinnar, eftir gríðarlega framúrkeyrslu fjárlaga undanfarin ár og stjarnfræðilega skuldasöfnun með tilheyrandi vaxtagreiðslum.
Á örfáum mánuðum hefur ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka að vekja almenningi trú um að bjartari tímar séu framundan með hagvexti, atvinnusköpun og bættum hag heimilanna. Eftir undirritun kjarasamninganna þarf að leggja alla áherslu á að berjast gegn verðhækkunum og hljóta Samtök atvinnulífsins að sjá til þess að félagar þar innanborðs hleypi ekki launahækkununum út í verðlagið og sýni þar með þá ábyrgð sem af þeim er krafist núna.
Takist ekki að halda veðbólgunni í skefjum á næsta ári, er til lítils barist og sama staða verður komin upp aftur um næstu áramót og aftur farið að ræða um sömu málin og nú eru í umræðunni vegna samningsgerðarinnar.
Nú er kominn tími til að slá botn í söguna endalausu.
Kjarasamningar undirritaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Annar aðilinn að þessum samningum heitir samtök atvinnulífsins. Það er kominn tími á að þessi samtök taki alvarlega á málum sinna félagsmanna og sjái um að verð og þjónusta hækki ekki !
Ef verðbólgan verður meiri en ráð er gert fyrir þá er það á ábyrgð samtaka atvinnulífsins !!!
Þessi samtök hafa eytt milljónatugum í auglýsingar til að búa til fagra mynd fyrir þá sjálfa !
Núna er það samtaka atvinnulífsins að sína að þeir meini það sem þeir auglýstu !
JR (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 00:00
STOPP!
Hvaðan færðu það að laun hækki um 2,8% OG 10.000 að auki?
Þetta er bara kjaftæði.
Bull af verstu sort.
Lægstu laun hækka bara um 9.750 í heildina og enginn skattafsláttur í boði fyrir þá sem eru undir 250 þús í mánaðarlaun.
Lesa hérna.
Jack Daniel's, 22.12.2013 kl. 00:57
Gott mál og flott tíðindi. Snýst um að auka kaupmátt ekkert annað. Meiri hækkun skilar þeim lægst launuðu engu. Menn eiga hrós skilið fyrir að klára þetta. 2014 verður gott ar, núna fara hjól atvinnulífs að snúast. Gott að stefnu gömlu ríkisstjórnar hefur verið snúið, það er að segja að gera landið af bóta og þurfalinga samfélagi
Baldur (IP-tala skráð) 22.12.2013 kl. 01:28
Í viðhangandi frétt segir m.a: "Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ skulu vera kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki."
Vilhjálmur Birgisson segir hins vegar í sínu bloggi: "En af hverju er ég svona reiður og sorgmæddur? Í fyrsta lagi fórum við fram með kröfu um að lágmarkstaxtar verkafólks myndu hækka um 20.000 kr. sem hefði þýtt að lægsti taxti hefði farið úr 191.000 kr. í 211.000 kr. Þetta fannst mér meira segja afar hógvær krafa. Þessi samningur sem núna er verið að undirrita þýðir að lágmarkstaxtinn fer einungis uppí 201.000 kr. og hækkar því um 9.750 kr."
Sem sagt munurinn á því sem sagt er um lágmarkstaxtana er 13.000. Það er svosem ekki verið að ræða um neinar risaupphæðir hérna, en afleitt þegar ekki er hægt að átta sig á hvað er rétt og hvað er ekki rétt.
Vonandi leiða samningarnir til verðbólgulítils stöðugleika í efnahagslífinu og þá er mikill áfangi í höfn.
Axel Jóhann Axelsson, 22.12.2013 kl. 08:30
Er ekki það ekki einkennilegt að taka ekki til umræðu fyrirhugaða hækkun ríkisstjórnarinnar á einum stærsta útgjaldalið heimilanna, eldsneytiskostnaði? það hefur ekki neitt minni áhrif á verðbólgu en eldsneytishækkanir Steingríms.
Kjartan Sigurgeirsson, 22.12.2013 kl. 10:54
Ef einhvern tíma á að ná tökum á verðbólgunni verða allir sem stjórna verðlagi að halda aftur af sér og hækka helst ekki neitt. Á það jafnt við um fyrirtækin og opinbera aðila. Allir verða að leggjast á eitt í þessari baráttu.
Axel Jóhann Axelsson, 22.12.2013 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.