30.1.2013 | 19:13
Borgarstjórinn grættur á íbúafundi
Jón Gnarr, borgarstjóri, ber sig aumlega eftir íbúafund í Grafarvogi og segist hafa orðið fyrir einelti og ofbeldi af hendi fundarmanna.
Svo virðist að eineltið og ofbeldið hafi falist í því að fundarmaður kallaði borgarstjórnarmeirihlutann "hyski", sem hann vildi helst vera laus við úr lífi sínu. Einnig mun hafa komið fram mikil óánægja nokkurra fundarmanna með frammistöðu borgaryfirvalda í málefnum hverfisins.
Allir, sem fylgst hafa með stjórnmálum í langan tíma og sótt ýmsa fundi með stjórnmálamönnum, hafa heyrt og séð ýmislegt verra en það sem þarna sýnist hafa verið á ferðinni og afar óvenjulegt, ef ekki einsdæmi, að stjórnmálamenn væli og skæli undan því sem við þá er sagt á slíkum samkomum.
Þar fyrir utan er orðanotkun borgarstjórans afar undarleg, því óskiljanlegt er hvernig hægt er að kalla þetta, þó afar ókurteislegt sé, "einelti og ofbeldi" og ber vott um mikla "orðtakablindu".
Ruddaleg framkoma á svona fundum er algerlega óafsakanleg en væl og skæl borgarstjórans eftir fundinn bendir ekki til að hann hafi taugar til að sinna opinberu embætti.
![]() |
Einelti og hreint og klárt ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má kannski segja ýmislegt um Borgarstjóra, en orðtök og framkoma ræðumanns í hans garðs, þá fannst mér hann vera að lýsa sjálfum sér og íbúum Grafavogs sem algjöru hyski þó svo ég viti að þar býr innan um ágætis fólk. Að öðru leiti er ég nokkuð sammála þér.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 21:20
Það er áreiðanlega hárrétt hjá þér, að við Grafarvogsbúar séum óttalegt hyski sem borgarstjórinn og meirihlutinn vilja ekkert af vita.
Axel Jóhann Axelsson, 30.1.2013 kl. 21:22
Það skyldi aldrei vera?
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.1.2013 kl. 21:25
Þetta sýnir enn og aftur að Jón Gnarr er ekki í réttu starfi, hann ætti að segja af sér borgarstjórastarfinu og fara í gamla trúð starfið sem hann sómaði sér vel í.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 31.1.2013 kl. 01:00
Það má gera grín að stjórnmálamönnum miðað við boðskap myndarinnar Gnarr frá 2010,þar sem borgarfulltrúar eru sagðir leiðinlegir og gert grín að klæðaburði Hönnu Birnu.
Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2013 kl. 09:19
Það er stutt á milli gráturs og hláturs. Jón Gnarr grætur og landið og miðin skellihlæja.
Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2013 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.