1.5.2013 | 20:25
Sjóræningjar hæðast að Sigmundi Davíð
Birgitta Jónsdóttir, Sjóræningi, lætur eins og minnihlutastjórn Framsóknarflokksins sé hugsanlegur kostur við stjórnarmyndun, enda séu Sjóræningjarnir tilbúnir að verja slíka stjórn vantrausti, a.m.k. í eitt ár.
Allir vita, sem vilja vita, að tillögur Framsóknarflokksins um skuldalækkanir íbúðalána munu ekki komast til framkvæmda á næstu árum, verði þær nokkurn tíma að veruleika, enda mun í fyrsta lagi taka langan tíma að ná samningum við kröfuhafa gömlu bankanna um eftirgjöf á eignum sínum til ríkissjóðs og í öðru lagi mundi líka taka langan tíma að ganga frá skuldalækkununum, enda nokkuð flókið mál sem ekki hefur verið útskýrt af Sigmundi Davíð, eða öðrum Framsóknarmönnum, hvernig á að útfæra.
Þetta er því lúmskt útspil Sjóræningjanna til að sýna fram á að tillögur Framsóknarflokksins eru óframkvæmanlegar á einu ári og því er tillagan um minnihlutastjórnina einungis háð og spott í garð Framsóknarflokksins.
Minnihlutastjórn möguleg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki Birgitta að hæðast að sjálfri sér, þótt hún kanski átti sig ekki á því sjálf.Það getur engin stjórn treyst Pírötum og allra síst dettur Sigmundi Davíð það í hug.Það er allt eins hægt að segja að hann sé að gera grín að henni með því að tala við hana.Samt held ég að hann hafi frekar gert það af góðmennsku.
Sigurgeir Jónsson, 1.5.2013 kl. 20:44
Þú vanmetur hina alþjóðalega frægu og virtu Birgittu Jónsdóttir, sem er heimsfræg mannréttindabaráttukona, vanmetin af samlöndum sínum, sem einn frægasti heimildarmyndargerðarmaður heims og margverðlaunaðasti er nú með kvimynd í vinnslu um, og sem er reglulegur gestur bæði á mikilvægustu ráðstefnum tölvuheimsins og fleiri, og sem er fulltrúi flokks sem er alþjóðlegur og hefur samtals hundruðir þúsunda í mörgum löndum, öllum heimsálfum og fulltrúa meðal allra menningarheima, flokk hugsjónafólks sem vill vinna að því að vernda lýðræðið, styrkja framgang þess og vernda og auka frelsi einstaklingsins, en þetta er hjartsláttur Píratahreyfingarinnar. Þú vanmetur ekki síður hinn hámenntaða og stórglæsilega fulltrúa Íslands Sigmund Davíð, sem hefur aðgang að jafn stóru tengslaneti og Birgitta, sem vinnur að sömu markmiðum og Píratahreyfingin. Meira segi ég ekki.
Eiríkur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 21:01
Titillinn er Kapteinn, ekki óbreyttur Sjóræningi :) Sjónræningja titillinn er afþví að þetta var uppnefni sem aðrir bjuggu til um hugsjónafólk í anda Pírata. Fólk sem vill helst láta loka netinu, eða alla vega fylgjast með öllum gjörðum okkar þar, eða alla vega setja á síur eins og Kínverjar og Norður Kóreubúar eru með. Píratar fóru að kalla sig þetta sjálfir frekar en grenja yfir uppnefninu. Sjóræningi getur líka verið tákn fyrir eitthvað allt annað.
Bylgja (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 21:05
ég er ekki viss um að Birgitta sé að hæðast af framsókna þarna. þeir sjálfir eru búnir að segja að þessi leiðrétting taki stuttan tíma og þá er ekki verið að tala um nokkur ár. 6 - 9 mán kannski en ekki meira
Rafn Guðmundsson, 1.5.2013 kl. 22:07
Ekki kemur það nú ekki sterkt upp í minnið að Framsóknarmenn hafi nokkurn tíma sett ákveðin tímamörk á þetta. Þeir hafa yfirleitt farið í kringum málið eins og köttur í kringum heitan graut, bæði hvað varðar tímamörk og útfærsluna á skuldalækkuninni.
Hitt er svo annað mál að fjöldi fólks stendur í þeirri meiningu að það fái stórkostlega skuldalækkun nánast um leið og ný ríkisstjórn verður mynduð. Þeir verða margir sem munu ókyrrast þegar þeir uppgötva sannleika málsins.
Axel Jóhann Axelsson, 1.5.2013 kl. 22:19
algjörlega sammála - "Þeir verða margir sem munu ókyrrast þegar þeir uppgötva sannleika málsins"
Rafn Guðmundsson, 1.5.2013 kl. 22:49
Hann er svona lítið loginn,að uppgötvast,! Skaðar ekki herskáa þjóðernissinna.
Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2013 kl. 01:02
Fáið Birgittu til að fá alla tölvukallana til Íslands. Þessa sem eru að taka við, ekki hina sem eru að fara að dala. Styrkið skapandi greinar og hugbúnað. Þá lagast þetta allt. Framúrstefnulegt Ísland, Paradís þeirra sem vilja halda áfram veginn fram á við. Fáið kallinn sem ætlar að endurreisa bókasafn Alexanderíu. Birgitta þekkir hann líka. Fáið hann til að gera það á Íslandi. Sigmundur notar svo bara samböndin sín, og, já, ef hugrekkið er til staðar er hægt að fá nýtt Ísland á 6 mánuðum. Það er svo auðvelt það væri hægt að hlægja að því. Þetta er engin Bandaríkin að stærð eða Kína. Þetta er pínu lítið og auðviðráðanlegt land. Þetta er engin Sovétríki fyrrum eða Þýskaland. Fólkið hér er ekki að varpa að sér skelfilegu fortíðaroki með sálarflækjur og hræðilegar óborganlegar blóðskuldir við aðrar þjóðir. Þetta er engin Jógóslavía þar sem þarf að stilla saman ólík þjóðarbrot, heldur eitt mesta fábreytnissamfélag heims hvað það allt varðar. Að breytingar þurfi að taka langan tíma á Íslandi, eins langan og hjá stórum og flóknum þjóðum með hræðileg aldagömul vandamál, er LYGI, 100% LYGI sem enginn trúir sem sest aðeins niður og hugsar. Lygi sem lítil sjálfskipuð meint elíta hefur verið að halda hér fram síðan Danir réttu maðkétið brauð að landanum. Afþví "svona verður þetta bara að vera" og "hlutirnir taka tíma" ÞAÐ ER LYGI!!!! LYGI!!!! VAKNIÐ!!!!! Birgitta og Sigmundur, léttið okinu af fólkinu!
ITK (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 02:28
Ég verð að vera sammála ITK.
Það tekur engan óra tíma að skrifa á blað að verðtrygging sé ólögleg, ja í það minsta frá deginum sem það er skrifað.
Svo held ég að Kýpur hafi sýnt það í verki, að það er hægt að féfletta hrægamasjóði og auðmanna elítu með nokkrum línum á blaði. Ekki bara það heldur var það gert með blessun frá Berlín í gegnum Brussel.
Þannig að þetta; þessi heimilisvandamál ættu að vera búið og gert, ekki seinna heldur en næstu áramót.
Þeir sem reina að telja fólki í trú um að þetta taki svo langan tíma eru að ausa haugalýgi yfir fólkið af því að þeir eru að vernda eitthvað sem hentatar þeim.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 2.5.2013 kl. 13:25
Að ná peningum af Hrægömmunum er einfalt mál, en það verður ekki gert með samningum. Ef menn einblína á samninga, þá geta menn eins gleymt málinu. Einfaldasta leiðin og líklega sú eina færa er að skipta út sýndarpeningnum Krónunni fyrir alvöru peninginn Ríkisdal. Þetta hef ég oft bent á og nú síðast hér:
Að bræða Snjóhengju og slökkva eignabruna er auðvelt með fastgengi
Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 2.5.2013 kl. 16:59
Ætli Brussel hafi ekki lagt til inneignaskattinn á Kýpur vegna þess að mest af þessum stóru upphæðum eru í eigu rússneskra mafíósa. Allavega var afstaða Brussel allt önnur til innistæðna Breta og Hollendinga í Icesave.
Svo er reyndar sagt að eigendur a.m.k. helmings krafna í þrotabú gömlu bankanna séu bankar og fjármálastofnanir og hinn helmingurinn í eigu vogunarsjóða. T.d. er sagt að Deutse Bank sé stór kröfuhafi og ætli Brussel komi ekki til með að standa með slíkum banka, þegar til alvörunnar kemur.
Líklegast er að semja þurfi um útgöngu kröfuhafanna með eignir sínar úr landi og enginn getur fullyrt að slíkt geti gerst á næstu mánuðum, enda langt í land með að öll kurl séu til grafar komin með endanleg uppgjör þrotabúanna.
Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2013 kl. 18:40
Aumt er sjá skrif tapara kosninganna sjálfstæðismennina !
Alltaf hugsað það versta um náungan sérstaklega ef hann tilheyrir ekki sjálfstæðisflokknum !
Annað sem skrifarinn sem á þessa síðu kemur upp um sig , hvað hann veit lítið !
Skrifin um Birgittu og Pírata segir allt á hvaða stað hann er , ÚTI Á TÚNI !!
Einhver ,,saga" um sjálfstæðisflokkin er í besta falli ágæt á þjóðminjasafninu !
JR (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 20:15
Alltaf gaman að sjá fyndnar athugasemdir, eins og þessi frá JR á að vera, þó húmorinn sé af allra slökustu tegund.
Í öllum kappleikjum telst sá vera sigurvegari sem skorar flest stig eða mörk. Í kosningum er barist um atkvæðin og sá flokkur sem flest atkvæðin fær er sigurvegari hverrar kosningar. Í nýafstöðnum kosningum fékk Sjálfstæðisflokkuinn flest atkvæði og er því að sjálfsögðu hinn eini sanni sigurvegari.
Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2013 kl. 20:19
Þú sem hefur lifað þetta lengi og þekkir söguna um sjálfstæðisflokkinn , sem ég segi eigi í besta falli að vera á þjóðminjasafninu, veist að þetta fylgi er ekki sigur sjálfstæðisflokksins !
Þú þarft að fara lesa um nýja strauma og um nýja tækni ( þar kemur verkþekking og vinna sér vel ), svo þú vitir hvar andstæðingar þínir í pólitík eru ! Þekking þín á pírötum og hugsandi fólki ætti að örva þig í leit að einhverju merkilegri iðju , en að skrifa tóma vitleysu um ímyndaða pólitíksa andstæðinga !!!
JR (IP-tala skráð) 2.5.2013 kl. 20:30
JR heldur áfram með aulafyndnina og ekki skánar húmorinn. Ef flest stig í kappleik telst ekki vera sigur, þá væri fróðlegt að fá skýringu á því hvernig sá sem skorar næst mest getur talist hafa sigrað í keppninni.
Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2013 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.