8.10.2013 | 18:39
Fresta tekjuskattslækkun - upphæðina í heilbrigðiskerfið
Viðskilnaður vinstri stjórnarinnar við heilbrigðiskerfið í landinu er svo skelfilegur að í málaflokknum ríkir nú algert neyðarástand og kerfið í raun að hruni komið.
Tækjakostur Landspítalans er meira og minna úr sér genginn og úreltur og sú sáralitla endurnýjun tækja sem átt hefur sér stað á undanförnum árum hefur komið frá ýmsum félagasamtökum eftir fjársafnanir meðal þjóðarinnar.
Ný ríkisstjórn hefur boðað að miðþrep tekjuskatts einstaklinga skuli lækkað um 0,8% og spara launþegum þannig um fimm milljarða króna á næsta ári. Vinstri stjórnin var nánast skattaóð og hækkaði alla skatta sem hægt var að hækka og bætti við nýjum svo lengi sem hugmyndaflugið dugði til.
Þrátt fyrir að þjóðin sé orðin fullsödd af skattaáþján vinstri stjórnarinnar verður hreinlega að fresta fyrirhugaðri tekjuskattslækkun um eitt ár og láta fimm milljarðana renna til heilbrigðiskerfisins, en með því móti væri hægt að bjarga því frá hruninu sem annars er stórhætta á að verði.
Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks lofaði skattalækkunum á almenning og atvinnulíf. Henni verður fyrirgefið þó lækkuninni yrði frestað um eitt ár vegna neyðarinnar sem vinstri stjórnin skildi eftir sig.
Öll myndgreiningartæki LSH biluð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nei - það þarf ekki. forgangsröðunin er ekki rétt þarna
Rafn Guðmundsson, 8.10.2013 kl. 19:31
Sæll.
Nei, skattahækkunum á ekki að fresta. Ég er hins vegar alveg sammála þér með það að eitthvað verður að gera - við þetta er ekki hægt að una og höfum við raunar séð undanfarin ár að hið opinbera er að svíkja almenningum um það sem almenningur hefur talið sig vera að greiða fyrir - þ.e. almennilegt heilbrigðiskerfi. Það er ekki endalaust hægt að skera niður í heilbrigðiskerfinu án afleiðinga. Mér fannst hræðilegt að lesa viðtalið við Jón Bjarnason þar sem hann lýsir því þegar dóttir hans veiktist af krabbameini. Við svona kerfi verður ekki unað.
Lækka þarf skatta enn frekar enda er það iðulega þannig að þegar skattar eru lækkaðir þá aukast tekjur hins opinbera. Slíkt sáum við á árunum 1991-2001 þegar skattar á fyrirtæki voru lækkaðir í þrepum úr 45% í 18% en þá þrefölduðust tekjur hins opinbera af þessum skattstofni.
Skera þarf niður í opinbera geiranum, leggja þarf algerlega af aðstoðarmenn þingmanna og ráðherra. Þingmenn hérlendis eru um 5x fleiri per íbúa en á Norðurlöndunum og því engin þörf á aðstoðarmönnum fyrir þá. Fækka þarf starfsmönnum ráðuneyta og leggja má niður margar opinberar stofnanir. Til hvers að hafa Byggðastofnun? Fólk er fullfært um að ákveða það sjálft hvar það vill búa.
Með því að sleppa beislinu af einkageiranum og skera niður allt það rugl sem er í gangi hjá ríkinu verður auðvelt að finna fé í heilbrigðiskerfið. Þegar athafnalífið er undir hælnum á hinu opinbera getur einkageirinn illa staðið undir velferðarkerfinu. Að þessu leyti er ég sammála RG hér að ofan.
Helgi (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 04:45
Helgi, í raun er ég algerlega sammála þér en mér finnst einfaldlega að ríkisstjórnin þurfi lengri tíma til að gera þá kerfisbreytingu sem þarf, enda verður að stokka allt skattkerfið upp og gjörbreyta því.
Ný ríkisstjórn þarf meira en nokkrar vikur til slíks verks og þess vegna er ég að leggja til að þessari skattalækkun verði frestað um eitt ár, peningarnir sem við það renna í ríkiskassann verði settir í heilbrigðiskerfið til að forða því frá þeirri eyðileggingu sem við því blasir eftir fjögurra ára vinstristjórn.
Axel Jóhann Axelsson, 9.10.2013 kl. 11:29
Tek undir hvert orð. Enginn furða að læknar og hjúkrunarfólk sé orðið langþreytt á þeim aðbúnaði sem sjúklíngum er boðið upp á. Svo er hér á Ísafirði allt í hnút, læknar í verkfalli vegna þess að þeir segja skurðlæknirinn og forstjórann vera óvinnufæran. Við vitum auðvitað ekki um það, en samt, menn ljúga ekki svona hlutum. þessu hefur verið vísað til landlæknis og þar gerist ekki neitt. Ef til vill er honum fjandans sama þó heilt bæjarfélag sé milli vonar og ótta um að ekkert komi fyrir sem fari illa.
Ég er til dæmis nýkomin úr ýmsum rannsóknum, en allar niðurstöður eru fastar einhversstaðar. Þetta er bara óþolandi kæruleysi yfirvalda gagnvart þjóðinni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2013 kl. 13:05
Ég er einn þeirra sem tilheyri svokallaðri millistétt sem hefur verið gengið harkalega að undanfarin ár. Þó svo að þessi skattalækkun sé ekki há munar okkur um þessa þúsundkalla fyrir utan hversu mikilvægt skref þessi skattalækkun er í táknrænu samhengi. Ég geri þá kröfu að áður en það komi til álita að draga þessa lækkun til baka verði fyrst fækkað hjá ýmsum stofnum ríkisins þar sem starfsmönnun fjölgaði á síðasta kjörtímabili s.s. í undirstofnunum Umhverfisráðuneytisins
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 17:36
Það má vel skera meira niður í óþarfa eins og ríkiskirkjuna og trúarsöfnuði yfirhöfuð!
DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2013 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.