15.12.2013 | 17:40
Betlistafur ráðherra eða gildur stafur jólasveina?
Því verður illa trúað að íslensk stjórnvöld ætli að senda utanríkisráðherrann til Brussel með betlistaf í hendi til að væla það út úr stórríkinu, væntanlega, að það standi við samninga sem það sjálft hefur gert og undirritað við einstaka aðila, félög eða stofnanir hérlendis undir merkjum IPA.
IPA-styrkir, eða mútufé eins og margir vilja skilgreina fyrirbærið, eru til þess ætlaðir að styrkja ímynd ESB í þvi landi sem reynt er að innlima í stórríkið, væntanlega, og aðlaga lög og stjórnkerfi viðkomandi að ESB áður en formleg innlimun fer fram.
Eftir að Íslendingar tilkynntu ESB að innlimunarferlinu yrði ekki haldið áfram er bæði sjálfsagt og eðlilegt að hætta allri móttöku innlimunarstyrkja, eða mútufjár, þó reikna hefði mátt með að ESB stæði við þegar gerða samninga vegna verkefna sem þegar hefðu hafist á grundvelli þeirra. Hins vegar sýnir ESB enn einu sinni að undirritaðir samningar þess eru ekki pappírsins virði, sem þeir eru ritaðir á, ef stórríkinu, væntanlega, sýnist sínum eigin hag betur borgið með svikum þeirra.
Í tilefni árstímans væri nær að senda jólasveinana til Brussel með gildan staf í hendi en að senda þangað ráðherra með betlistaf. Hvað jólasveinarnir ættu síðan að gera með stafinn gilda þegar þangað væri komið skal ósagt latið.
Skoða réttarstöðu vegna IPA-styrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er það við þetta embætti sem gerir fólk að umskiptingum? Er þetta minnimáttarkennd smáríkis sem þarf að sanna sig í samskiptum við stórþjóðir? Framganga síðustu 5 utanríkisráðherra er óskiljanleg að frátöldum Davíð Oddsyni.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.12.2013 kl. 18:37
Það er yndislegt, verð ég að segja, hvað þessir vanvitar eru tilbúnir að ganga langt í að sækja "mútuféð" sem þeir ætluðu vitlausir að verða yfir á síðasta kjörtímabili.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 15.12.2013 kl. 20:00
Rétt nafni, það er aulalegt af ráðherrunum að eltast við mútuféð. Hins vegar heyrði ég viðtal við Jón Gunnar Ottósson, forstjóra Náttúrufræðistofnunar, þar sem hann harmaði ákaflega að missa IPApeningana sem ESB var búið að lofa honum og byrjað að borga. Hann sagðist vera með undirritaðan samning í höndunum sem gerður var af IPAbatteríinu beint við Náttúrufræðistofnun og í þeim samningi væri ekkert uppsagnarákvæði. Taldi hann sig og sína stofnun í færum til að krefjast skaðabóta af ESB vegna svikanna, nema auðvitað að staðið yrði við samininginn, óuppsegjanlega.
Líklega á þetta sama við um fleiri aðila og þá eiga þeir einfaldlega sjálfir að standa í því að krefja ESB um efndir sinna eigin undirrituðu samninga, en ráðherrarnir eiga ekki að standa í að rukka svona ómerkilega svikara og samningsrofa.
Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2013 kl. 20:23
Þessu er ég öllu algerlega sammála. En ein spurning brennur á mér um þessa IPA-styrki. Nú les maður að þeim sé ætlað að létta væntanlegu,( fæ smá ónot að þurfa að skrifa það).),aðildarríki breytingar sem eru óhjákvæmilegar v/ esb. Veit nokkur hver ákveður í hvað IPA styrkir eru notaðir,? Hverju ætlaði t.d. Náttúrufræðistofnun að breyta?
Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2013 kl. 21:21
IPA styrkirnir eru ætlaðir til aðstoðar vanþróuðum ríkjum til að aðlaga regluverk sitt að því sem gerist meðal siðvæddra þjóða
Bergur (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 21:55
Þrátt fyrir leit á vef Náttúrufræðistofnunar tókst mér ekki að finna að hvaða verkefni stofnunin er að vinna fyrir IPAfjármagnið. Vonandi getur einhver upplýst meira um það.
Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2013 kl. 22:04
Eftir nánari leit fann ég lýsingu á verkefninu og hana má sjá hér: http://www.ni.is/grodur/rannsoknir/natura-island/
Eftirfarandi er stutta útgáfan af verkefninu:
Að undirbúa og annast flokkun vistgerða á öllu landinu.
Að afla nauðsynlegra gagna um útbreiðslu og stofnstærðir dýra og plantna, einkum fugla og kortleggja lykilsvæði þeirra.
Að gera vistgerðarkort sem m.a. verða byggð á heimildasöfnun, vettvangsvinnu og fjarkönnunargögnum.
Að meta verndargildi og verndarþörf vistgerða og tegunda.
Að leggja fram tillögu til umhverfis- og auðlindaráðherra að lista yfir hugsanleg verndarsvæði (SPA's=búsvæði fugla og SCI's=vistgerðir sem vert er að vernda) sem geta fallið að neti verndarsvæða í Evrópu og bera heitið NATURA 2000.
Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2013 kl. 22:16
Bergur, siðvæddar þjóðir standa við undirritaða samninga sína. Það ætlar ESB hins vegar ekki að gera, sem flokkast undir siðleysi hvaða álit sem menn hafa á stórríkinu væntanlega, og innlimunarferlinu sem slíku.
Axel Jóhann Axelsson, 15.12.2013 kl. 22:16
Gleymum heldur aldrei hvernig ESB vildi pína þjóðina til að greiða ICESAVE klafann og hvernig sjálft Evrópusambandið beitti sér gegn okkur og vildi ekki leyfa okkur að fá réttláta niðurstöðu fyrir dómsstólum. Megum aldrei gleyma ICESAVE !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 01:09
Að sjálfsögðu ber ESB að standa við gerða samninuga.Aumingaskapur íslands gagnvart Esb felst ekki síst í því að ESB geti einhliða rift samningum Að sjálfsögðu mun ESB borga.Það er algjorlega óháð því hver afstaða Íslands er gagnvart ESB .Samningar skulu standa.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 06:05
Hægt er að kalla þessa styrki öllum nöfnum.Mútufé er gott orð hvað það snertir.En ef einhver lofar að koma með peninga og samningur er undirritaður hvað það snertir þá hlýtur samningurinn að standa.Annað er óeðlilegt
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 06:10
Þar fyrir utan veitir okkur ekkert af peningunum,þótt það sé skítalygt af þeim.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 06:13
Stórríkið veit ekki veit ekki sitt rjúkandi ráð eftur að Færeyingar kærðu það ti Alþjóða Viðskiptastofnunarinnar.Pat og vitleysisgangur hefur einkennt Stórríkið síðan.Og þeir sem öllu þykjast ráða norðmenn eru í vandræðum hvað snertir Svalbarða.Kínverjar eru í startholunum að kæra Norðmenn hvað varða Svalbarða.Góðann daginn.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 06:24
Kínverjar gerðust aðila að Svalbarðasamningnum frá 1920, fyrir stuttuÞað veitir þeim sam rétt og Norðmönnum og Russum til nýtinga auðlinda á Svalbrða.Þeir eru komnir.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 06:31
Allar þjóðir sem eru aðila að samningum hafa sama rértt.En kínversk skip þurfa að sjálfsögðu að geta athafnað sig hvað varða olíu og vistir Rússar og Norðmenn munu að sjálfsögðu verðleggja það upp úr öllu valdi.Auðvitað er skásti kosturinn fyrir kínverjana að athafna sig í þessum frábæara stað í Finnafirði.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 06:38
En öllu skal til tjaldað segir Pútin.Allur norðurfloti Rússlands skal bygður frá grunni.Enginn skalvera í vafa um það hver ræður á Pólnum.Allrasíst skáeyir Kínvrjar þótt þeir hafi siglt í kringum pólinn og komið til íslands í leiðinni.
Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 06:50
Skrítin þessi Sigurgeir.....
Hvað kölluðum við Marshall aðstoðina....mútufé..??....hvað kölluðum við alla dollarana sem sem amerikanin mokaði í okkur í 60 ár(og fyrir utan allt sem við stálum af þeim)....mútufé...??. Og svo þessi kostulega setning hjá Jóhannes Laxdal : Framganga síðustu 5 utanríkisráðherra er óskiljanleg að frátöldum Davíð Oddsyni:....ha ha ha...voru það ekki Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson sem fóru í betliferð til Washington og voru á hnjánum fyrir framan Georg Bush til að betla út nokkrar f-16 þotur og grátbáðu hann um að hafa herinn áfram svo að íslenska ríkið gæti þegið "mútufé" af þeim....þvílík andsk. hræsni hjá ykkur.
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 12:13
Helgi, hvorki Marshall aðstoðin né tekjur sem Íslendingar höfðu af veru varnarliðsins voru ætlaðar til að fá Ísland til að verða eitt af ríkjum Bandaríkjanna, en hins vegar er IPAmútufénu ætlað að vinna landann til samþykkis innlimunarinnar í evrópska stórríkið væntanlega.
Axel Jóhann Axelsson, 16.12.2013 kl. 19:09
Þeir voru ekki að fá okkur inn í Bandaríkin, það er rétt. "Aðstoðin" var ætluð til að leyfa BNA að byggja radarstöðvar og flugvöll þannig að þeir gætu varið austurströnd sína frá flugvélum og kafbátum Rússa.
Enda kom það í ljós að um leið að þeir töldu sig örugga frá Rússum og þurftu ekki lengur að múta okkur fyrir innrásir í þriðja heims ríki þá fóru þeir með herin í burtu.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 23:07
Í "Kalda stríðinu" og ógnunum sem því fylgdu var ómetanlegt fyrir íslendinga að hafa varnarliðið hér á landi til að halda Rússum frá því að ná yfirráðum yfir norðurhöfunum og þar með að koma í veg fyrir að Ísland lenti á "áhrifasvæði" Rússanna eins og urðu örlög Austur-Evrópuríkjanna.
Varla hefði nokkur Íslendingur óskað landinu þess. Og þó, líklega voru þeir til.
Axel Jóhann Axelsson, 16.12.2013 kl. 23:33
Það breytir ekki þeirri einföldu staðreynd að Marshall aðstoðin og margar aðrar aðgerðir BNA á Íslandi voru beint mútur gert til þess að við værum þeim hliðhollir þar sem þeir höfðu afar ríkra hagsmuna að gæta í að við værum það.
Ég er ekki að segja að það var slæmt, þvert á móti kom þetta okkur ótrúlega vel á ótal vegu. Það má bara ekki horfa fram hjá því að BNA var ekki að þessu vegna þess að þeir vildu vera bestu vinir okkar heldur bara þeirra leið í að ná sínum eigin takmörkum. Og þegar það var búið, þá er þeim sama um okkur.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.12.2013 kl. 23:55
Sama má þá segja um Þýskaland og Frakkland, sem ráða öllu sem þau vilja ráða í ESBstórríkinu væntanlaega. Þau hugsa fyrst og fremst um eigin hag og sína stöðu sem stjórnendur Evrópu.
Axel Jóhann Axelsson, 17.12.2013 kl. 18:30
Það gerir enginn neitt fyrir neinn, sem gerir ekki neitt fyrir neinn. Þannig gerast nú kaupin á eyrinni.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.12.2013 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.