Hver eru viðurlögin við upploginni nauðgun?

Nauðgun er alvarlegur glæpur og skelfilegur fyrir þann sem fyrir verður og tekur langan tíma að jafna sig eftir slíka hörmungarreynslu, ef viðkomandi nær sér nokkurn tíma að fullu.

Refsing við slíku broti á að vera hörð og til viðbótar fangelsisvist ætti nauðgarinn að verða dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu háar skaðabætur, þó peningar bæti í sjálfu sér ekkert eftir slíkt óhæfuverk gætu þeir þó hjálpað til við úrvinnslu slíkrar reynslu og kaup á sérfræðiaðstoð í þeim tilgangi.

Að ljúga nauðgun upp á saklaust fólk er ekki  síður alvarlegur glæpur og ættu viðurlög við slíku að vera hörð, enda oft erfitt fyrir þann sem fyrir slíkum upplognum sökum verður að sanna sakleysi sitt og jafnvel þó það takist fyrir dómi eru dæmi um að almenningur trúi ekki á sakleysi viðkomandi fórnarlambs lyganna og því þurfi viðkomandi að berjast við fordóma og fyrirlitningu samfélagsins eftir slíkar ásakanir.

Nauðgun er alvörumál og upplognar ásakanir um slíkt ekki síður. 


mbl.is Maðurinn reyndist vera saklaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Engin. Engin viðurlög. Það er ekkert langt síðan að varnarliðsmaður var sóttur út til USA vegna ásakana tveggja stúlkna frá Akranesi. Svo kom í ljós að þetta var allt bull og lýgi. Getur þú ýmindað þér vini hans og vandamenn þegar þeir horfðu á manninn fluttan frá USA og heim til Íslands..??? Stimplaður no matter what. Þær gengu burt án nokkurs eftirmála.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 4.8.2013 kl. 18:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég legg nauðgun og falska nauðgunarkæru að jöfnu, því ættu viðurlögin við báðum glæpunum að vera þau sömu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.8.2013 kl. 20:40

3 Smámynd: Sandy

Ég er sammála ykkur strákar, það ætti að vera hörð refsing fyrir að vera að skrökva slíkum sökum upp á fólk.

Sandy, 5.8.2013 kl. 06:17

4 identicon

þetta er ógeðslegt mál og minnir mjög á "pólverjamálið" um árið. Nauðgun er stórglæpur. enn falskar nauðgunarkærur eru bara verri ef eitthvað er finst mér

ólafur (IP-tala skráð) 6.8.2013 kl. 00:11

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Var framin nauðgun? Skyldi það hafa verið rannsakað? Eða rataði stúlkan á rangt tjald þegar hún vísaði á meintan nauðgara. Hafi þetta allt verið uppspuni, ætti stúlkan, að mínu mati, að fá nákvæmlega sömu refsingu og maðurinn, þ.e.a.s. hefði hann framið brotið.

Mannorðsmorð er skelfilegur hlutur sem engum ætti að líðast.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.8.2013 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband