Rétt ákvörðun Gísla Marteins

Gísli Marteinn Baldursson hefur ákveðið að hætta í borgarstjórn Reykjavíkur og taka atvinnutilboði frá Ríkisútvarpinu um að annast umræðuþátt í sjónvarpinu í anda Silfurs Egils.

Gísli Marteinn segir sjálfur að hann treysti sér ekki til að gefa áfram kost á sér í prófkjöri fyrir uppröðun á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram munu frara á vori komanda.

Sá sem hér skrifar hefur alltaf kosið Gísla Martein í eitthvert efstu sætanna í prófkjörum fram til þessa, en hefði ekki treyst sér til þess núna vegna afstöðu Gísla Marteins í flugvallarmálinu, en hans afstaða er algerlega andstæð samþykktum landsfundar flokksins, sem ályktað hefur um áframhaldandi veru vallarins í Vatnsmýrinni.

Einnig er Gísli Marteinn orðinn alltof samdauna stefnu vinstra liðsins í borgarstjórn í umferðarmálum, en bílstjórahatur borgarfulltrúanna er gengið fram úr öllu hófi og reiðhjóladekrið tekið öll völd.  Dæmi um það eru hjólabrautarframkvæmdir við Elliðaárósa upp á 240 milljónir króna, sem ætlaðar eru til að stytta okkur Grafarvogsbúum hjólavegalengd um SJÖHUNDRUÐ metra.

Gísli Marteinn er afbragðsmaður og hefur margt gott gert á borgarstjórnarferli sínum sem þakka ber heilshugar, en eins og hann segir sjálfur er nú orðið tímabært að snúa sér að öðrum verkefnum.   


mbl.is Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband