Tapsár Ólína

Ólína Þorvarðardóttir náði ekki endurkjöri til Alþingis, enda tapaði Samfylkingin ellefu af tuttugu þingmönnum sínum, sem engan þyrfti að undra eftir frammistöðu flokksins í ríkisstjórn síðustu fjögur ár.

Ólína kennir öllum öðrum en sjálfri sér um tapið og segir m.a. að samstarf stjórnarmeirihlutans hafi einkennst af ráðaleysi, baktjaldamakki og hljóðskrafi og ekki verður annað ályktað en að hún hafi sjálf verið þátttakandi í því öllu sem einn af þingmönnum ríkisstjórnarinnar.

Kannski ætti Ólína að láta af hnjóðinu í annarra garð og líta í eigin barm og leggja niður fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið hún sjálf sem átti jafn mikinn, eða jafnvel meiri, þátt í ósigrinum og aðrir samflokksmenn hennar.

Ekki verður nýr formaður Samfylkingarinnar öfundsverður ef Ólína og hennar líkar halda áfram að níða hann niður og halda uppi sundrungu í flokknum, eins og hingað til. 


mbl.is Ráðaleysi, baktjaldamakk og hljóðskraf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún mun líklega aldrei þekkja sinn vitjunartíma enda partur af hryðjuverkastjórnmálunum. Mikið óskaplega er ég glaður að hún sé farinn af þingi.

Björn (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 15:03

2 identicon

Ólína hnakkreifst við forseta Alþingis og samflokkskonu sína - í beinni útsendingu. Var það til að sýna þjóðinni dæmi um samheldni innan Samfó?

Almenningur (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 15:11

3 identicon

Vona bara að við fáum sterka stjórn

og trúi því þangað til annað kemur í ljós

að komin sé ný kynslóð stjórnmálamanna

sem stundar sættir í stað víga 

og þar er ekki pláss fyrri Ólínu

Grímur (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 15:17

4 identicon

Enn gleymir Ólína og aðrir samfylkingarmenn að þeir voru í s.k. Hrunstjórninni.

En það sem fór með samfylkinguna, að þeir stôðu ekki sameinaðir á bak við nýjan formann og unnu því gegn eigin flokki. Sama gerðist í sjálfstæðisflokknum, en menn áttuðu sig eftir hið fræga viðtal við Bjarna og sameinuðust um formanninn

Lara (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 15:19

5 identicon

ah er druslan hun Olina sar nuna.

veistu..eg bara vorkenni henni ekkert. (og held engin geri tad) :p

Agnar Smári (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 15:38

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ohh, maður fær ánægjuhroll og gæsahúð við að hugsa út í, að Ólína Þorvarðardóttir og ESB-Magnús Orri Schram náðu ekki endurkjöri til Alþingis!

Jón Valur Jensson, 28.4.2013 kl. 16:50

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón Valur, en söknuðurinn er hins vegar mikill vegna Álheiðar og Marðar, eða þannig.

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2013 kl. 23:37

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hahaha! Góður þessi!

Jón Valur Jensson, 29.4.2013 kl. 03:02

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki man ég til að Ólína hafi lagt mikið af mörkum til hjálpar Samfylkingunni í kosningabaráttunni og bý ég þó í hennar kjördæmi.

Það var engu líkara en hún og reyndar fleiri frambjóðendur Samfylkingar, hefðu það að markmiði að láta sem minnst fyrir sér fara í kosningabaráttunni. Að þessir frambjóðendur hafi ákveðið að láta hinn nýja formann sinn taka á sig skellinn og skömmina og þykjast síðan vera verðug til að taka við af honum.

Það gleður vissulega hjörtu okkar hér í kjördæminu að Ólína skuli ekki hafa náð kosningu og von okkar að hún láti a.m.k. okkur í friði og velji sér annar kjördæmi, ef hún telur sig hafa mannkosti til að gera aðra tilraun, að fjórum árum liðnum. Jafnvel hörðustu kratar í mínu kjördæmi gleðjast yfir að við skyldum ná að hrista hana af okkur!

Gunnar Heiðarsson, 29.4.2013 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband