Blekkingar um "óútskýrðan kynbundinn launamun"

Starfsfólki hins opinbera, bæði hjá ríki og sveitafélögum, er raðað í launaflokka samkvæmt starfsmati, sem tekur ekkert tillit til þess einstaklings sem gegnir starfinu heldur miðast eingöngu við umfang og eðli starfsins sjálfs.

Samkvæmt þessu mati skiptir engu máli hvort karl eða kona er ráðin til starfans, launin eru ákveðin fyrir starfið sjálft en ekki einstaklinginn sem gegnir því.  Áratugum saman hefur hins vegar verið rætt um "óútskýrðan kynbundinn launamun" hjá hinu  opinbera og er sú umræða algerlega óskiljanleg í ljósi þess hvernig laun eru ákvörðuð fyrir störf hjá opinberum aðilum.

Það hljóta að vera hæg heimatökin að fara ofan í saumana á því hvað er verið að greiða fyrir hvert einasta starf, sem metið hefur verið til launa í launatöflum ríkisins og sveitarfélagana og skýra út hvers vegna sumir fá viðbótargreiðslur (aðallega karlmennirnir), en aðrir ekki (aðallega konurnar).  Einnig hlýtur að vera einfalt að sjá hvaða viðbótargreiðslur þetta eru og hvort þær eru í raun nauðsynlegar starfsins vegna, t.d. bílastyrkir, símapeningar, dagpeningar eða hvað allar aukasporslurnar eru kallaðar til að komast fram hjá kjarasamningunum.

Lágmarkskrafa er að hætt verði að bjóða upp á þessa endalausu umræðu um "óútskýrðan kynbundinn launamun".  Hann er hvort sem er einungis blekking sem opinberir aðilar og viðkomandi stéttarfélög hafa engan áhuga á að útrýma. 


mbl.is Karlar með 20% hærri laun í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Já, mér finnst umræðan snúast allt of mikið um kynbindingu en ekki nóg um starfseðli. Það er verið að kvarta undan afleiðingum en ekkert við orsakirnar.

Í öllum fréttum sem maður heyrir er aldrei sagt hvernig þetta er mælt. Því að launajafnrétti byggir á sömu launum fyrir sömu vinnu ef reynsla og menntun er sú sama. Og eins og þú segir Axel, aukagreiðslur fara eftir eðli strafsins. Og þessu er farið eftir hjá hinu opinbera. Hins vegar álít ég, að vandinn liggi í því að karlar og konur manna ekki sömu stöðurnar. T.d eru þjónustufulltrúar lægra launaðir en yfirmenn. Þegar farið er inn í opinberar stofnanir er yfirgnæfandi meirihluti þjónustufulltrúa, mér reiknast til 75% - 100%, konur. Samt hafa lög verið í gildi lengi um ráðningar innan hins opinbera, sem myndu setja alla karlkyns umsækjendur um svona stöður í algeran forgang.

Áður var vandamál, að konur voru aldar upp við að sækja ekki starfsferil nema í láglaunuðum "kvennastörfum", en það viðhorf hefur breytzt að einhverju leyti. Vandamálið hlýtur því að vera, að karlmenn sækja ekki um láglaunastöður, þar sem yfirleitt hafa verið konur starfandi. Þannig að lausn á launavandanum er að breyta þessu viðhorfi, og þá kemur allt hitt af sjálfu sér. Lausnin felst ekki í að þjónustufulltrúinn (kona) fái sömu mánaðarlaun og yfirmaður hennar (karl), heldur að bæði kynin séu jafnviljug til að gegna öllum störfum á öllum stigum/launaþrepum.

Austmann,félagasamtök, 8.9.2013 kl. 13:48

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Átti að standa: "Það er verið að kvarta undan afleiðingum en ekkert gert við orsakirnar. "

Austmann,félagasamtök, 8.9.2013 kl. 13:53

3 identicon

Þetta var KÖNNUN en ekki skýrsla unnin úr neinum gögnum

það er samt óutskýranlegur launamunur en hann er um 10% en ekki 20%

Ef karlmenn væru spurðir um laun sín miðað við aðra í sambærilegum störfum þá mundu senilega flestir segjast vera lægri?

Grímur (IP-tala skráð) 8.9.2013 kl. 16:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Grímur, það er búið að birta ótal kannanir, skýrslur og gögn undanfarna áratugi um þetta mál og alltaf eru fulltrúar stéttarfélaganna og hins opinbera jafn undrandi á þessu og skilja ekkert í þessu, enda um "ÓÚTSKÝRÐAN kynbundinn launamun" að ræða.

Enginn þessara aðila virðist hafa gert minnstu tilraun til þess að ÚTSKÝRA þennan mun, þannig að ekki er nokkur leið að álykta annað en að enginn hafi áhuga á að leysa úr þessu stórdularfulla launamáli.

Axel Jóhann Axelsson, 8.9.2013 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband