2.2.2013 | 22:45
Fjármálaráðherra Írlands fer með tómt fleipur
Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, hlýtur að vera með fáfróðari ráðherrum Evrópu. Hann uppljóstraði fávisku sinni á fundi þar sem hann hélt því fram að Ísland hefði ekki unnið neinn sigur fyrir Eftadómstólnum, enda hefði sparnaður almennings á Íslandi "þurrkast út".
Samkvæmt fréttinni sagði blessaður maðurinn á fundinum m.a: "Sagði hann að mótmælendur á Írlandi kölluðu eftir því að láta hlutabréfaeigendur éta það sem úti frysi en á Íslandi hefði það átt við um innistæðueigendur. Fólk hafi glatað sparnaði sínum."
Þarna snýr ráðherrann staðreyndunum algerlega á hvolf, því á Íslandi héldu sparifjáreigendur öllu sínu, þökk sé Neyðarlögunum, en stærstur hluti hlutabréfaeigna þurkaðist hins vegar út.
Ekki er líklegt að íslensk stjórnvöld reyni að leiðrétta þessa vitleysu, enda er Írland í ESB og þar má engan styggja.
Ísland vann engan sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt.
Árni Gunnarsson, 2.2.2013 kl. 23:01
Þetta er í raun alveg rétt hjá þeim. Spáðu í hvar þinn sparnaður raunverulega lá og hvar er hann núna? Það er verið að reyna að láta okkur trúa því að eitthvað kraftaverk hafi verið unnið hér með því að verja innistæður vildarvina en það er bara alls ekki rétt.
Ólafur Gíslason, 3.2.2013 kl. 00:40
Ólafur : það er rétt Íslenskar innistæður lækkuðu um 20 til 30 %, enn hinu snýr ráðherrafíflið á haus, og ef þú skilur það ekki þá átt þú bara bágt og ættir að leita þér hjálpar.
Magnús Jónsson, 3.2.2013 kl. 00:57
Hafði einmitt á tilfinningunni að blessaður ráðherrann hefði snúið þessu heldur betur á haus. Alla vega minnir mig að það hafi verið hlutafjáreigendur sem töpuðu en innstæðueigendur höfðu sitt á hreinu. Og var það ekki einmitt þetta sem hluti af Icesave deilunni stóð um? En pólitíkusar hafa oft lag á að hagræða hlutunum eftir því hvað hentar þeirri vitleysu sem þeir gera hverju sinni. Og líklega er það tilfellið hér.
Ómar Bjarki Smárason, 3.2.2013 kl. 01:05
ÓG er bara að bulla. Held að Ómar hafi þetta, pólitíkusar hagræða hlutunum eftir því hvað hentar þeirra málstað hverju sinni, munum það þeir segja nánast aldrei satt og rétt frá!
Björn (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 01:38
Mér sýnist talsvert til í því sem sá írski segir. Sparnaður okkar í bönkum minnkaði um helming vegna gengishruns krónunnar. Þeir sem áttu sparnað í hlutabréfum bankanna misstu allt, þeir sem áttu sparnað í ýmsum sjóðum misstu líka eitthvað. Og að lokum þeir sem fjárfestu í húsnæði og bílum og tóku of mikið af lánum misstu jafnvel enn meira.
Jörundur Þórðarson, 3.2.2013 kl. 01:53
Það var allavega almenningur á Íslandi sem var látinn borga brúsann.
E (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 06:00
Renndi í gegnum þessa grein í Independent og sé að Írar eiga verri stjórnmálamenn en við. Ekki ætla ég okkar mönnum það til hróss en þessi Nóland er greinilega afsprengi Jóhanns prins.
Held að E (hvað sem það er) sem skrifaði: " Það var allavega almenningur á Íslandi sem var látinn borga brúsann." sé í sama rigningarskúrnum og Nónóráðherran. E-ið hefur þó ýmsilegt til síns máls, því við borgum þetta óbeint sem afleiðingu rústabjörgunar. Við borgum þetta samt enganveginn eins og sá írski er að láta sína þjóð gera. Sem betur fer fyrir okkur.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.2.2013 kl. 11:02
Mér finnst Ómar Bjarki nr. 4, útskýra þetta mjög skýrt, og er sammála honum.
Nú þurfa þessir spilltu stjórnmálamenn vítt og breitt um Evrópu að horfast í augu við réttindi almennings. Vonandi hefur Icesave-kosningin á Íslandi vakið almenning í Evrópu til umhugsunar um réttindi kosningabærra borgara í lýðræðisríkjum. Í því felst Icesave-sigurinn fyrst og fremst.
Það er hagur almennings á Íslandi, að almenningur í öðrum ríkjum búi við lýðræði og réttlæti. Ég vona að Evruþjóðirnar nái sér upp úr bankaránunum og kreppunni, á lýðræðislegan hátt.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.2.2013 kl. 11:46
Ekki rétt að sparifjáreigendur hafi fengið allt sitt hér. Margir töpuðu miklu eftir að hafa lagt inn á "betri reikninga".
Vígmóður (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 12:19
Innistæður á bankareikningum voru yfirfæðrar óskertar yfir í nýju bankana, en eignir í peningamarkaðssjóðum skertust mismikið, á bilinu 20-30%, þegar þeir sjóðir voru gerðir upp. Hlutabréfaeign þurkaðist hins vegar út að mestu.
Á Írlandi og víðast annarsstaðar í Evrópu var lýst yfir ríkisábyrgð á bankakerfunum eins og þau lögðu sig, þannig að almenningur í þeim löndum er í skattaþrældómi til næstu áratuga til að greiða fyrir syndir bankamógúlanna og enn eru ríkissjóðir í Evrópu að yfirtaka banka og bæta skuldum þeirra á skattaþrælana.
Íslendingar voru ekki látnir taka á sig "erlendar skuldir óreiðumanna", heldur töpuðu erlendir bankar og vogunarsjóðir þúsundum milljarða króna á viðskiptum sínum við íslensku bankamafíuna og áttu auðvitað ekki annað skilið vegna fjáraustursins í þá ábyrgðarlausu hít.
Axel Jóhann Axelsson, 3.2.2013 kl. 15:42
Það er skelfilegt að horfa upp á það hversu alvarlegs misskilnings virðist gæta um lagalega stöðu á meginlandi Evrópu. Jafnvel írski fjármálaráðherrann skilur málin algjörlega vitlaust og snýr þeim á haus.
Aumingja Írar að hafa jafnvel enn verri leiðtoga yfir sér heldur en við Íslendingar.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2013 kl. 18:15
Ekki óska ég neinni þjóð að þurfa að notast við eins vitlausa og ósvífna ráðherra og okkur hefur verið boðið uppá nú síðustu árinn. En þeir virðast vera til og það kemur á óvart, þó þætti ekki að gera það. Nú er komin kallkyns arftaki Jóhönnu og lítur út fyrir að hann ætli að stjórna með sama hætti.
En ef Írar nenna ekki að skilja þann greiða sem við gerðum þeim með því að vera staðföst vegna Icesave , þá er það þeirra hundsbit að nenna ekki að leta leiða til að virkja það, en ekki okkar.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.2.2013 kl. 19:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.