Írar hefðu betur sett Neyðarlög í bankahruninu þar í landi

Aðstoðarforsætisráðherra Írlands, Eamon Gilmore, birti grein í níu evrópskum dagblöðum í dag þar sem hann krefst þess að Írar fái aðstoð til að létta 64 milljarða kröfu af írskum skattgreiðendum, sem þeir voru látnir axla til þess að bjarga bankakerfi landsins frá hruni.

Írar, ásamt flestum ESBríkjum, tóku yfir á ríkssjóð gríðarlegar skuldir bankakerfisins sem nú eru að sliga skattgreiðendur. Nú er komið í ljós að um mikil mistök var að ræða, enda ræður almenningur landanna ekki við að greiða niður þessar skuldir, jafnvel ekki á mörgum áratugum.

Vandinn væri mun viðráðanlegri hefðu fleiri ríkissjórnir en ríkisstjórn Geirs H. Haarde haft vit, getu og áræði til að setja "Neyðarlög" við bankahrunið og hlíft almenningi við að axla skuldir óreiðumanna.


mbl.is Skattgreiðendur beri ekki þungann einir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég hefði sagt frekar að ríkisborgararar ESB ríkkja ættu ekki að vera bjargvættir þyskra fjármálastofnanna. Björgunarpakki ESB er einungis settur á stofn til að bjarga Þýskalandi frá gjaldþroti og almennir borgararar skulu afstýra því með striti sínu til sköttum frá sínu landi. Því fyrr sem almenningur skilur svikamilluna ,því fyrr kemur bargræðið fyrir Evrópu og um leið upplausn ESB.

Eggert Guðmundsson, 4.1.2013 kl. 00:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað var það að undirlagi ESB sem Írar og aðrir voru skikkaðir til að yfirtaka skuldir bankanna á sínar herðar og að sjálfsögðu var það fyrst og fremst til að bjarga þýskum og frönskum bönkum sem flestir eða allir hefðu farið á hausinn eins og þeir íslensku ef eðlilega hefði verið staðið að málum eftir hrun þeirra.

Því miður gátu minni og veikari ESBríkin ekki staðist hörku Þjóverja og Frakka í þessu máli frekar en öðrum eða höfðu a.m.k. ekki vit og kjark til að fara íslensku leiðina.

Axel Jóhann Axelsson, 4.1.2013 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband