13.6.2013 | 13:03
Einfalt og gegnsætt auðlindagjald
Auðlindagjald á sjávarútveg hefur verið við lýði í mörg ár en ekki þótt nógu hátt til að skila ríkissjóði nægum, eða ásættanlegum, tekjum.
Eftir mikið japl og jaml og fuður setti síðasta ríkisstjórn lög um stórkostlega hækkun veiðigjalds, en tókst ekki betur til en svo að önnur útgáfan af gjaldinu, "sérstakt veiðigjald", var svo flókin og illa útfærð að ekki verður hægt að leggja skattinn á, þar sem enginn virðist vita hvernig á að reikna hana út eða hvar hægt sé að fá tölulegar upplýsingar til að reikna út frá.
Einfaldast og réttlátast hlýtur að vera að leggja veiðigjaldið á hvert kíló af lönduðum afla og þá fasta krónutölu eftir fisktegundum. Þannig kæmi gjaldið jafnt niður á alla sem útgerð stunda og ekkert til að flækja útreikninginn, þar sem upphæðin lægi ljós fyrir strax að löndun lokinni og ekki þyrfti að fara í flókna útreikninga sem tækju tillit til hagnaðar og skulda einstakra útgerða og hvað þá greinarinnar í heild.
Kerfið þarf að vera einfalt, gegnsætt, öllum auðskilið og skila sanngjörnu auðlindagjaldi í ríkissjóð.
Útgerðarmenn vonsviknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voru kjósendur ekki að kjósa nýtt þing í því augnamiði að afnema kvótakerfið og vísitöluna, ... ég bara spyr ? Og hvers vegna koma þeir ekki strax fram með frumvörp um þetta, eftir hverju er beðið ?
Tryggvi Helgason, 13.6.2013 kl. 14:12
Ég man ekki til þess að nokkur flokkur hafi haft það á sinni stefnuskrá að afnema kvótakerfið. Lækkun veiðigjalds og niðurfelling "sérstaks" veiðigjalds var hins vegar á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og gott ef ekki Framsóknarflokksins líka.
Kvótakerfið og veiðigjaldið er algerlega tvennt ólíkt og varast ber að rugla því tvennu saman í umræðunni.
Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2013 kl. 18:32
Þetta er vafalaust alveg rétt hjá þér, en meirihluta kjósenda vill greinilega afnema kvótakerfið, - eða, - í það minnsta gerði sér einhverjar vonir um að þetta nýja þing hefði einurð í sér til þess að afnema kvótakerfið og vísitöluna.
Að mínu mati, þá er það ekkert minna en lífsspursmál fyrir þjóðina að afnema kvótann og vísitöluna.
Tryggvi Helgason, 13.6.2013 kl. 18:51
Miðað við umræðuna undanfarin ár, jafnvel áratugi, verður líklega seint samhugur um hvernig veiðunum verði stjórnað, a.m.k. ekki á meðan nánast allir telja að takmarka verði aðganginn að auðlindinni.
Enginn hefur sett fram tillögu um breytingu á fiskveiðistjórnuninni sem líkleg er til sátta.
Axel Jóhann Axelsson, 13.6.2013 kl. 19:06
@TH: Ekki veit ég hvernig þú færð það út að meirihluti kjósenda vilji afnema kvótakerfið. Hvaða kerfi á þá að taka við? Það sem LÍÚ hefur einhverra hluta vegna ekki haldið nægjanlega á lofti er að íslenskur sjávarútvegur er mun arðbærari en sjávarútvegur víðast hvar annars staðar. Viljum við taka upp óarðbærara kerfi?
Það sem ég óttast, þegar veiðigjald er mismunandi eftir tegundum, er að þrýstingur verði á að auka sókn í suma stofna en minnka í aðra. Einnig er sennilegt að kvótaverð í sumum tegundum hækki á meðan það lækkar í öðrum tegundum. Þetta gæti m.ö.o. haft áhrif á sókn í einstakar fisktegundir. Svona veiðgjald mismunar líka fyrirtækjum í sjávarútvegi og það get ég ekki séð að standist lög.
Hvers vegna þurfum við auðlindagjald? Fáum við ekki nóg í okkar hlut af auðlind okkar?
Útgerðir greiða laun og af þeim greiða sjómenn skatta, útgerðir hafa tekjur og af þeim greiða þær skatta, útgerðir þurfa að kaupa vöru og þjónustu af aðilum í landi og af því er greiddur vaskur og svo borga viðkomandi þjónustufyrirtæki og starfsmenn þeirra aftur skatta. Svo koma útgerðir með gjaldeyri til landsins. Hvenær erum við búin að slíta nóg af fyrirtækjum? Þegar þau fara á hausinn?
Fiskurinn í sjónum er einskis virði nema einhver leggi í áhættufjárfestingar og vinnu til að sækja hann. Hugtakið þjóðareign er algerlega merkingarlaust í lagalegum skilningi.
Helgi (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.