Síðasti naglinn í kistu stjórnarskrárfrumvarpsins?

Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar af ýmsum sviðum unnið að smíði líkkistu hins andvana fædda stjórnarskrárfrumvarps, sem sttjórnskipuð nefnd fæddi af sér eftir stutta meðgöngu.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þó fram til þessa neitað að gefast upp á að endurlífga krógann, en nú hefur Feneyjanefndin rekið síðasta naglann í kistuna og verður ekki annað séð en að ekki verði lengur hægt að fresta útförinni.

Í fréttinni kemur m.a. fram um álit nefndarinnar:  "Feneyjarnefndin segir að verði tillögurnar samþykktar sé hætta á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem geti valdið alvarlegum vandræðum við stjórn landsins."

,Varla getur það hafa verið vilji nokkurs manns að  flækja stjórnkerfi landsins  og valda meira þrátefli og ósöðugleika frá því sem nú er.  Því verður ekki einu sinni trúað upp á Jóhönnu Sigurðardóttur og aðra flækjufætur, sem ásamt henni hafa fram til þessa neitað að kistuleggja líkið.

Hjá því verður þó ekki vikist lengur. 


mbl.is Flókin ákvæði í stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Jóhanna kemur ekki upp orði fyrir geðshræringu og reiði og lætur ekki ná í sig, en hún hefur talsmann til að svara fjölmiðlum, Valgerði Bjarnadóttur sem kemur sjálf vart upp orði í samhengi en hún reynir þó af öllum kröftum. Rök Valgerðar fyrir frumvarpinu eru heyranlega engin, en greina má úr orðasýnihornum sem út úr henni koma að hún er ósátt við þau arfafúlu leiðindi að lögfræðingar hafi þá smámunasemi til siðs að vilja fara eftir lögum, og sami ósiðurinn hrjái þessa útlensku lögfræðinga sem fóru yfir stjórnarskrá tillöguna.

En það skiftir Valgerði engu að rústa stjórnkerfi heils lands, Prúðuleikararnir sem margir stjórnarliðar minna æ meira á í útliti á eru eins og djúpvitrir spekingar við hliðina á þessum vesalingum sem geta ekki stjórnað landinu.

Sólbjörg, 12.2.2013 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband