Gleðidagur

Mannréttindi eru í betra horfi á Íslandi en í mörgum öðrum löndum heimsins og sérstaklega geta Íslendingar verið stoltir af því að búið er að lögleiða jafnrétti á nánast öllum sviðum, eins og t.d. til hjónabands, ættleiðinga og erfða, burtséð frá kynhneygð viðkomandi einstaklinga.

Undanfarnir dagar hafa verið "Hinsegin dagar" með ýmum uppákomum og menningarviðburðum á vegum samtaka samkynhneygðra og hefur þar verið úr ýmsum og ólíkum atburðum að velja og í dag nær hátíðn hámarki sínu  með Gleðigöngunni sem áætlað er að tugþúsundir manna muni taka þátt í, beint og óbeint.

Ástæða er til að óska Íslendingum öllum til hamingju með stöðu þessara mála, en minna um leið á að marga áratugi tók samkynhneygða að ná þessari eðlilegu og sjálfsögðu stöðu í samfélaginu og í raun tiltölulega örfá ár síðan sigur vannst og jafnvel ekki búið að fullslípa þetta jafnrétti ennþá.

Því ber að vara við hroka og mikilmennsku gagnvart þjóðum sem skemmra eru á veg komin í mannréttindamálum en við, eins og borgarstjórinn í Reykjavík hefur t.d. haft í frammi gagnvart Rússum undanfarið, að ekki sé minnst á stærilæti gagnvart kaþólsku kirkjunni og sína eigin túlkun á Biblíunni og krossfestingu Krists.

Dagurinn í dag á að vera sannkallaður gleðidagur og almenn þátttaka í atburðum dagsins að vera friðsamleg fyrirmynd og áskorun til ráðamanna og almennings annarra þjóða, sem skemmra á veg eru komin með jöfnun mannréttinda, til að vinna að úrbótum í sínum heimalöndum.


mbl.is Miðborgin full af fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Axel Jóhann. Góður pistill.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 14:30

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heldur frjálslyndur ertu, Axel Jóhann, fyrir minn smekk í þessum málum, en ég þakka þér þó fyrir að vara við hroka þeirra, sem aðhyllast þessar (of)réttindakröfur, gagnvart þjóðum kirkjusamfélögum sem eru annars sinnis.

Gæta máttu að hinu, að gagnkynhneigðir eiga hér ekkert síður sinn rétt ýmsum sviðum og raunar ráðandi rétt í málefnum sinna barna, en það er strax komið í gang prógramm þessara baráttumanna samkynhneigðra um að hafa áhrif inn í skólana og jafnvel á kostnað okkar skattborgara.

Í blaðinu Fólk innan í Fréttablaðinu í dag sérðu forsíðuviðtal þar sem ritari Samtakanna '78 upplýsir á bls. 2 að hún telur nauðsynlegt að koma þessum kynhneigða-áróðri inn á börn í barnaskólum.

Ennfremur gætir þess víða, að reynt er að hefta málfrelsi þeirra, sem eru annars sinnis en þessir baráttumenn meintra mannréttinda. En er málfrelsið þá ekki meðal mannréttinda? Og eigum við að una því, að þessir baráttumenn beri að tilefnislausu "hatur" upp á marga þá, sem voga sér að segja eitthvað um þessi mál, t.d. F. Graham, sem hatar alls ekki samkynhneigða, heldur vill þeim vel með ábendingum sínum.

Jón Valur Jensson, 10.8.2013 kl. 15:51

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

... þjóðum og kirkjusamfélögum ...

átti að standa þarna

Jón Valur Jensson, 10.8.2013 kl. 15:52

4 Smámynd: Már Elíson

Flott mál..!!!

"Í blaðinu Fólk innan í Fréttablaðinu í dag sérðu forsíðuviðtal þar sem ritari Samtakanna '78 upplýsir á bls. 2 að hún telur nauðsynlegt að koma þessum kynhneigða-áróðri inn á börn í barnaskólum...."

Þetta líkar mér....Ekki seinna vænna en að uppfræða fólk / börn á unga aldri um hvernig lífið er í raun og veru, ásamt því að vara þau við hatri sem menn eins og Jón Valur breiðir út....

Það hefði getað munað hársbreidd að hann hefði fæðst á þennan veg...en þvílík heppni (fyrir báða)að það gerðist ekki !

Vonum svo að flugvél ofstækispredikarans (sem studdur er af þjóðkirkjunni), villist af leið, eins og hann sjálfur hefur gert.

Már Elíson, 10.8.2013 kl. 17:11

5 Smámynd: Einar Karl

Jón Valur Jensson:

kynlíf þitt er SYND, siðferðisleg hneisa, þú ert siðferðislegt úrhrak, kynlíf þitt og afbrigðilegur kynferðislegur áhugi þinn er meiri og alvarlegri vandi en fjárhagsvandi íslenska ríkisins. Og ég vil ALLS EKKI að þú hafir rétt til að GIFTAST þeim sem þú ELSKAR.

En sko, höfum það á hreinu, ég HATA þig alls ekki, heldur vil ég þér vel með þessum ábendingum mínum.

Einar Karl, 10.8.2013 kl. 19:10

6 identicon

Alveg snilld að hafa þessa hommadaga! Nánast hommalaust á fiskidögum!

Gummi (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 20:08

7 identicon

Einar Karl. Ég hafði einnig tekið eftir síðustu setningu Jóns Vals; ".......heldur vill þeim vel með ábendingum sínum".

En nennti ekki að skrifa ummæli.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.8.2013 kl. 21:07

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert ábyrgur fyrir ÞÍNUM orðbragði, Einar Karl, það snertir mig ekki.

En þetta svar þitt er týpískt: það er þér ofviða að svara staðreynda-ábendingum mínum.

En Már Elíson nefnist hér einn, sem ber greinilega ekki góðan hug til mín né F. Grahams, en heldur því fram, í stað þess að reyna að rökræða við mig og án nokkurs tilefnis né raka, að ég breiði út hatur! Hann ætti að leita ráða hjá lögfræðingi, hvort honum leyfist að tala svona að ósekju um annan Íslending.

Réttast hefði mér þótt, Axel, að þú þurrkaðir út þessa ósvífni, sem virðist einmitt þetta: hvatning til annarra lesenda að leggja hatur á mig. Vart vilt þú stuðla að því.

Jón Valur Jensson, 11.8.2013 kl. 00:21

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

... ÞÍNU orðbragði ...

Jón Valur Jensson, 11.8.2013 kl. 00:22

10 Smámynd: Einar Karl

Ágæti Jón Valur.

Ég var alls ekki að hvetja aðra lesendur til að leggja hatur á þig. Ég var að beina til þín orðum sem eru ALGJÖRLEGA EFNISLEGA SAMHLJÓÐA orðum predikarans Franklin Graham til samkynhneigðra! Það varst þú sem sagðir að orð hans um samkynhneigða væru bara ábendingar, að hann "vildi þeim vel".

Finnst þér orð mín dónaskapur - en samhljóða orð Franklin Grahams vinsamlegar ábendingar??

Einar Karl, 11.8.2013 kl. 00:53

11 Smámynd: Hörður Einarsson

Sorgardagur. Var aðkoma af Fiskideginum mimla. Engir Kynvillinga þar nema kanski þrír, hinir voru í felum.

Hörður Einarsson, 11.8.2013 kl. 01:11

12 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sæll Jón Valur.

Hefur aldrei hvarflað að þér að allir menn eru jafnréttháir fyrir guði,  annars væru þeir ekki af öllum litarhætti og kynhneigð, heldur allir snjó, bláhvítir og gagnkynhneigðir,  jafvel upp til hópa álíka skemmtilegir og fordómafullir og þú.  Hvers vegna álítur þú samkynhneigð, svo hræðilega að ekki megi fræða börn um hana, strax í byrjun skólagöngu, til að eyða fordómum eins og þínum? Ég hugsa að þér hefði ekkert veitt af slíku á barnsaldri.

Það fer um mann við þá tilhugsun að svona einstrengingsháttur sé við lýði árið 20013. Samkynhneigð hefur alltaf verið til og mun alltaf verða, og því eins gott að börnum sé ekki innrættur sá hugsunarháttur sem er að sliga bæði þig og þennan blessaða predikara. 

Hefur aldrei létthvarflað að þér að þú hafir ekki alltaf á réttu að standa. Það er enginn verri þó svo hann hafi ekki sömu langanir og þrár og þú.

Hvers vegna er eitthvað að því að eðlileg fræðsla um mannlegt eðli fari fram á kostnað skattborgaranna?

Bergljót Gunnarsdóttir, 11.8.2013 kl. 02:30

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hefur það ekki hvarflað að þér, Bergljót, að samkynhneigð geti verið eitthvað annað en meðfædd?

Hefur það ekki hvarflað að þér að skoða upplýsingar um miklu meiri útbreiðslu kynsjúkdóma meðal samkynhneigðra karla heldur en gagnkynhneigðra? (sjá t.d. HÉR og HÉR og HÉR.*

Ef þú viðurkennir þetta, gæti þá verið óheppilegt að þínu mati, að stuðlað verði jafnvel að því, að krakkar fari að snúa kynferðisáhuga sínum að sama kyni?

Og sérðu ekki, hvað gagnkynhneigð er gefandi (gaf þér sjálft lífið og alla þína forfeður og formæður og jafnvel hinum samkynhneigðu líka), en að samkynhneigð er ekki gefandi með þeim sama sérstaka hætti?

Og hvaða rétt hafa samtök samkynhneigðra á því að fara inn í skólastofur með styrk frá borg og jafnvel ríki til að hafa truflandi áhrif á saklaus börn okkar gagnkynhneigða fólksins, sem erum u.þ.b. 97,7% kynþroska Íslendinga eða jafnvel fleiri?

Ertu ekki einfaldlega að prómótera vinstri-róttækni, eins og þú virðist gera á fleiri sviðum?

* Cicero sagði slæmar afleiðingar sumra athafna/gjörða ekki vera ástæðu þess, að þær væru ósiðmætar, en hins vegar væri þetta náttúrlega orsakasamhengi viss vottur þess, að þær athafnir væru ófarsælar eða ósiðmætar.

Jón Valur Jensson, 11.8.2013 kl. 03:04

14 Smámynd: hilmar  jónsson

Svar Jóns nr. 13, ætti eiginlega að ramma inn sem víti til varnaðar um þröngsýni og fordóma.

Þannig ætti Jón kannski ekki síður erindi inn í skólastofurnar en kynning á viðhorfum samkynhneigðra. Bara undir öfugum formerkjum.

hilmar jónsson, 11.8.2013 kl. 07:00

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hilmar hefur ekki úr neinu að velja nema sínum gömlu klisju- og fordæmingarorðum, þegar hann glímir (ef glímu skyldi kalla) við röklegar ábendingar mínar, sem miðast hvorki við þröngsýni né fordóma og sízt af öllu það "hatur" sem svo greiðlega hrekkur út úr kolli Hilmars, þegar hann hvessir á mig augun.

Jón Valur Jensson, 11.8.2013 kl. 10:05

16 Smámynd: Einar Karl

Til forna var trú ekki síst kerfi til að halda uppi röð og reglu í samfélaginu. Prestar voru siðameistarar og dómarar. Biblían ber þess skýr merki, "Þú skalt ekki gera þetta", "Þú skalt ekki gera hitt", þú átt að gera svona, en ekki hinsegin, borða svona mat, gera þetta á þessum degi, klæða þig svona en ekki hinsegin. Manneskjan er hópvera og það er þægilegt ef hópurinn fylgir sömu reglum og prinsippum. En reglurnar geta orðið íþyngjandi og mega ekki byggja bara á gömlum kreddum og smekk. Það heftir okkur þegar öllum er sniðið þröngt mót. Allir skulu halda sig innan sama ramma. Eins og í gaggó, ekki voga þér að skera þig út úr, vera öðruvísi en normið.

Nú á dögum búum við í okkar heimshluta við miklu meira frjálsræði. Við þurfum ekki trúarleiðtoga til að segja okkur hvernig við eigum að lifa. Nema Jón Valur og nokkrir aðrir. Hann er fastur í fornöld.

Einar Karl, 11.8.2013 kl. 10:25

17 identicon

Merkilegt að Jón Valur Jensson skuli amast við því að Már Elíson hvetji aðra lesendur til að leggja hatur á sig þegar hann hefur lengi ólmast við að hvetja aðra til að hata samkynhneigða.

Jón Valur: Samkynhneigð er jafn náttúruleg og gagnkynhneigð og til út um allt í náttúrunni, meðal tuga dýrategunda, maðurinn þar meðtalinn. Það er því afbrigðilegt að amast við samkynhneigð og þú ert því hinsegin, réttnefndur öfuguggi.

Þetta blogg Axels snýst aftur á móti um það hversu pólitískir Hinsegin dagar eigi að vera og ég beini því til þín, Axel, hvort það sé þín skoðun að við eigum að sýna kaþólsku kirkjunni tillitssemi vegna afstöðu hennar til samkynhneigðra, en átelja íslam, eins og þú hefur iðulega gert, fyrir skort á umburðarlyndi.

J.A. Ratzinger (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 11:11

18 identicon

J.A.Ratzinger nefnir að samkynhneigð sé "jafn náttúruleg og gagnkynhneigð og út um allt í náttúrunni, meðal tugi dýrategunda, maðurinn þar meðtalinn" og dregur af því þá sérstöku ályktun að JVJ sé "hinsegin, réttnefndur öfuguggi".

Því vaknar sú spurning hvort J.A. Ratzinger styðji einnig sifjaspell sem eru líklega jafn útbreidd meðal tuga dýrategunda. Heldur J.A. Ratzinger að graðhestur spyrji um ættbók og uppruna eða fletti upp í WorldFeng áður en hann fer á hryssu?

4 (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 12:18

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að sjálfsögðu hef ég ekki hvatt neinn til að "hata samkynhneigða", ég hafna því algerlega og fer fram á það við þig, Axel Axelsson, að þú fjarlægir það innlegg, sem hér er lagt inn kl. 11:11 undir fölsuðu nafni. Innlggið hér á undan, kl. 12:18, segir hins vegar enn betur það, sem ég hefði viljað sagt hafa um þá hugmynd, að menn eigi að taka dýrin sér til fyrirmyndar um kynhegðun.

Einar Karl, það er ekki rétt hjá þér (nema í undantekningatilfellum), að prestar hafi verið í dómarastörfum. Þeir eiga hins vegar að minna fólk á kristna kenningu. Það gera aftur á móti ekki þeir "frjálslyndu" þjóðkirkjuprestar, sem þegja um, að Heilög Ritning (á a.m.k. 8 stöðum) lýsir mök samkynja karlmanna mjög alvarlega synd og að mök kvenna segir hún contra naturam (Róm.1.26 á latínu, para physin á gríska frummálinu; sömu orð notuðu margir forngrískir heimspekingar og siðfræðingar um þetta).

Jón Valur Jensson, 11.8.2013 kl. 13:38

20 identicon

Sæll; Axel Jóhann - líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Axel Jóhann !

Svona; þér að segja - er fjölfræðingurinn Jón Valur Jenssson, kominn út á ískyggilegar brautir, í STASI miðaðri (meðvitaðri/ómeðvitaðri?) ritstýringarárttu sinni, gagnvart öðrum Mbl. síðuhöfum, en sinna sjálfs síðna, einvörðungu.

Mátti til; að koma þessu að gott fólk, þar sem hann reyndi að sýna ámóta stjórnsemi á minni síðu hér á vef, fyrir nokkrum árum, unz; leiðir okkar Jóns Vals skyldu; hugmyndafræðilega algjörlega, fyrir nokkrum misserum, og endanlega, Jón Valur er cirka 6 - 7000 árum, á eftir sinni samtíð, af því má ráða oftlega, hvatvísi hans og flumbrugang, til okkar, raunverulegra samtímamanna hans, ekki illa meint, heldur staðreynd, sem vefsíður hans sjálfs vottfesta, fölskvalaust.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 14:26

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleymdu ekki hinu, Óskar minn Helgi, að meirihluti mannkyns er sammála mér í þessu efni. Er þá meirihluti mannkyns "cirka 6 - 7000 árum, á eftir sinni samtíð"? Og hvernig stendur á því, að af ca. 200 ríkjum heims eru aðeins um 12-13 sem leyfa hjónaband samkynhneigðra? Eru allir aðrir svona vitlausir í þínum augum?

Jón Valur Jensson, 11.8.2013 kl. 16:31

22 identicon

Hann JVJ er alveg hroðalegur maður, algerlega útbrunninn með sitt fáránlega dogma. Þessi ein af síðustu krissaeðlunum reynir svo að bakka upp eigin fordóma með "Appeal to Popularity" og hlægilegri galdrabók sem enginn veit hver skrifaði og ekkert bakkar upp að hún sé neitt annað en fáfræðisstjórnmálatól fornmanna.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 16:50

23 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

DoctorE; fornvinur knái !

Í sjálfu sér; er Jón Valur ekkert hroðalegri, en gengur og gerist, bara svolítið á skjön, við veruuleika, okkar samtíma.

Jón Valur !

Sammála; - ekki sammála. Í rauninni; er ég ekkert að taka afstöðu, með né á móti því, hvað fólk aðhefst, í sínu einkalífi, hvort heldur eru matseld og matarvenjur, fremur en það, sem fram fer, í svefnherbyrgjum viðkomandi.

Persónulega; kemur það mér ekki við / fremur en þér, né nokkrum annarra, og hvort einhver sérvizka ráði, hvað ''leyfi'' hjónabönd í tilteknum 12 - 13 ríkjum veraldar, kemur mér enn þá minna við, fjölfræðingur góður.

Skortir þig annarrs áhugamál; Jón minn ?

Ég gæti; leitt þig um víðáttur Málmiðnaðarfræða, til dæmis - en þar ert þú líklega á heimavelli, eða ættir að vera, með tilliti til þíns ágæta frændgarðs, svo sem.

En; fleirri áhugamál, mætti svo sem til tína - alla vegana, eru þau til heilbrigðari, heldur en að vera að snöfla ofan í prívat líf samborgara okkar - og það, eftir bábiljum Sólstunginna glæpamanna, eins og þeirra Móse og Abrahams til dæmis, Jón Valur.

Reyndu; að fara að nálgast okkur samtímafólk þitt, hafir þú mögulega tök á, Jón minn !!!

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 17:10

24 identicon

Hinn kunni öfuguggi Jón Valur Jensson notar forvitnileg rök í sinni röksemdafærslu: Ef meirihluti manna er á moti mannréttindum þá eigum við líka að vera á móti mannréttindum. Þetta kemur að mynda að góðum notum ef við berum saman kaþólikka, sem munu vera um 1,2 milljarðar, og múslima, sem eru 1,6 milljarðar. Ergo: Íslam er réttari trúrbrögð en kaþólska, eða hvað?

Jón V. Jensson: Það að vera samkynhneigður er ekki í andstöðu við náttúruna og því ekki ónáttúra frekar en það er ónáttúra að vera rauðhærður, örvhentur eða heimskur. Það er þó ónáttúrlegt að amast við þeim sem eru samkynhneigðir, rauðhærðir, örvhentir eða heimskir og því mun ég láta af því að amast við þér. Af því ég vil þér vel.

J.A. Ratzinger (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 18:50

25 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur, þar sem ég hef ekki verið í nágrenni við tölvuna síðan í gær þá hef ég ekki séð athugasemdirnar hér að ofan fyrr en núna. Miðað við hvað athugasemdirnar eru margar finnst mér þjóna litlum tilgangi héðan af að fella einstaka þeirra út, en alltaf finnst manni jafn ömurlegt þegar umræðan fer út í svona persónulegan skæting út í og um ákveðna einstaklinga í stað þess að beinast að skoðununum sem settar eru fram.

Umræðan á samfélagsmiðlunum verður aldrei heilbrigð nema látið verði af þessum vægast sagt ljóta og leiðinlega ósið.

Axel Jóhann Axelsson, 11.8.2013 kl. 19:51

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er verulega hissa á þér, Axel, að skrifa með þessum hætti. Þú gerir líkt og Pílatus að þvo hendur þínar af þessu, jafnvel með innleggið síðara frá gervimanninum J.A. Ratzinger fyrir augunum, þar sem hann kallar mig "kunnan öfugugga". Greinilega vill hann ekki taka ábyrgð á þessum orðum sínum, en ætlar ÞÉR að gera það!

Þú býður ennfremur upp á þetta, að huldumenn haldi uppi "þessum vægast sagt ljóta og leiðinlega ósið" að vera með "svona persónulegan skæting" og meira til ... Já, hvernig býðurðu upp á það? Með því að hafa hér opið fyrir allar athugasemdir, einnig þeirra sem þú veizt ekkert hverjir eru, í stað þess að leyfa annaðhvort (a) einungis athugasemdir innskráðra á Moggabloggið eða (b) að velja þann kost í stjórnborði þínu, að þú þurfir að samþykkja athss. til að þær geti birzt á netinu (og þá geturðu sleppt þeim, sem fara ekki að reglum þínum). Ef þér þykir síðarnefndi hátturinn heldur tafsamur, þá er hinn ósköp þægiegur.

Eftir baráttu mína fyrir Þjóðarheiður - samtök gegn Icesave - hefði ég nú haldið, að ég ætti smá-þakklætisvott skilinn af þinni hálfu í því formi, að þú verjir ekki óhroða sem birtist hér að ósekju um samherja þinn, bæði frá þessum og öðrum huldumanni (gervidoktornum), en nú viltu gefa honum framhaldslíf!

Jón Valur Jensson, 11.8.2013 kl. 20:15

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

... gefa honum framhaldslíf!

"honum" = óhroðanum, svívirðingunni.

Jón Valur Jensson, 11.8.2013 kl. 20:17

28 identicon

Þér ferst að tala um huldumenn JVJ, biblían er öll skrifuð af huldumönnum, ekki setur þú það fyrir þig, ekki frekar en níðingana innan kaþólsku kirkjunnar.
Kemur svo og krefst ritskoðunar, ekki í fyrsta skiptið sem þú kemur fram og vilt ritskoðun og hefta frelsi manna.. Hlægilegt að tala um icesave og þjóðarheiður, eins og þú hafir einn staðið að málum. Þegar þú leggst á koddann í kvöld þá skaltu spyrja sjálfan þig hvert þú ert að fara, hvað þú ert að gera.. hvort ekki sé tími til komin að hugsa sinn gang!

DoctorE (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 20:46

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

<blockquote>Heilög Ritning (á a.m.k. 8 stöðum) lýsir mök samkynja karlmanna mjög alvarlega synd og að mök kvenna segir hún contra naturam </blockquote>

95% Íslendinga er nákvæmlega sama.

 Biblían, kóraninn, eða önnur fornaldar-trúarrit eru í það heila marklitlar leiðbeiningar um hvernig lifa skuli lífinu, þó svo eina og eina fallega setningu megi finna í þeim.

Skeggi Skaftason, 11.8.2013 kl. 23:56

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju mæta þá tugþúsundir Íslendinga og tugir eða hundruð milljóna útlendinga í kirkju á jólum og páskum, "Skeggi Skaftason" (enn eitt gervinafnið) og þúsundir Íslendinga hvern sunnudag?

Það er fráleitt að gera lítið úr fornöldinni með einni hrokafullri bloggathugasemd. Jafngóður og mér þykir Hómer í snilldarþýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, vitum við, að Platón, Sókrates og Aristoteles o.fl. forngrískir heimspekingar halda áfram að vekja virðingu og aðdáun og kveikja af sér þúsundir rannsóknargreina (incl. bækur) á hverju ári, og á sama hátt meta ótal milljónir Biblíuritin. Jafnvel í hinu all-menntaða Rómaveldi stóðu Gyðingar í fremstu röð vegna þessara sagna-, speki- og trúarrita sinna, og um þau eru skrifaðar fleiri lærðar greinar hvert ár heldur en um heimspekingana þrjá, sem ég nefndi.

Og gervidoktorinn fordómafulli veit greinilega ekkert um höfunda Biblíuritanna. Fræðimenn vita það hins vegar, og það er allt annar handleggur!

Jón Valur Jensson, 12.8.2013 kl. 00:40

31 identicon

Einmitt JVJ, fræðimenn segja einmitt að biblían sé öll skrifuð af huldumönnum. Ekki skrifuðu þessir lærisveinar þessar sögur því þeir voru ólæsir/óskrifandi. Þetta voru bara kjaftasögur sem gengu á milli, þú getur sjálfur sannað þetta á séð hið mikla ósamrými á milli lýsinga á sömu atburðum.
Lestu nú guðspjöllin hlið við hlið JVJ, þá sérðu í hendi þér að þetta er eins og illa samræmd lygasaga hjá glæpamönnum í yfirheyrslu hjá lögreglunni.
Ef þú ert heiðarlegur, heiðarlegur við sjálfan þig þá bara verður þú að horfast í augu við þá staðreynd að biblían er algerlega ómarktækt plagg, það liggur í augum uppi. Ef þú getur sagt það um kóraninn þá áttu að geta sagt það sama um biblíu, þetta byggir á sama merg, það er bara enn ein útgáfan af lygasögunni miklu

DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 08:54

32 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er auðvitað alls ekki að gera lítið úr fornöld! Þessi fornu rit sem ég minntist á eru stórmerkileg.

En þeir sem trúa BÓKSTAFLEGA á ALLT sem stendur í einhverju tilteknu svona fornriti eins og HEILAGAN GUÐLEGAN SANNLEIK, hvort sem það heitir Kóraninn, Biblían, Snorra-Edda, Hómerskviða, eða eitthvað annað, eru á algjörum villigötum.

Við sjáum þetta í ríkjum þar sem bókstafstrú er haldið að fólki, svo sem í ýmsum löndum í Arabaheiminum, og í USA.

Skeggi Skaftason, 12.8.2013 kl. 10:15

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

En bókstafstrúin gaf íslenzkri þjóð mikið, Gervi-Skeggur! Hún byrjaði á því að gefa hinum trúuðu afar mikið, sannfæringu um hið góða líf í Guði og hvöt til þjónustu við hann, og af þeirra góðu verkum höfum við allir þegið, líka 20. og 21. aldar Íslendingar, því að öll höfum við til dæmis notið þess fyrir okkur eða aðstandendur okkar að fram var boðin ósíngjörn þjónusta trúaðra við uppbyggingu sjúkrahúsa og heilsuhæla; ég nefni sem dæmi frá kaþólskri hlið: St. Jósefsspítali í Reykjavík, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og St. Franziskusspítali í Stykkishólmi, og er þá ekki allt upp talið frá þeirri hlið. Í fortíðinni höfðum við einnig slíkar góðgerðastofnanir og fátækrahjálp, bæði á hospítölunum og á biskupsstólunum, m.m.

Ég hef ekki tíma til þess núna að svara þessu rugli frá gervidoktornum, en er að hugsa um að skrifa grein seinna, góða samantekt á höfundaverkinu í Biblíunni, hverjir eru höfundar hvaða rita (margir eru þekktir), eftir því sem vitað er. En það eru mörg rit fortíðar (utan þessa trúarramma) sem þykja mjög merk, þótt höfundar þeirra séu óþekktir, og eru jafnvel talin mjög góðar heimildir, sem notast vitaskuld með hliðsjón af fleiri evt. heimildum. Þar að auki vissu samtíðarmenn oft, hverjir höfundarnir voru, en bæði miðalda- og fornaldarmenn voru gjarnan óframfærnari en nútímamaðurinn varðandi það að geta nafns síns á ritverki sínu. Sjálfsvitundin og einstaklingshyggjan jókst í því efni með renaissancinum.

Jón Valur Jensson, 12.8.2013 kl. 10:55

34 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur gefur í skyn í innleggi #33 að fólk hafi verið got og unnið góðverk í gamladaga, af því það hafði bókstafstrú. Sem sé, bókstafstrúin sé góð, hvort sem hún er sannleikur eða bull.

En það var líka fullt af fólki sem gerði góða hluti þó það væri alls ekki bókstafstrúað.

í þeim samfélögum þar sem bókstafstrú hefur hörfað mest hafa góðver og manngæska alls ekki minnkað, þvert á móti ef eitthvað er. Norðurlönd eru t.d. með friðsamari stöðum á jörðinni, þar sem fólk er almennt velviljað til annarra, reiðubúið greiða skatta sem renna í sameiginlega velferð o.s.fr.

Skeggi Skaftason, 12.8.2013 kl. 12:18

35 identicon

Hann Bart Ehrman var ofsastúarmaður eins og þú JVJ, hann var trúaðri en þú.. Hann sá að þetta gat ekki staðist sem er í biblíu. Spurningin er hvort þú ert nægilega heiðarlegur til að játa þessa staðreynd.. Það eru margir ofurkrissar sem hafa lagst í rannsóknarvinnu og endað með því að hætta að trúa... aðrir trololololo yfir þetta
http://www.youtube.com/watch?v=rhM5lbVBgkk

Ég hef engar væntingar um heiðarleika frá þér JVJ.. þú munt ganga ljúgandi um biblíuna alveg ofan í gröfina, ef að líkum lætur. Þín verður minnst sem síðustu krissaeðlunar, fordómafullur maður sem laug hægri vinstri fyrir dogmað sem er biblían

DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2013 kl. 12:23

36 Smámynd: Már Elíson

JVJ, (Jón Valur kennir hann sig) ómerkilegur sem hann nú er til orðs og æðis, gerði sér nú lítið fyrir og eyddi út saklausri athugasemd hjá mér á dögunum og sýndi á sér sína réttu hlið, þar sem hrokinn, einræðistilburðir og einbeittur brotavilji í þá átt að fela lygarnar í hinni frægu markaðsbók, Biflíunni, (með J.J. fremstan sölumanna) komu vel fram. -

Hann tekur sér það vald, ekki sem skoðun sína, heldur að rakka alla niður, segja þá ljúga, og reyna að stýra umræðunni hér á síðum sér í vil með því að eyða innleggjum að vild. - Svona óþverraskapur og illt innræti er vandfundið hér á korkinum og ekki honum sóma, en sýnir þó um leið hið illa í honum. - Ef það er guðið hans, þá veri svo.

Már Elíson, 12.8.2013 kl. 17:03

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvaða trúleysingjar hafa gert e-ð fyrir okkur Íslendinga á borð við það sem kaþólsku systurnar í Landkoti, St Jósefsspítala í Hafnarfirði og hinum í Stykkishólmi gerðu -- að ógleymdum fyrirbænum Karmelsystra, hr. gerviskeggur?

En gervidoktorinn tjúllaðist svo við innlegg mitt, að það blasir við öllum og því engin þörf að svara yfirsuðuæsing hans í þetta sinn.

Már, þú notaðir niðrandi uppnefni um Jesúm á síðu minni, gazt vel lagt skárra innlegg inn aftur, en gerðir það ekki, en kennir nú ekki sjálfum þér um, heldur mér!!!

Jón Valur Jensson, 12.8.2013 kl. 21:16

38 identicon

Tjúllaðist ég??? Eins og vanalega fer JVJ undan í flæmingi :)

P.S. Fyrirbænir gera ekkert JVJ, þetta fyrirbæna rugl er aumkunarvert dæmi um að þykjast vera að gera eitthvað en gera ekki neitt. Að auki hefur kaþólska kirkjan einmitt haldið fólki í fátæktargildru um allan heim undir einhverju yfirvarpi um að hún sé að gera góðverk. Móðir Teresa er líkast til eitt versta skrímsli sögunnar, notaði fátæklinga óspart til að afla sér og kirkjunni peninga sem þeir fátæku fengu lítið sem ekkert af.
Það eru til ótal gögn um þetta.. sem JVJ mun hafna

DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2013 kl. 13:04

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Að kalla Móður Teresu "líkast til eitt versta skrímsli sögunnar" sýnir kannski bezt innra eðli þessa síljúgandi og sírægjandi gervidoktors. Ég er hissa á þér, Axel, að hýsa svona bölsótandi nafnleysingja sem skrifa á þína ábyrgð, held áfram að vera hissa á þér.

Jón Valur Jensson, 14.8.2013 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband