Grín og gaman hjá Samfylkingunni?

Samfylkingin hefur setið í ríkisstjórn í fjögur ár með VG og allan tímann hefur logað ófriðarbál innan flokkanna sjálfra (sérstaklega VG), milli þeirra innbyrðis og ekki síst af hálfu beggja stjórnarflokkanna í garð stjórnarandstöðunnar, en við hana hefur alls ekki mátt ræða um eitt eða neitt allt kjörtímabilið.

Þessu stríðsástandi virðist meira að segja Samfylkingin vera orðin leið á, ef marka má ályktun landsfundar hennar, en þar segir m.a:  Augljós þörf er fyrir bætt vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum og nýja samskiptahætti. Þar vill Samfylkingin slá nýjan tón. Jafnaðarmenn vilja hvetja til samstarfs um mikilvæg hagsmunamál þvert á flokka og leggja áherslu á vandaða umræðu og víðtækt samráð við undirbúning mikilvægra ákvarðana.“

Bragð er að, þá barnið finnir, sagði kerlingin og því hlýtur að mega reikna með að Samfylkingin ætli nú að taka upp algerlega ný vinnubrögð þá tuttugu þingdaga sem eftir eru af kjörtímabilinu og leita eftir víðtækri sátt um þau mál sem stjórnin hefur verið að reyna að þvinga í gegn um þingið undanfarið, t.d. stjórnarskrármálið, fiskveiðistjórnunina og skuldavandann svo örfá atriði séu nefnd af þeim hátt í tvöhundruð málum sem bíða afgreiðslu.

Ef halda á uppteknum háttum við þingstörfin, verður að líta á stjórnmálaályktun landsfundarins eins og hvert annað grín og gaman sem eingöngu hefur verið til að skemmta fundarmönnum. 


mbl.is Augljós þörf fyrir bætt vinnubrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef skuldavandi heimilana er ekki númer eitt mál á þessum síðustu dögum fyrir þingrof, þá eru þetta innann tóm orð hjá Samfylkinguni.

Stjórnarskrá og fiskveiðistjórnunin geta beðið til næsta þings svo að hægt sé að ganga frá þessum málefnum á réttann hátt, en ekki í einhverju síðustu mínútna vitleysu.

Þess vegna á Alþingi að einbeina sér að einu máli og því mikilvægasta, "skuldavanda heimilana."

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 18:14

2 identicon

Hefur þetta ekki heyrst áður hjá þessum flokki. Í upphafi kjörtímabilsins var sett á fót sáttanefnd til að vinna að tillögum að nýju kvótakerfi í sjávarútvegi. Ótrúlegt en satt þá komst nefndin að niðurstöðu. Niðurstöðunni var hinsvegar hennt því hún féll Jóhönnu ekki í geð.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 20:33

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Samfylkingin hefur frá hruni leitað allra raunhæfra leiða til að taka á skuldavanda heimilanna. Það er ólíkt flestum þeim sem hrópa hæst um það mál og væna ríkisstjórnina um að hafa svikið loforðið um skjaldborg um heimilin. Til að lausnir geti talist raunhæfar þurfa þær bæði að standast stjórnarskránna og vera innan fjárhagslegs svigrúms ríkissjóðs. Engin þeirra tillagna sem þeir hafa komið fram með sem hæst hafa hrópað í þessum málum standast bæði þau skilyrði. En það er sorglegra en tárum taki að miðað við skoðanakannanir munu innantóm loforð um óframkvæmanelgar lausnir ná eyrum kjósenda og draga til sín atkvæði þeirra. Vonbrigði þeirra sem láta þau ráða atkvæði sínu verða þeim mun meiri ef þeir aðilar komast í stjórn því þá munu þeir upplifa sig svikna þegar óframkvæmanleg kosningaloforðin verða ekki efnd. En væntanlega munu afsakanir þessara manna vera á þann veg að tækifærið hafi farið úr greipum okkar vegna aðgerðaleysis síðustu ríksstjórnar, það hafi verið hægt að fara þessar leiðir en ekki lengur.

Sigurður M Grétarsson, 3.2.2013 kl. 21:08

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það eru engir erfiðleikar að hjálpa heimilunum.

Afnema verðtrygginguna.

Ef það er of stór biti að afnema verðtrygginguna, þá má byrja með að setja öll húsnæðislán í sömu aðstöðu og þau voru fyrir þetta hrun svokallað.

Ef þetta er ekki gert þá er verið að hlífa auðmanna elítuni og rústa heimilunum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 3.2.2013 kl. 21:22

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann Krisrtinsson. Gallinn við þessar aðgerðir sem þú nefnir hér er sá að engin þeirra stenst eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þar með hafa stjórnvöld einfalega ekki valdheimildir til að fara neina þessara leiða gagnvart þegar teknum lánum. Það skipir því engu máli hverjir verða í meirihluta eftir kosningar, þeri geta ekki farið neina af þessum leiðum sama hverju þeir lofa núna. Reyni stjórnvöld það þá verða þau einfallega gerð afturreka með þær af Hæstaétti og þannig gætu þau skaðað ríkissjóði tug eða hundruð milljarða skaðabótaábyrð.

Það er einmkitt þetta sem lýðskrumið hefur gengið út á seinustu ár. Stjórnvöld eru vænd um að standa ekki við loforðið um skjaldborg um heimilin vegna þess að þau hafna því að fara ófærar leiðir. Það er alveg með ólíkindum hvernig almenningur fellur fyrir slíku lýðskrumi og virðist ætla að kjósa flokka sem eru með kosningaloforð sem útilokað er að standa við.

Sigurður M Grétarsson, 4.2.2013 kl. 08:16

6 identicon

Sigurður ertu þá að segja að skjaldborgin hafi verið loforð sem aldrei stóð til að standa við. Núverandi stjórnarskrá var í gildi þegar hún kom fram og eignarétta ávæði hennar þokkalega þekkt.  Einhver hugsun hlýtur að hafa verið á bak við þetta loforð??

itg (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 11:28

7 identicon

Sigurðir, í upphafi þegar gengið var frá yfirfærslunni á milli hina nýju og gömlu bankanna voru góð tækifæri í að gera eitthvað róttækt í skuldamálunum. Þessi tækifæri voru hinsvegar ekki nýtt. Í raun er það óskyljanlegt afhverju það var ekki gert.  Í Japan er búið að ríkja kreppuástand síðan frá níunda áratugnum. Almennt eru hagfræðingar sammála um að ástæðan fyrir þessum langa samdrættisé að ekki var tekið á skuldamálum japana þegar þarlendir bankar lentu í vandræðum á sínum tíma.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.2.2013 kl. 12:30

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Stefán Örn. Það er einfaldlega rangt að það hafi skapast einhver tækifæri við söluna á lánasöfnunum frá gömlu bönkunum til nýju bankanna. Þeir afslættir sem gefnir voru frá nafnverði þeirra lánsafna voru til að mæta töpuðum kröfum og réttaróvissu með gengistryggð lán. Þeir samningar voru með endurskoðunarákvæði árið 2012 þar sem þá átti að verðmeta lánasöfnin endanlega þegar betri upplýsingar lægju fyrir þar. Það lá því ekkert fyrir um það hvort eitthvað stæði aftir af þeim afsláttum sem veittir voru á lánasöfnunum til að mæta þessum kröfum þegar búið væri að klára það mál.

Reyndar skilst mér að ekki sé enn búið að klára uppgörið milli gömlu og nýju bankanna og því engan vegin hægt að tala um eitthvað svigrúm til lækkunar á innheimtanlegum kröfum.

Það er því alveg á tæru að það skapaðist ekkert svigrúm við þessa yfirfærslu og því ekki til staðar neitt svigrúm sem hægt hefði verið að nýta en var ekki nýtt.

Sigurður M Grétarsson, 4.2.2013 kl. 15:25

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Meiri hluti húsnæðislána er lán frá Ríkissjóði, þau lán sem voru hjá einkafyrirtækjum gat Ríkissjóður keypt af einkafjármálastofnunum.

Byrjunin var sem sagt þessi; lög set á við bönn á verðtryggingarlánum frá og með segjum 1. jan 2010.

Og svo var nú líka hægt að setja í lögin ef að einkalánastofnun vildi ekki endurnýja lánasamninga á óverðtryggðum lánum, þá væri hægt að fara í Lánasjóð Ríkissins og endurnýja lánasamninginn þar.

En af því að þú fórst að bendla Stjórnarskráni inn í þetta, að þá má benda á að það er í lögum að lánveitandi á að setja í lánasamninginn heildar upphæð sem lántaki á að greiða yfir allan lánstíman. Sem sagt; höfuðstól, vexti, verðtryggingu og önnur gjöld og ber lántaka ekki að greiða meira en heildarupphæð lánsins kveður á.

Þetta ákvæði hefur ekki verið framkvæmt, af því að lánastofnanir vita ekki hvað verðbólgan verður mikil á 30 árum.

En þá kemur spurningin; er ekki verðtryggð lán ólögleg vegna þess að lánastofnanir með verðtryggðusamningana fara ekki eftir lögum og setja ekki inn heildarupphæð lána inn í samningana?

En auðvitað var hægt að afnema verðtrygginguna ef viljin var fyrir hendi, en Samfó er í eigu auðmanna elítunar og Jón Ásgeir keypti flokkin þegar hann átti fyrir diet coke og eitthvað með því.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 4.2.2013 kl. 15:28

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Itg. Það stóð alla tíð til að efna þetta loforð og það hefur verið gert. Stjórnvöld hafa farið í ótal aðgerðir til að bæta stöðu skuldugra heimila sem hafa bjargað þúsundum heimila frá alvarlegum greiðsluvandræðum og að missa heimili sín. Þessi úrræði nýttust mörgum mjög vel þó ýmsir hafi gert lítið úr þeim og sagt þau gagnlaus og þannig blekkt mörg heimili til að nýta sér ekki úrræði sem hefðu getað gagnast þeim. Sök þessara aðila er því mikil.

Til að nefna nokkur dæmi um úrræði fyrir skuldug heimili má nefna greiðslujögnunarvísitölu, hækkaðar vaxtabætur, greiðsluaðlögun, greiðsluskjól, bann við ajðför að íbúðahúsnæði í hátt í um tvö ár til að gefa fólki færi á að leita úrræða til lengri tíma, 110% leiðina og svo framvegis. Allt voru þetta leiðir sem gögnuðust mörgum þó þær hafi ekki gagnast öllun enda útilokað að bjarga öllum.

Þessu til viðbótar var óhjákvæmilegum skattahækkunum og sparnaði í ríkisútgjöldum forgangsraðað þannig það bitnaði minnt á þeim sem lakast standa. Það gekk þannig að þegar skoðað var hvernig hrunið hafði leikið íslensk heimili kom í ljós að ráðstöfunartekjur tekjulægstu heimilanna höfðu lækkað um 9% en 30% hjá tekjuhæstu heimilunum. Því hefur byrðum hrunsins verið dreift með þeim hætti að standa skjaldborg um tekjulægstu heimilin.

Það hefur því verið staðið við loforðið um skjaldborg um heimilin þó sumir sem hátt hafa haldi öðru fram.

Sigurður M Grétarsson, 4.2.2013 kl. 15:34

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það má til að koma því hér að, að það er ekki verðtryggingin sem slík sem er höfuðvandamálið. Bölvaldurinn er verðbólgan sem enginn virðist hafa áhuga á að berjast gegn og svo auðvitað vaxtaokrið. Það er algert okur að leggja 5-10% (jafnvel hærri) vexti á verðtryggð lán. Slíkir vextir ættu alls ekki að vera hærri en 2-2,5%.

Svo lengi sem launavísitala hækkar meira yfir lánstímann en neysluverðsvísitalan væri verðtryggingin ekki að setja fólk í verri stöðu en það var þegar lán var tekið og það hefur verið raunin undanfarna áratugi, að undanskildum árunum frá hruni en það mun væntanlega jafna sig aftur á næstu árum, verði stjórnarstefnan betri en hún hefur verið undanfarin fjögur ár.

Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2013 kl. 16:04

12 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sigurður þetta má vera þín skoðun á málinu, en það breitir því ekkert að Jóhanna Sig. og hennar hyski lofaði að taka á verðtrygginguni enda var hún búinn að tala um afnám veðtryggingar í mörg ár.

Eins og ég benti á í athugasemd 9, þá er verðtrygginginn sennilega ekki lögleg, ég segi sennilega af því að ég er ekki lögfræðingur.

Þegar bankarnir þrír Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn (GKL) voru settir á hausinn, þá var gullið tækifæri að losna við verðtrygginguna af því að lán GKL voru seld til annara fyrirtækja með gífurlegum afslætti.

Ég hef nú notað þessa aðstöðu sem hefur gerst hjá mínu skyldmenni: Tekið var 5 miljóna lán fyrir íbúðarkaup fyrir rúmmum tuttugu árum, Alltaf hefur verið greitt af þessu láni á tíma, en hvar stendur höfuðstóllinn í dag? Tæpar 8 miljónir og þú Sigurður heldur því fram að verðtrygginginn hafi einhvern rétt á sér. Kanski fyrir auðmanna elítuna, en alls ekki fyrir hinn almenna borgara.

Ef viljinn er fyrir hendi þá er hægt að losna við verðtrygðlán, en auðvitað verður að vera vilji fyrir hendi að gangast í það að afnema verðtrygginguna.

Það sem þú ert að benda á, þessar aðgerðir eins og til dæmis 110% aðferðin er enginn langfarandi lausn á skuldasúpu heimilana.

Af hverju ekki?; VERÐTRYGGINGIN kemur þessum heimilum í nákvæmlega sömu stöðu mjög fljótlega að lántakar hafa ekki efni á að greiða af lánunum.

Ekki bera það á borð við einn eða neinn Sigurður að ekki sé hægt að losna við verðtrygginguna af því að það væri brot á Stjórnarskrá, ég hef aldrei heyrt aðra eins fyrru.

Ég fer að halda að þú Sigurður sérzt málgagn fjármála elítunar að bera svona fram, en ég vona ekki. Heldur sérzt þú tilbúinn að taka því sem algjörum sannleika sem auðmanna elítan segir þér án þess að skoða það nánar.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.2.2013 kl. 18:32

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhann, hvað kostaði íbúðin sem fimm milljóna króna lánið var tekið út á fyrir tuttugu árum og hvað fæst fyrir hana í dag? Hvert var meðalmánaðarkaup fyrir tuttugu árum og hvað væri það hátt í dag? Allt skiptir þetta máli og eins má benda á að þegar greitt er af annuietsláni, þ.e. jafngreiðsluláni, byrjar höfuðstóllinn ekki að lækka að ráði fyrr en á seinni helmingi lánstímans. Það er hins vegar óviðkomandi verðtryggingunni, heldur vegna þess að afbogunum og vöxtum er jafnað út allan lánstímann.

Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2013 kl. 19:25

14 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Axel Jóhann þessi spurning kemur upp hjá summum og þá aðallega auðmanna elítuni, en taktu það ekki sem svo að ég sé að bendla þér við auðmanna elítuna.

Ég hef nú tekið lán hér í BNA 30 ára lán, og þegar ég tók lánin þá voru eignirnar $142,500 og $44,900 sem ég hafði út allan lánstímann 30 ár.

Til að byrja með þá var lítið sem var dregið af höfuðstól af þvi að lánið var nýtt og mest af afborgunum fór í vexti. En samt sem áður þá lækkað höfuðstóllinn við hverja afborgun og þessvegna urðu vaxtagreiðslurnar minni og það sem drógst af höfuðstóll meiri.

En aldrei á þessum 30 árum fór höfuðstóllinn upp aldrei.

Þegar ég tók lánið fyrir $44,900 eignini þá var gallon af benzíni undir ¢80 en nú er það yfir $3.00 eignin var metinn á yfir $200,000 fyrir nokkrum árum, en það var enginn verðtrygging.

Lán $142,500 var tekið þegar gallonið af benzíni var um $1.50 en eins og ég sagði áður nú er gallonið yfir $3.00.

Eignin fór í yfir $300,000 fyrir nokkrum árum en það var enginn verðtrygging á láninu, ég greiddi lánið upp á 12 árum í staðinn fyrir 30 árum en þurfti ekki að greiða neinar sektir eða 30 ára vexti, sem sagt borgaði vexti í aðeins 12 ár og það sem var eftirstandandi af höfuðstól.

Það er búið að innstimpla þessu í fólk á Íslandi að af því að kaupið hækkar og eignirnar hækka í verði að þá eigi auðmanna elítan að taka hagnaðinn.

Eins og ég talaði um í athugasemd 9 þá þurfa lánadrottnar hér í BNA að setja in upphæðina sem lántaki þarf að greiða ef lántaki hefur lánið út allt tímabilið.

Á eignini sem ég keypti á $142,500 hefði ég greitt lánagefanda $360,000 rétt rúmlega á 30 árum. Finst þér ekki að það sé nógur hagnaður fyrir lángefanda?.

Ég tek undir með þér Axel Jóhann að því betur sem að land getur haldið í verðbólgudrauginn því betur kemur landið út í sínum fjámálum, Ríkissjóðir og landsmenn.

Er ekki sangarnt að eignin mín sé í því verði sem ég var búinn að greiða fyrir hana höfuðstól og vexti?

Kaupið mitt þegar ég keypti $44,900 eignina þá var mánaðarkaupið mitt $2,800 í dag er það $6,000 en samt er ekki verðtrygging og bankarnir græða nógu mikið að þeir geta gefið stóra bónusa til sinna starfsmanna.

Ég hef aldrei heyrt að vel rekinn banki hafi farið á hausinn, heldur eru það bankar sem taka óraunhæfar áhættur.

Af hverju eru einu fyrirtækin á Íslandi sem velta sér í miljarðagróða einkareknar lánastofnanir?

Má ég gefa mína skoðun á því, VERÐTRYGGINGIN.

Þetta er eina landið Ísland sem er að fikta við verðtryggð lán og það er loksins farið að sýna sig að verðtrygginginn á húsnæðislánum er að éta heimilin, af hverju heldur þú að það séu vaxtarbætur á Íslandi?

Má ég láta mína skoðun í ljós; VERÐTRYGGINGIN, heimilin hafa ekki nógar tekjur til að greiða af lánunum.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.2.2013 kl. 20:12

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhann, auðvitað er verðtryggingin gallagripur og óæskileg en í mínum huga er verðbólgan fyrst og fremst skaðvaldurinn og vaxtaokrið hér á landi svívirðilegt og gegn því ætti að berjast með öllum ráðum.

Axel Jóhann Axelsson, 4.2.2013 kl. 20:24

16 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Axel Jóhann.

Ég held að við séum sammála að verðbólgan og verðtrygging eru "the evil twins." Ef verðbólgan hækkar að þá hækkar verðtryggingin og af því að verðtryggingin hækkar þá hækkar verðbólgan o.s.fr, endalaus vítahryngur og þeir einu sem koma út úr þessu smelling like a rose er auðmanna elítan.

En ef önnur þjóðfélög nota ekki verðtryggingu á lánum, þá hlýtur eitthvað að vera rangt við verðtrygginguna, eins og íslendingar eru að komast að núna, af því að það er enginn verðtrygging á launum, þá enda lántakendur með því að geta ekki greitt af lánunum.

Þess vegna er Ríkið að greiða vaxtabætur, en þetta gengur bara ekki upp af því það eru skattgreiðendur sem greiða þessar vaxta bætur og til að fá nóg í kassann þá þarf að hækka skatta til að greiða sí hækkandi vaxtabætur.

Þar af leiðandi vegna hærri skatta hafa lántakar minna á milli handana og þurfa hærri vaxtabætur frá Ríkinu, eins og sjá má að verðtrygging gengur bara ekkert upp.

Vextir ættu að fara eftir hvað er mikil eftirspurn um lántökur, ef að vextir verða svo háir að lántaki getur ekki greitt afborganir af láninu, þá ætti lántaki ekki að fá lánið.

Ef vextir eru svo háir að engin getur tekið lán að þá verða lánveitendur að lækka vextina, af því að lanveitingar eru aðal innkoma lánastfnana.

En ég er sammála þér með verðtryggingu, þá ættu vextir að vera undir 1%.

En í það minsta þá held ég að við getum verið sammála um að "the evil twins" þrífast af hverjum öðrum og verða feitari og feitari.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 4.2.2013 kl. 21:39

17 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann Kristinnsson. Það er ekkert í stjórnarskránni sem kemur í veg fyrir að stjórnvöld banni verðtryggingu á nýjum lánum. Hún kemur hins vegar í veg fyrir að stjórnvöld geti afnumið verðtryggingu á þegar teknum lánum nema í staðin komi eitthvað annað sem tryggi það að lánveitendur séu jafnsettir á eftir. Það eitthvað annað væru þá hærri nafnvextir sem næmu verðbólguinni. Það hækkar þá greiðslubyrðina verulega sem er ekki það sem fjölskildur í greiðsluvanda þurfa.

Þetta á líka við um lánin sem nýju bankarnir keyptu af þeim gömlu. Verðið á lánasöfnunum miðaðist við óbreyttan lánasamning með afsláttum vegna væntanlegs greiðslufalls lántaka. Allar breytingar á þeim í þá átt að létta á lántökum sem gátu greitt af lánum sínum hefði því orðið beinn kostnaður fyrir skattgreiðendur og það sama á að sjálfsögðu við lán Íbúðalánasjóðs. Staða ríkissjóðs var ekki þannig á þeim tíma né heldur í dag að geta tekið slíkt á sig.

Það er ekki og hefur aldrei verið möguleiki til flatrar lækkunar á innheimtanlegum lánum heimilanna öðruvísi en að skattgreiðendur greiði þann kostnað að mestu eða öllu leyti. Hugsanlega hefur verið færi á að koma hluta kostnaðarins yfir á lífeyrisþega. Engin fullyrðing um annað hefur haldið vatni.

Hvað varðar stöðu lántaka eftir að hafa fengið lækkun á grunvelli 110% leiðarinnar þá hefur bæði húsnæðisverð hækkað meira en vísitala neysluverðs til verðtryggingar þannig að það stefnir ekki í sömu stöðu og áður heldur stefna lánin hraðbyri niður fyrir 100% af verðmæti íbúðanna. Einnig hefur launavístiala hækkað meira en vístala lánanna þannig að hjá þeim sem fylgja almennri launaþróun hefur greiðslubyrði lánanna lækkað sem hlutfall af launum.

Þetta stefnir allti í rétta átt og eins og Axel Jóhann segir þá er verðtryggingin ekki vandamálið heldur verðbólgan og háir raunvextir. Við bætum hvorugt með því að afnema verðtryggingu.

Hvað varðar loforð stjórnvalda um að taka á verðtryggingunni þá man ég reyndar ekki eftir slíku loforði Hitt er annað mál að nú þegar hafa stjórnvöld breytt lögum um Íbúðalánasjóð þannig að hann megi veita óverðtryggð lán. Þeim hjá Íbúðalánasjóði hefur hins vegar ekki tekist að fjármagna slík lán með kjörum sem þeir treysta sér til að bjóða lántökum. Það stendur því ekki á stjórnvöldum að bjóða þeim sem það kjósa upp á óverðtryggð lán. Reyndar bjóða bankarnir óverðtryggð lán og hafa gert í talsverðan tíma þannig að flestir sem vilja frekar óverðtryggð lán geta fengið þau.

Vonandi tekst að fjármagna óverðtryggð lán Íbúðalánasjóðs. Hvert verður þá vandamálið? Ert þú að leggja það til að þeir lántakar sem vilja frekar fá verðtryggð lán en óverðtryggð verði bannað það? Ef svo er hver eru rökin fyrir slíku banni? Á hvern hátt bætir það stöðu lántaka að fækka valkostum þeirra með þeim hætti?

Sigurður M Grétarsson, 5.2.2013 kl. 07:30

18 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gott er að þú viðurkennir að þú hafir ekki farið með rétt mál hvað varðar að afnema verðtrygginguna og Stjórnarskrána. Heldur var það viljaleysi núverandi Ríkisstjórnar.

Ekki veit ég hvernig heimili koma út úr greiðslumati í dag, það er að segja hvort þau geti tekið lán vegna skattahækkana og hækkana verðlags á nauðsynjavörum, en einvern veginn þá held ég að það séu ekki margir sem komast í gegnum það mat í dag ef þeir eru í greiðslu þröng á núverandi lánum. Þess vegna verður Ríkið að hjálpa til að koma þessu til leiðar. Ríkið er að greiða fyrir þessi lán hvort sem er með vaxtabótum.

Meðan að verðtryggingin er á lánum þá verður verðbólguvandamál, því eitt leiðir að hinu. Almenningur er nú þegar farinn að greiða auðmanna elítuni fyrir þessi verðtrygðu lán hvort þeir séu með lán eða ekki, hversu mörg hundruð miljónir ættli Ríkissjóður greiði í vaxtabætur?

Ef það væri enginn verðtrygging þá er enginn þörf á vaxtabótum og engin ástæða fyrir vaxtabætur.

Ef að lán verða fjármögnuð án verðtryggingu og fastra vaxta þá verður afborgun af láninu alltaf sú sama, vandamálið er leyst. Ef lántaki kemst í gegnum greiðslumat þegar lánið er tekið, þá hefur lántaki engin vandamál með afborganir á láninu, nema ef lántaki missir atvinnu, og það væri hægt að tryggja það.

Verðtryggð lán verða bönnuð, og þess vegna ólögleg eins og gjaldeyris bundnu lánin.

Rökin eru þau að lángefandi verðtryggðra lána getur aldrei gefið lántakanda upp hversu mikil skuldin er út allt lánið það er að segja höfuðstóll, vextir, verðtryggingar álög á höfuðstól og önnur gjöld.

Ef verðtryggð lán væru svona góð og heppileg, þá væru lánastofnanir hér í BNA löngu búin að setja þau í gang.

Vandamálið er að þó að lántaki geti farið í gegnum greiðslumat í dag og getur staðið undir afborgunum, þá er ekkert garentí á því að lántaki geti greitt af láninu eftir 3 ár. Vegna þess að verðbólgan ýtir verðtrygginguni upp og endar með því að lántaki getur ekki greitt mánaðargreiðslurnar af láninu og bankinn tekur eignina. Þess vegna eru vaxtabætur á Íslandi af því að lántakendur geta ekki staðið í skilum við afborganirnar af lánunum án hjálpar.

Það sýndi sig vel hér í BNA að þegar lán sem fólk tók á lægri vöxtum adjustable interest rate heldur en fixed vextir til að byrja með og komust þessvegna í gegnum greiðslumat.

Þegar vextirnir hækkuðu á adjustable vaxta lánunum, þá gátu lántakendur ekki greitt mánaðalegar greiðslu af því að þær hækuð með vöxtunum.

Og havð gerðist, fasteignabólan sprak og fólk missti eignirnar í tugþúsunda tali, veit vel um þetta Las Vegas þar sem ég á heima er Forclosure Capital of the BNA.

Þeir sem tóku lán á föstum vöxtum í 30 ár, alltaf sama upphæð á mánaðargreiðslum, hafa ekki nein vandamál með sýnar greiðslur nema auðvitað ef þeir misstu atvinnuna.

Það verður að setja í lög að það sé engin verðtrygging á lánum og það verða bara leifðir fastir vextir á húsnæðislánum. Annars verður alltaf afborgunarvandamál á lánum.

Mundir þú skrifa undir lán og þér yrði ekki sagt hversu mikið þú átt að greiða til baka Sigurður?

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 5.2.2013 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband