Niðurlægja Jóhönnu í kveðjuskyni

Guðbjartur Hannesson, erfðaprins Jóhönnu Sigurðardóttur, tapaði með miklum mun í formannskjöri Samfylkingarinnar, en úrslitin voru tilkynnt á landsfundi flokksins fyrr í dag.  Aðeins tæpur þriðjungur þeirra sem rétt höfðu til þátttöku í kjörinu nennti að rétta út hendina til að greiða atkvæði þrátt fyrir að þurfa aðeins að kveikja á heimilistölvunni og þurfa ekki að ómaka sig um langan veg á kjörstað í óvissum veðrum.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið í einhverri óskiljanlegri hefndarherferð gegn Sjálfstæðisflokknum allt kjörtímabilið þrátt fyrir að hafa starfað í ríkisstjórnum með þeim flokki árum saman og nú síðast í þeirri ríkisstjórn sem hún sjálf kallar "hrunstjórn".  Í lokaræðu sinni sem formaður sagði Jóhanna að framundan væri harðvítugt stríð við Sjálfstæðisflokkinn, sem hún vonaðist til að erfðaprinsinn myndi stjórna.

Árni Páll Árnason, hinn nýkjörni formaður, sneri niðurlægingarhnífnum í sári Jóhönnu með ýmsu móti í þakkarræðu sinni og sagði m.a., samkvæmt viðhangandi frétt:  "Við erum á tímamótum og það er erfitt að sjá að frekari stríðsrekstur verði Samfylkingunni til árangurs eða virðingarauka. Við höfum háð of mörg stríð án árangurs þetta kjörtímabil og við verðum að læra af þeirri reynslu,“ sagði Árni Páll og hvatti til annarra lausna.

Sjaldan hefur viðtakandi formaður í stjórnmálaflokki niðurlægt og afneitað fyrirrennara sínum á beinskeittari hátt. 


mbl.is „Stríðsrekstur ekki til árangurs“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er leit að stjórnmálamanni í veröldinni sem á jafn mikið erindi á ruslahauga stjórnmálanna og Jóhanna Sigurðardóttir.

Björn (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 14:03

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er víða þátttökuleti í svona kosningum nafni. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem 1600 manns sátu tóku 1323 þátt í formannskjöri, eða rúm 80%. Í kosningu um ESB viðræður á sama landsfundi kusu aðeins 511 eða 31% rúm. Kosningin var endurtekin og þá náðist heldur skárri þátttaka. Þetta verður að telja hámark letinnar þegar menn voru á staðnum og þurftu ekki að gera annað en lyfta andartak, annarri hendi upp í andlitshæð.

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.2.2013 kl. 17:52

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrsta ádrepa Árna Páls og örugglega ekki sú síðasta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2013 kl. 17:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ósköp eru menn eitthvað hörundssárir, nafni, vegna leti Samfylkingarmanna, sem sjálfsagt hafa einhvern tíma kveikt á tölvunum sínum alla þá daga sem kosningin stóð yfir án þess að nenna að greiða atkvæði í formannskosningunni. Í þeim tilfellum sem þú nefnir þurftu menn þó að standa upp frá borðunum sínum og ganga nokkurn spöl til að greiða atkvæði. Sumir gætu hafa verið fótafúnir, eða þreyttir. Þar fyrir utan er ekkert einkennilegt við lítinn áhuga á ESBkosningu.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2013 kl. 18:30

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kellinga ræfillinn þá er hennar ferill farinn að nálgast endalok.

Ekkert eftir nema að rjúfaþing og kalla hana á Bessastaði og skila lylkunum og þá er hennar tími liðin, sem betur fer.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 2.2.2013 kl. 18:56

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er óneitanlega kaldhæðnislegt að ráðherrann sem Jóhanna rak úr ríkisstjórninni skuli nú vera orðinn yfirboðari hennar.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2013 kl. 19:16

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

hÚN HEFUR  afneitað og logið- notað kosningaherferð- um að standa með þeim sem minna mega sín.- svikið það. Það MUNU LIFA SVIKIN LOFORÐ ÞESSA FLOKKS UM ÓKOMIN ÁR.'OG TORTRYGGNI ER SÁÐ AF HENNI Í VEIK HJÖRTU SEM LITU UPP TIL HENNAR. OG SÁU BETRI DAGA. SVIK- ERU HENNAR ÚTGANGSORÐ.

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.2.2013 kl. 20:28

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Allir sem hlýddu boðum hennar á kjörtímabilinu, eru jafn sekir um þau óhæfuverk sem hún kom á koppinn sem og þau sem hún drap.

Þó að Árni Páll sé ekki jafn andskoti vitlaus og hún, þá hefur hann sýnt að hann er ágætlega liðtækur í að klambra axarsköft.  Og sjálfsálitið hrokinn og yfirgangurinn er til staðar enda strax lagt af stað og það er ekki spurt, heldur það skal í Evrópurugglið.     

              

Hrólfur Þ Hraundal, 2.2.2013 kl. 21:40

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ég kaus hvorugan vegna þess að mér líkaði við hvorugan.

Ætli það geit verið ástæðan hjá mörgum öðrum?

Teitur Haraldsson, 3.2.2013 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband