Lýðskrum Helga Hjörvar vegna skuldamála

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, afhjúpaði sig sem lýðskrumara af stærri gerðinni á Alþingi í dag þegar hann í fyrirspurn til Frosta Sigurjónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, lét að því liggja að eðlilegt væri að sumir húsnæðislánaskuldarar væru í öngum sínum vegna þess að útlit væri fyrir að þeir fengju ekki nema eina leiðréttingu á lánum sínum, þegar og ef kosningaloforð Framsóknar kemur til framkvæmda.

Helgi segir að þeir sem hafi  fengið niðurfellingu skulda eftir svokallaðri 110% leið hafi miklar áhyggjur af því að fá ekki leiðréttingu aftur, þegar fyrirhuguð lækkun lána vegna verðbólguskotsins á árunum 2007-2010 verður að veruleika, þegar og ef fyrirhugaðar ráðstafanir þar um verða framkvæmdar.

Auðvitað getur ekki verið að nokkrum manni detti í hug að hann fái skuldaniðurfellingu oftar en einu sinni vegna sömu skuldanna og því er lýðskrum af því tagi sem Helgi Hjörvar og fleiri stunda afar ámælisvert.

 


mbl.is Fái ekki leiðrétt tvisvar sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og ekki var Árni Páll skárri í morgunútvarpi RUV í morgun, þegar hann mætti þar Frosta í viðtali.

Gunnar Heiðarsson, 18.9.2013 kl. 09:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég heyrði það viðtal ekki, en hef svosem heyrt í Árna Páli við önnur tækifæri undanfarið. Það er ótrúlegt að heyra í núverandi stjórnarandstöðu um hve auðvelt þeim finnst að kippa öllu í lag á "no time" eftir að vera nýkomin úr ríkisstjórn sem bægslaðist í eintómum vandræðagangi í fjögur ár.

Axel Jóhann Axelsson, 18.9.2013 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband