3.5.2013 | 11:30
Kaupmenn hætti okrinu strax
Kaupmenn hafa að undanförnu rekið mikinn áróður fyrir því að hægt væri að lækka matarkörfu heimilanna um jafnvel tugi prósenta, ef ríkisstjórnin aflétti ýmsum tollum, vörugjöldum og öðrum álögum af innfluttum matvörum.
Þegar gengi íslensku krónunnar lækkar eru kaupmenn fljótir að hækka allar sínar vörur og bera þá venjulega við að birgðir séu litlar og því komi hækkanirnar strax inn í verðlagið. Þegar krónan styrkist lækkar verð lítið sem ekkert og þá er því borið við að birgðir séu svo miklar og þess vegna skili lækkanir sér ekki út í verðlagið og þar að auki reikni kaupmenn alltaf með að krónan veikist fljótlega aftur. Þegar það svo gerist er útsöluverð umsvifalaust hækkað aftur og enn og aftur er veikingu krónunnar kennt um. Með þessu móti hafa kaupmenn aukið álagningu sína gríðarlega mikið á undanförnum árum.
Kaupmenn ættu að draga úr áróðri sínum um að þeir myndu lækka útsöluverð ef ríkissjóður minnkaði álögur sínar og hunskast til að lækka verð í verslunum sínum umsvifalaust vegna styrkingar krónunnar.
Geri þeir það ekki telst áróður þeirra ómerkileg brella og þeir sjálfir marklausir.
Skilar sér ekki í buddu neytenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er verðlagseftirlitið sem bregst. Þetta var lika svona fyrir 30 árum og þá var til stofnun sem hét Verðlagsstofnun og var algjörlega óvirk. Það hefur ekkert breist!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 11:45
Það eru engir aðrir en kaupmenn sjálfir og samtök þeirra sem eru að bregðast í þessu máli.
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2013 kl. 13:00
Sammála þér Axel, kaupmenn spila með kúnnana eins og kúnnarnir séu píanó.
Það er alveg augljót að það verða engar verulegar lækkanir þó svo að tollar og vörugjöld verði lögð niður.
Menn ættu að muna hvernig kaupmenn spiluðu á kúnnana þegar tvö núll voru skorinn af krónuni i den tid. Það fór oft ekki nema annað núllið af, sérstaklega fyrir þá vöru sem var Kr. 100 og undir fyrir núll skurðinn.
Græðgi kaupmanna eiga sér langan feril og fólk á að taka sig saman og hætta að verzla hjá einni verzlaun í einu í einn mánuð og svo koll af kolli þangað til að kaupmenn skylja það að koma fram heiðarlega við kúnnana er þeim fyrir beztu.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 3.5.2013 kl. 13:36
Þú er semsagt á því að launahækkanir og hækkanir á vörugjöldum sem hafa orðið á þessu 3ja mánaða tímabili hafi ekkert að segja. Að hækkanir á rekstrarkostnaði og innkaupsverði eigi ekki að koma fram í verði vörunnar til þín.
Agnar (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 14:11
Þetta stafar af verðtryggingu skuldabréfa í bankakerfinu. Hún skapar þenslu í peningakerfinu sem heldur verðbólgunni viðvarandi.
[1302.4112] An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans)
Guðmundur Ásgeirsson, 3.5.2013 kl. 18:06
Agnar, hvað hafa þessir liðir sem þú nefnir aukið kostnað kaupmanna mikið á þessum þrem mánuðum? Hvað hefur krónan styrkst mikið á sama tíma?
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2013 kl. 18:37
Það er ekki við "kaupmenn" að sakast í þessu máli. Þetta eru fyrirtæki rekin í kapitalísku kerfi sem þýðir að þau munu reyna að græða eins mikið á okkur og þau geta notandi þær aðferðir sem eru löglegar og í nokkrum tilfellum, aðferðir sem eru ólöglegar.
Eina vörn okkar neytenda er samkeppni meðal verslana til að laða okkur að með lægra vöruverði en þar sem markaðurinn er svona lítill er óumflýjanlegt að verslanir munu enda í einhvers konar formi af verðsamráði.
Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 20:37
Elfar, eru það ekki einmitt "kaupmenn" sem reka verslanirnar? Eigendur fyrirtækja sem reka verslanir eru auðvitað ekkert annað en kaupmenn.
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2013 kl. 20:45
Axel, jú í mörgum tilfellum þá er einhver einn maður á bakvið verslun en í öðrum tilfellum eru nokkrir eigendur og/eða fyrirtæki. Mín meining er sú að það er ekkert gagn af því að persónugera fyrirtæki þar sem við græðum ekkert á því að lokum og það dregur athyglina frá því að betra eftirlits með fyrirtækjum er þörf.
Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 21:08
Hver á að halda uppi verðlagseftirliti, eða ákveða verð í verslunum aðrir en eigendurnir (kaupmennirnir)? Við erum bundin af EES samningum og þar er ekki gert ráð fyrir neinni Verðákvörðunarstofnun ríkisins.
Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2013 kl. 21:27
Verð á að vera ákveðið af verslunum en það þarf að hindra þær í að hafa samráð um hvað það verð skuli vera.
Eina raunverulega leiðin til að hindra samráð er að hafa öfflugt samkeppniseftirlit og lagaheimildir fyrir refsingum sem mundu setja verslaninar í gjaldþrot ef kæmist upp um samráð.
Refsingin þarf semsagt að vera talsvert hærri en mögulegur gróði.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.