Svínaflensufaraldur í uppsiglingu?

Nú eru sífellt fleiri fréttir að berast erlendis frá um Svínaflesuveikindi og dauðsföll af hennar völdum. Í Noregi hafa tæplega tvöhundruð manns greinst með flensuna og þar orðið a.m.k. eitt dauðsfall svo vitað sé vegna veikinnar.

Hér á landi, eins og víðar, fór fram mikil bólusetningarherferð gegn Svínaflensu og gerðu margir lítið úr því átaki, enda varð ekki um mikinn faraldur að ræða þá en sú spurning vaknar hvort þeir sem létu bólusetja sig hér um árið séu ennþá í minni hættu á að sýkjast en þeir sem ekki gerðu það.

Vegna þessara frétta um þessa skæðu flensu væri upplýsandi að fjölmiðlafólk stæði sig í stykkinu og flyttu fólki upplýsingar um hættuna sem af flensunni stafar, hvort bólusetningin virkar ennþá og hvort boðið sé upp á bóluefni fyrir þá sem létu slíkt ógert á sínum tíma, eða a.m.k. fyrir eldra fólk og aðra þá sem í mestri hættu eru.

Enginn þarf a.m.k. að velkjast í vafa um að verði um verulegan faraldur að ræða í nágrannalöndunum mun hann ná hingað til lands áður en langt um líður.


mbl.is 20 greinst með svínaflensu í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úlfur, úlfur!!!

Nú er fólk farið að vara sig á lyfjarisunum sem ávallt básúna um svína,hænsna- o.fl. flensur.

Bólusetningar við hinu og þessu sem oft hafa með sér verri aukaverkanir en það veikin sem lyfið á að virka á. Versta dæmið er að svefnsýki hefur komið fram sem aukaverkanir, en lítið fer fyrir þeirri frétt í fjölmiðlum. Afhverju ætli það sé???

jóhanna (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 15:47

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sjálfsagt eru alltaf einhverjir sem finna fyrir hinum og þessum aukaverkunum af bólusetningum og ýmsum lyfjum. Á þessu heimili hefur enginn fundið fyrir einum eða neinum aukaverkunum af flensusprautunum, eingöngu losnað við að fá flensurnar sem hrjáð hafa landann undanfarin ár.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2013 kl. 16:05

3 identicon

http://agny.blog.is/blog/agny/entry/330190/

E (IP-tala skráð) 2.1.2013 kl. 18:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

jóhanna, ástæðan fyrir lítilli eða engri umfjöllun opinberra aðila á meintum  hættum og aukaverkunum af bólusetningum er sú að þeir sem og allt skynsamt fólk gerir sér grein fyrir að hin meinta og mikla hætta af bólusetningum er órökstudd, hættan er nánast engin en ávinningurinn risastór. Þeir sem hinsvegar halda bullinu á lofti eru grunnhyggnir einstaklingar sem lepja upp af netin órökstutt bullið hver eftir öðrum og vitna síðan í hvort annað, máli sínu til stuðnings. Bull verður áfram bull þótt það sé sett á netið.

Það er að mínu viti glæpsamlegt athæfi þegar foreldrar stefna lífi barna sinna í hættu með því að hafna bólusetningum. Þá eru börnin lögð undir í rússneskri rúllettu, vegna kjaftasögu og vanvitaskapar. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2013 kl. 04:40

5 identicon

Rétt hjá þeim nöfnum hér að ofan!

Skúli (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 09:38

6 identicon

Mestu hálfvitar í heimi þetta anti-bólusetningar-pakk. Heiladauðir algerlega í samsæriskrappi

DoctorE (IP-tala skráð) 3.1.2013 kl. 12:56

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, ekki erum við nú alltaf sammála en það kemur þó fyrir og sjaldan hef ég verið meira sammála þér en núna um þetta mál.

Axel Jóhann Axelsson, 3.1.2013 kl. 18:31

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Er hægt að bólusetja sig gegn heimsku?  Ég fer í allar bólusetningar sem bjóðast og líður bara vel.  Verð oft veikur en hvernig væri þetta ef ég færi ekki í neinar bólusetningar.  Ég hef stundum orðið veikur eftir bólusetningu en það er þó betra að vita hvers vegna maður verður veikur en fá einhvern útlenskan óþverra t.d. þessa svínaflensu. 

Björn Heiðdal, 3.1.2013 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband