Alþingi biðjist afsökunar

Í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra notaði Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, þau gamalkunnu slagorð að ræðan einkenndist af "nefndum en engum efndum" og þótti brandarinn óheppilegur með tilliti til þess að grínistinn er fyrrverandi ráðherra í efndalausustu ríkisstjórn allra tíma og þeirrar nefndamestu.

Fulltrúar meirihlutans í einni af nefndum síðustu ríkisstjórnar komst að þeirri niðurstöðu að stefna skyldi fjórum ráðherrum úr ríkisstjórn Geirs H. Haarde, þ.e. honum sjálfum, Árna Mathíasen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvini G. Sigurðsyni og var formaður þeirrar nefndar einn af þingmönnum Vinstri grænna.  Með leikfléttu Samfylkingarþingmanna varð svo niðurstaðn sú að Geir H. Haarde skyldi einn ákærður fyrir Landsdómi, sem að lokum sýknaði hann af öllum ákærum nema að hafa ekki uppfyllt að fullu öll formsatriði um boðun ríkisstjórnarfunda.

Nú hefur Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins komist að þeirri niðurstöðu, með 83 atkvæðum gegn atkvæði Þuríðar Backman, eins ákærenda VG, að Landsdómsmálið hafi verið byggt á pólitík en ekki lögfræði og þar með gefið þeim þingmönnum sem að málinu stóðu algera falleinkunn vegna þess haturs og hefndarþorsta sem rak þá áfram við alla meðferð málsins fyrir Alþingi.

Athyglisvert er að enginn þingmaður minntist á þetta réttarfarshneyksli Alþingis við umræðurnar á Alþingi í gærkvöldi, en enn er tími fyrir þingið að taka málið til umræðu enda sumarþing rétt nýhafið.

Einu rökréttu viðbrögð Alþingis eru að biðja Geir H. Haarde afsökunar á þeirri mannvonsku sem hann varð fyrir af hendi naums meirihluta alþingismanna og framkomu Þuríðar Backman við afgreiðslu ályktunar Laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins.


mbl.is Ekki í samræmi við refsiábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Katrín Júlísudóttir hefur hrapað í álit hjá mér undanfarna mánuði

 hún verður líkari Jóhönnu með hverjum deginum

og ræðan í gær var algjör Jóhönnuræða

gamaldags ómálefnalegt skítkast

Grímur (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 11:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í sumum nefndum er unnið að efndum, en í öðrum er unnið að HEFNDUM. Það á t.d. við um nefndina sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. skipuðu og var undir formennsku Atla Gíslasonar, þingmanns VG.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2013 kl. 11:29

3 identicon

Ég má til með að minnast á að 2 af núverandi ráðherrum Framsóknar (Sigurður Ingi og Eygló) sátu í þingmannanefndinni og stóðu á bak við ákærurnar á hendur ráðherrunum 4

Skúli (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 13:13

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það var þáverandi meirihluti þingmanna sem varð Alþingi til skammar í þessu máli og því ber að kanna hvort ekki sé nú siðlegri meirihluti á þinginu sem vildi reyna að bæta fyrir þessa hneysu, þó ekki væri nema með einfaldri afsökunarbeiðni.

Axel Jóhann Axelsson, 11.6.2013 kl. 13:31

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað á Alþingi að biðja Geir afsökunnar, alveg óháð niðurstöðu laga laga og mannréttinganefndar Evrópu. Aðförin að honum var til skammar fyrir þing og þjóð. 

Hitt er gleðilegt að sú nefnd skuli hafa skilað bráðabyrgðaáliti með þeim hætti að þarna hafi verið í gangi pólitísakar ofsóknir. Þetta mun verða Geir sterkt vopn fyrir mannréttindadómstólnum.

Um málflutning þingmanna Samfylkingar við eldhúsdagsumræður á Alþingi í gærkvöldi er fátt að segja. Sá málflutningur dæmir sig algerlega sjálfur og var þeim báðum til háðungar.

Gunnar Heiðarsson, 11.6.2013 kl. 19:55

6 Smámynd: K.H.S.

Atlagan að Geir, þessum sómadreng er Alþingi og okkur öllum Íslendingum til skammar og verður þar til hann verður beðinn afsökunar og hann fellst á afsökunina. Geir er valmenni af bestu sort og því hróplegt að óvandaðar manneskjur sem áttu að þekkja hann skuli hafa greitt atkvæði með aðförinni. Geir mun rísa upp heill eins og hann er, en þetta druslulið sem af minnimáttarkennd ákvað að lögsækja  hann mun ævarandi bera skömmina.

K.H.S., 12.6.2013 kl. 08:56

7 identicon

það er mörg skömm Samfylkingarinnar sem syna mun sig betur og betur og svo algjörlega sammála orðum Gunnars Heiðarssonar her á undan ....En Geir H . Haarde sá væni maður er eg vissum að fær verðskuldaða uppreisn æru ....."svik koma alltaf upp um siðir "

Ragnhild H. (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 15:10

8 identicon

Sæll.

Mér finnst mjög eðlilegt að þær þingmannsdruslur sem drógu Geir fyrir Landsdóm þurfi að greiða fyrir pólitískar ofsóknir sínar og sín mistök með því að þeir persónulega greiði þann kostnað sem Geir þurfti að standa straum af. Ég sem skattgreiðandi á ekki að þurfa að greiða fyrir þeirra mistök og hefnigirni.

Þingmenn þurfa bera meira en pólitíska ábyrgð á sínu klúðri. Hvað kostaði síðasta ríkisstjórn landið mikið á síðasta kjörtímabili? Þá er ég að tala um glataðar tekjur af t.d. engu álveri á Bakka, engu gagnaveri, fólksflótta, engum lausnum á skuldavanda heimilana og gengdarlausa skuldasöfnun svo nokkur dæmi séu tekin. Hvernig verðleggja menn svo þann skaða sem unninn var á heilbrigðiskerfinu?

Þingmenn eiga ekki að vera stikkfrí frá sínu klúðri frekar en venjulegt fólk. Þá myndu þeir kannski hugsa sig tvisvar um áður en þeir sökkva okkur í skuldir og reyna að hengja Icesave um hálsinn á þjóðinni.

Helgi (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband