Er Sigmundur að reikna NÚNA?

Sigmundur Davíð hamraði á því alla kosningabaráttuna að Framsóknarflokkurinn væri búinn að vera með sömu, vandlega útfærðu lausnina á skuldavanda heimilanna í fjögur ár, en aðrir flokkar hefðu einfaldlega ekki skilið út á hvað hún gekk og hversu sáraeinföld hún væri.

Að kosningum loknum kom í ljós að nokkuð stór hluti þjóðarinnar trúði því að Framsóknarflokkurinn væri í raun og veru með lausn á málinu á takteinum og myndi byrja að sáldra silfrinu yfir þjóðina strax á næstu vikum.  Það eina sem þyrfti að gera væri að tryggja flokknum sæti í ríkisstjórn og þá yrði flokkurinn ekki lengi að efna kosningaloforðin.

Viku eftir kosningar og fjórum dögum eftir að hann fékk umboð til stjórnarmyndunar segir Sigmundur Davíð m.a. í viðtali við mbl.is:   "Dagurinn hefur farið í að skoða tölfræði og tækifæri. Það var uppörvandi vinna. Vonandi hafa aðrir líka átt jákvæðan dag".

Lágu tölfræðin og tækifærin virkilega ekki ljós fyrir áður?  Var þetta ekki allt á hreinu fyrir fjórum árum? 


mbl.is Sigmundur lá yfir tölfræði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er ólíklegt að hann þurfi líka að reikna hvað hugmyndir annarra flokka kosti ef til samstarfs við þá kemur. Er nokkuð óeðlilegt að skoða málin grannt í stað þess að ana að hlutunum?

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 21:58

2 identicon

A skuldar b x og b lofar a y i afslatt getur þa a nidurgreitt skuldir c vid d um y?

Kristján (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 22:37

3 identicon

Enn og aftur er stóra spurningin....

Hvar eru peningarnir?

Maðurinn ætlar að breyta skuldum í tekjur....??

Þvílíkar sjónhverfingar!

Hversu kaldhæðnislegt er það að framsóknarmenn sprengdu húsnæðiskerfið í loft upp, og margir "græddu" mikið á alls kyns gjörningum í sambandi við það. Síðan núna ætla þeir að rétta mikið af þessu sama fólki fullt af peningum á kostnað skattgreiðenda.

Þeir borga þetta á endanum alveg sama hvernig fer. Það vita allir. Skuldir ríkissjóðs ærnar. Það var ríkissjóður sem tók á sig högg við hrunið, en ekki húsnæðiseigendur. Nema kannski þeir sem fjárfestu í fyrstu íbúð eftir 2005.

Maðurinn ætlar virkilega að annað hvort skerða velferðarkerfið, eða hafa skattabyrðina hærri en ella.

Þetta sjá vonandi allir. Maðurinn fer að nálgast að vera síkópati, ef hann framkvæmir þetta eins og hann hefur talað.

Angantýr (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 22:56

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þurfa nú fleiri að reikna, heldur en Sigmundur Davíð.

Það eru varla allir búnir að gleyma hvernig svikarar inna VG tóku flokk sinn og lýðræðið í nefið, og hnerruðu svo lýðræðinu hressilega frá sér daginn eftir kosningar, eins og engar lýðræðis-kosningar hefðu farið fram.

Forystu-frekju-rollan: Álfheiður Ingadóttir, og hennar stuðnings-svikalið í Vinstri Grænum, hafa setið umboðslaus við stjórnvölinn í fjögur ár. Álfheiður Ingadóttir er falska óeirða-helgríman, sem ber ábyrgð á því að fátækir sjúklingar fá ekki einu sinni lífsnauðsynleg lyf eftir daginn í dag, vegna fátæktar, vegna hennar glæpaverka í heilbrigðisráðuneytinu.

Almættið fyrirgefur þeim sem eru heilaþvegnir og heimskir, en ekki þeim sem fremur glæp með skipulögðum ásetningi.

Hún Álfheiður Ingadóttir hefur mannslíf á samviskunni frá og með deginum á morgun.

Öfga-Vinstra-vítaskotið "heilbrigða", hennar Álfheiðar Ingadóttur í eigið mark, er dauðans alvara. Það mun sagan sýna og sanna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.5.2013 kl. 23:01

5 identicon

Ekki ætla ég að vera með ykkur hægri öfgamönnum, vinum og skoðannabræðrum  Breiviks , lengi !

Vil bara spyrja ykkur hægri öfgamenn hvort þið hefðuð ekki betur tekið ykkur tíma , þegar þið gáfuð vildarvinum ykkar banka og fyrirtæki fyrir hrun ?

Núna er búið að hreinsa upp sumt af því sem þið hægri öfgmenn gerðuð þjóðinni !

Þið ættuð að lesa skrif Björns Bjarnasonar og viðkenningu hans hvernig hann misnotaði peninga , sem samfelagið okkar þurfti fyrir spítala og gamlafólkið !

Þetta lýsir hræsni ykkar hægri öfga fólki !!

JR (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 00:14

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afar málefnalegt JR. Afar.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.5.2013 kl. 00:42

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er óþarfi að kippa sér upp við þessi skrif JR. Svona skrifar enginn andlega heill maður og það á að sýna sjúkum samúð og skilning.

Axel Jóhann Axelsson, 4.5.2013 kl. 01:31

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þessi tölfræði slagur Sigmundar segir bara það, að hann er mest að slást í eigin herbúðum.

Hrólfur Þ Hraundal, 4.5.2013 kl. 07:44

9 identicon

Þið Sjallar eruð alveg að fara á límingunum yfir þessari viðræðupólitík Sigmundar. Enda líka kunnið þið ekki þannig vinnubrögð. Það væri endalaust hægt að velta sér uppúr því hvað Sigmundur eða Bjarni eru að gera á hverri klukkustund. Anda inn - Anda út það er eina ráðið sem hægt er að gefa ykkur núna. Bara róa sig og drekka kamillute.

Margrét (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband