Að skattleggja atvinnuvegina úr landi

Vinstri stjórnin sem ríkti hér í fjögur ár, en þraut örendið sem betur fer í vor, hækkaði alla skatta sem hægt var að hækka og bætti svo mörgum og flóknum sköttum við, að núorðið skilur enginn skattkerfið í landinu nema hálærðir endurskoðendur og aðrir skattasérfræðingar. 

Stórtækasta skattahækkunin sem vinstri stjórnin stóð fyrir, eftir að málið hafði vafist fyrir henni í tæp fjögur ár, var hækkun veiðigjalds sem eftir allan tímann sem fór í undirbúninginn var svo meingallað að ógerningur reyndist að leggja þessa skattahækkun á útgerðina.

Í viðhangandi frétt bendir Þorarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, á að með því að reikna veiðigjaldið m.a. út frá hagnaði landvinnslunnar muni það á endanum leiða til þess að fiskvinnslan muni einfaldlega flytjast úr landinu og á því munu auðvitað allir tapa,  verkafólk, vinnslufyrirtækin og ríkissjóður sjálfur.  

Vinstri menn hafa aldrei skilið hve letjandi ofurskattar eru og ættu að lesa eftirfarandi orð Þorvarðar oft og vandlega:  „Ef við ætlum að draga tennurnar úr íslenskum sjávarútvegi með ofurskattlagningu, þá mun það leiða til minni verðmætasköpunar.“

Þessi vísindi eru ekki flóknari en svo að jafnvel vinstri sinnað fólk ætti að geta skilið þau. 


mbl.is Hætta á að vinnslan færist út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú skalt ekki vanmeta heimsku vinstri manna.

Hún er takmarkalaus og mér er það til efs að þeir skilji þessa einföldu, vel orðuðu setningu 

Sumarliði (IP-tala skráð) 19.9.2013 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband