Þrífst ferðamannaiðnaðurinn á svindli?

Ferðaiðnaðurinn blómstrar um þessar mundir með mikilli fjölgun hótela, gistihúsa allskonar og hreinni sprengingu í veitingageiranum.  Athygli vekur þó að samkvæmt upplýsingum skattstjóra sjást þess lítil merki í auknum skattgreiðslum til ríkisins, hvorki frá rekstraraðilum né í aukinni staðgreiðslu skatta vegna launagreiðslna.

Það hefur lengi loðað við a.m.k. veitingahúsin og skyndibitastaðina að þeir svindluðu á launþegum og þá alveg sérstaklega ungu fólki sem stundar hlutastörf samhliða skólanámi.  Sem dæmi má nefna svokallað "jafnaðarkaup", sem hvergi er til í kjarasamningum, en þá er krökkunum borgaður einhver tilbúinn launataxti, jafnvel lítið sem ekkert hærri en dagvinnulaunin, jafnvel þó öll vinna viðkomandi unglings fari fram á kvöldin og um helgar.

Nú virðist enn vera að bætast í svindlflóruna með því að bjóða unga fólkinu upp á "launalausan prufutíma" innan veitingageirans áður en af hugsanlegri ráðningu verður og þá jafnvel á laun sem ekki eru innan kjarasamninga.   Eftir Hörpu Ólafsdóttur, forstöðumanni kjaramálasviðs Eflingar, er eftirfarandi haft í meðfylgjandi frétt:  „Fjölgun mála er í beinu hlutfalli við mikla fjölgun veitingastaða á síðustu árum.  Í dag eru um 20% félagsmanna stéttarfélagsins starfsmenn veitingahúsa en þetta hlutfall var 10% árið 2007.  Það eru hlutfallslega miklu fleiri sem leita til okkar vegna launamála í þessari stétt en í öðrum starfsgreinum,“ segir Harpa en um 50% þeirra sem leita til stéttarfélagsins vegna launakrafna eru starfsmenn veitingastaða."

Þessi framkoma við starfsfólk er greininni til skammar og er svartur blettur á vaxandi atvinnugrein sem litið er á sem eina þeirra sem halda á uppi lífskjörum í landinu í framtíðinni.  

Varla getur þessi atvinnugrein reiknað með mikilli opinberri fyrirgreiðslu á meðan hún virðist þrífast á starfsmannasvindli og skattaundanskotum. 


mbl.is „Það á enginn að vinna frítt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hvet alla til að tilkynna bóta- og skattsvik. Það eru sérstakir tilkynningarhnappar á vefsíðu Tryggingastofnunar og Skattrannsóknarstjóra. Hægt er að tilkynna slíkt nafnlaust. Sjálfur hef ég tilkynnt marga tugi svika enda er þetta svartur blettur á okkar samfélagi. Ég borga mína skatta og skyldur og geri þá kröfu til annarra að þeir greiði slíkt hið sama. Skattsvik hafa örugglega kostað mörg mannslíf hérlendis enda er víða hræðilega þjónustu að fá í heilbrigðiskerfinu, t.d. á bráðamóttöku Landspítalans, vegna skorts á fjármagni.

N. N. (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 10:39

2 identicon

Algjörlega sammála !

ég var á einum að minni veitingastöðum bæjarins um daginn, og bað um nótu, var sagt að það væri ekki hægt eins og er vegna bilunar í kassakerfinu. Spurði þá um hvort ekki væri hægt að handskrifa hana, og var þá fátt um svör.

Eftir 20 mín þjark, þá loks féekst nótan, (Efir að hafa hringt í eiganda og hótað)

Þetta á eki að líðast.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 11:11

3 identicon

Ég tengi orðið ferðamannaiðnaður alltaf við sláturhús og kjötiðnað. Þetta er óttalegt orð.

Aðalsteiknn Geirsson (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 11:18

4 identicon

Sammála.

Tek líka undir með N.N. að tilkynna öll bóta- og skattsvik.

Svo er spurning að í stað opinberrar fyrirgreiðslu til ferðaþjónustuaðila hvort þeir fari ekki bara að greiða auðlindagjald?

Þarna er náttúrulega verið að mala gull á enn einni þjóðareigninni...

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 11:37

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ferðamanna Iðnaðurinn er algjörlega óskipulagður, eins og allt annað sem fyrrverandi ríkisstjórn kom nálægt. Það er vaðið hér um allt í leifisleisi og og björgunarsveitirnar hafa ekki við að bjarga fólki sem er með útlenda leiðsögumenn. og á illa búnum ökutækjum. Það er ekki hægt að fara út úr bíl við þjóðveginn án þess að eiga það á hættu að stíga ofn í einhvern óþvera. Nei það á að láta þá borga eins mikið og hægt er,ég fæ hvergi erlendis að skoða neitt nema greiða fyrir það. Ég er algjörlega sammála þér Axel Jóhann Axelsson.

Eyjólfur G Svavarsson, 26.6.2013 kl. 12:13

6 identicon

Ferðamannaiðnaðurinn er búinn að vera að vaxa meira og meira síðastliðinn áratug. Reyndar vantar almennt séð stífari reglugerðir og gera t.d starfsheitið ferðaleiðsögumaður lögverndað. Ég treysti kannski nær hverjum sem ertil að ganga með mér í gegnum miðbæi smábæja en ekki upp á t.d fjöll, í kringum vötn, hveri eða skóg. Vinnueftirlit hér á landi er reyndar algert djók og allt of fyrirfram vitað hvenær þeir koma.

Kristján Haukur Magnússon (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 12:33

7 identicon

Síðan má velta fyrir sér hvort að ferðamannaIÐNAÐURINN fari ekki að ganga að "menningarlífi" miðbæjarins dauðu þar sem öllu á að loka til að rýma fyrir nýjum hótelum.

Byltingin étur börnin sín.

Stefnir (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 12:37

8 identicon

þetta er auðvitað snild bara. Svona er hægt að ná í þræla. Ert bara í prufu einn dag. Stóðst þig vel vinur færð prufu í 3 daga aftur og svo borgum við laun eftir það. úps erum ekki alveg sáttir við diskin sem brotnaði áðan svo þú mátt fara heim. Næsti inn takk í smá "prufu" Tær snild. Ættla sko að sækja mér þræla svona sjálfur. Get öruglega látið þá þrífa hér og þvo þvott til svona "prufu"

ólafur (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 12:57

9 identicon

Það er eins og fólk í íslensku þjóðfélagi , sem hefur unnið á vinnumarkaði í áratugi , sé að fatta hvernig ferðamannaiðnaðurinn er í raun.  Einn skrifarinn hér að framan heldur að hann  hafi orðið til í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Þið getið gengið frá Nóatúni og vestur í bæ út á Granda , Laugaveginn, Hverfisgötu eða Skólavörðustíginn á leið ykkar.  Á þessari leið eru sennilega innan við fimm staðir sem eru á sömu kennitölu frá mánuð til mánaðar .  Hvað haldið þið að margir borgi í samfélagssjóði ?  Hvað haldið þið að margir borgi stéttarfélagsgjöld eða lífeyrissjóðsgjöld starfsmanna ?  Haldið þið að málin séu öðruvísi annars staðar ?  Þið ættuð að spyrja starfsmann ferðaþjónustunar Ernu Hauksdóttir ?  Hún er búin að vera andlit þessa ferðaþjónustufyrirtækja í mörg ár !

Ef það er einhver aðili sem ætti að svara fyrir ferðaþjónustuaðila, hvers vegna starfsmönnum er ekki borgað  eða ekki borgað í samfélagssjóði,  þá eru það samtök atvinnulífsins !!! 

JR (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 15:42

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því miður held ég að ekki sé nein skylduaðild að samtökum atvinnulífsins og því geta þau samtök engu svarað fyrir svindlarana, sem flestir eða allir passa sig á að vera hvergi félagsbundnir og þykjast þar með engum vera háðir nema sjálfum sér og sinni eigin samvisku, sem líklega er þó engin ef marka má hegðun þeirra.

Axel Jóhann Axelsson, 26.6.2013 kl. 20:20

11 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Kæri bloggvinur,Axel, mjög svo tímabær grein hjá þér, því að víða mun pottur vera brotinn í þessu efni ?!

Bestu kveðjur, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 28.6.2013 kl. 14:37

12 identicon

Sæll.

Mér finnst ekkert óeðlilegt við það að fólk reyni að komast hjá því að borga skatta enda er því fé hrikalega illa varið að stjórnmálamönnum, stjórnmálamenn eyða annarra manna fé í að tryggja eigið endurkjör. Skattar og álögur hérlendis eru líka alltof háar. Af hverju vita stjórnmálamenn betur hvað á að gera við fé sem einstaklingar/fyrirtæki afla en þeir sem fjárins afla?

Besta leiðin til að fækka skattsvikum er að lækka skatta verulega. Fyrirtæki og einstaklingar bregðast við bjánalegum leikreglum hins opinbera. Ef einhver regla er brotin af mjög mörgum má oft túlka það sem svo að það sé reglan sem sé gölluð, ekki fólkið.

@5: Það þarf ekki að skipuleggja ferðamannaiðnaðinn, framboð og eftirspurn sjá um það!!

@1: Það vantar ekki fé, því er einfaldlega eytt í tóma vitleysu. Hvað kostar það okkur að borga fyrir aðstoðarmenn fyrir þingmenn og ráðherra? Hvað kosta erlendar ferðir (dagpeningar og flugmiðar) þingmanna, ráðherra og embættismanna ríkissjóð? Þarf Seðlabankinn virkilega á 40 hagfræðingum að halda?

@4: Hugtakið þjóðeign hefur enga lagalega merkingu.

Ef auka á gjaldtölu á ferðamenn vegna græðgi okkar veldur það því einfaldlega að ferðamenn fara annað. Eru menn virkilega svo bláeygir að halda að ekki sé áhugavert að sækja önnur lönd líka heim? Hafa menn ekki heyrt minnst á Laffer bogann?

Helgi (IP-tala skráð) 3.7.2013 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband