Auðvitað á að opna leikskólann strax aftur.

Í rannsókn hjá til þess bærum yfirvöldum er atvik sem átti sér stað á Leikskólanum 101, sem samkvæmt fréttum snýst um ólithlýðilega framkomu eins eða tveggja starfsmanna gagnvart börnum sem þar voru í dagvist.

Viðhangandi frétt fjallar um málið og m.a. vitnað til ummæla lögmanns eiganda leikskólans og m.a. kemur eftirfarandi fram:  "Þá segir hún að Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, hefði greint frá því á fundinum, að „miðað við það sem þau hafa í höndunum - sem er þá þessi tilkynning, viðtöl við starfsfólk og þessi myndskeið - að þar væri fram komin atvik sem gerðar væru athugasemdir við en það væri ekki litið svo á að einhver glæpur hefði verið framinn,“ segir Þyrí og bætir við að hún vilji fá fram allar athugasemdir og úrræði strax."

Væri hér um "atvik" að ræða sem átt hefði  sér stað á einhverjum opinberum leikskóla, þ.e. leikskóla í eigu sveitarfélags, hefði honum aldrei verið lokað einn einasta dag og viðkomandi starfsmaður hefði fengið áminningu og haldið starfinu áfram, hafi enginn glæpur verið framinn.

Svipaðar reglur hljóta að eiga við leikskóla hver sem rekstraraðilinn er og því hlýtur Leikskóli 101 að opna aftur fljótlega og halda starfi sínu áfram í þágu foreldra þeirra barna sem nauðsynlega þurfa á dagvist að halda. 


mbl.is Bauðst til að opna leikskólann á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki nóg að senda viðkomandi starfsmenn í leyfi meðan að rannsókn færi fram!

Annars er það náttúrulega alveg skelfilegt að vita til þess að börnunum hafi verið misþyrmt og auðvitað hugsa foreldrar sig tvisvar um áður en þeir senda ungana sína aftur á svona stað.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 20:24

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað bregður fólki við svona fréttir, sérstaklega ef þær eru blásnar upp af fjölmiðlum, umfram tilefni eins og virðist vera í þessu tilfelli.

Snúist málið um athugavert "atvik" en ekki glæp, hlýtur að vera óþarfi að loka skólanum langtímum saman.

Axel Jóhann Axelsson, 27.8.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband