Grjótkastið kom Jóhönnu og Steingrími í stólana

Skrílslætin og grjótkastið í tengslum við mótmælin í upphafi ársins 2009 urðu til þess að Samfylkingin fór á límingunni í ríkisstjórninni sem þá sat og hljóp í fang Vinstri grænna, með Framsókn sem regnhlíf, og hefur síðan reynt að falsa og breiða yfir þá staðreynd að Samfylkingin hafi sjálf farið með bankamálin í "hrunstjórninni", sem Jóhanna kallar þá stjórn sjálf.

Stjórn Jóhönnu komst til valda við ógnvænlegar aðstæður og hefur auðvitað staðið sig eins og vænta mátti þau fjögur ár sem hún hefur verið við völd, þ.e. afspyrnu illa.

Ríkisstjórninni hefur nánast ekki tekist að uppfylla neitt af loforðum sínum, öðrum en að minnka fjárlagahallann, sem þó þurfti ekkert kraftaverk til að ná fram heldur einungis gengdarlausar og brjálæðislegar skattahækkanir, sem síst hafa orðið til að létta undir með almenningi á erfiðum tímum.

Ennþá bólar ekkert á atvinnuuppbyggingu sem þó er í raun eina leiðin upp úr kreppunni, því úr henni verður ekki komist nema með vinnu og ennþá meira framboði af vinnu.

Grjótkast og skrílslæti eru ekki gagnleg til að framfleyta heimilunum.


mbl.is Grýttir allan daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var allur almenningur sem fór niður að Alþingishúsinu, þ. á m. margir sómakærir vinr mínir. Þau mótmæli komu hinni einu og sönnu veruleikafirrtu stjórn frá, ekki grjótkast. mér finnst það alzheimskulegt hjá þér að hafa gleymt þessu.

jóhannes (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 08:39

2 Smámynd: Sólbjörg

Það var ekki almenningur sem hóf valdabyltinguna, en nokkrir tóku þátt þegar á leið. Þáttur fjölmiðla í að espa upp var mikill, stöðugar sjónvarpsfréttir og æsingnum á köflum eiginlega leikstýrt af sjónvarpsfréttamönnum . Líklegt að síðar verði þáttur fjölmiðla í valdabyltingunni sögulegt rannsóknarverkefni. Ljóst er hvar þeir sitja sem hófu valdabyltinguna en hvar heldur almenningur sig í dag? Fjölmiðlar hafa sýnt að þeir hafa lítin áhuga á mótmælaaðgerðum almennings eftir að stjórnin tók við það er kannski skýringin.

Sólbjörg, 30.12.2012 kl. 09:36

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, pistillinn hefst á orðunum: "Skrílslætin og grjótkastið í tengslum við mótmælin í upphafi ársins 2009....". Það kemur þarna skýrt fram að það var ekki hinn almenni mótmælandi sem viðhafði skrílslæti og grjótkast, heldur áttu þau spjöll sér stað Í TENGSLUM VIÐ MÓTMÆLIN.

Eftir sem áður voru það einmitt þessi skrílstæti, grjótkastið og ofbeldið sem hræddi Samfylkinguna nóg til þess að hlaupa úr ríkisstjórn og mynda nýja. Æ síðan hefur hún reynt að falsa söguna í þá veru að láta líta svo út að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafi verið í svokallaðri "hrunstjórn", þó staðreyndin sé auðvitað sú að Samfylkingin var í ríkisstjórn og stjórnaði m.a. bankamálunum í tæp tvö ár fyrir bankahrun. Það var sem sagt Samfylkingin og engin annar flokkur sem réð bankamálunum og fjármálaeftirlitinu árið fræga, 2007, þegar allt keyrði um þverbak í banka- og útrásarbraskinu.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2012 kl. 10:04

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Axel. Það kom skýrt fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að það var þegar orðið of seint að bjarga bankakerfinu árið 2006 það er ári áður en Samfylkingin kom í ríkisstjórn. Í vitnisburði sumra vitna í landsdómsmálinu gegn Geir Haarde kom fram að það hafi jafrnvel þegar verið orðið of seint á árinu 2005. Það var því stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem á höfuðsökina á hruninu og því ekki verið að breiða yfir neitt þegar það er sagt.

Það sem í mesta lagi er hægt að kenna Samfylkingunni um er að hafa ekki staðið sig sem skildi við að lágmarka tapið sem af þessu leiddi en þó var þegar orðið of seint að komast hjá stórum skelli þegar hún tók við. Svo skulum við ekki gleyma því að niðurstaða Landsdóms var sú að Geir Haarde hafi á mikilvægum augnarblikum trassað svo illa verkstjórnarvald sitt sem forsætirsráðherra að hann hafi gert ríkisstjórninni og þá einstaka ráðherrum erfitt fyrir að rækja skyldu sína. Það er því Geir Haarde sem ber höfuðsökina á því hvernig tókst til við að lágmarka tapið þegar á reyndi en ekki ráðherrar Samfylkingarinnar.

Sigurður M Grétarsson, 30.12.2012 kl. 13:47

5 Smámynd: Elle_

Það var sem sagt Samfylkingin og engin annar flokkur sem réð bankamálunum og fjármálaeftirlitinu árið fræga, 2007 - - -

Það var nefnilega svona, Axel Jóhann, og alveg merkilegt að nokkur maður skuli styðja eða verja þennan skæða flokk landsölumanna og sögufalsara.  Þó ætla ég ekki að verja gamla Framsóknarflokkinn eða Sjálfstæðisflokkinn.

Elle_, 30.12.2012 kl. 17:21

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður M. Grétarsson reynir að endurskrifa Íslandssöguna eins og sönnum Samfylkingarmanni sæmir. Það er hægt að blekkja alla stundum og marga er hægt að blekkja lengi, en það verður aldrei hægt að blekkja alla til langframa. Því mun þessi sögufölsun aldrei takast.

Eftir að Samfylkingin komst í ríkisstjórn og fékk bankamálin undir sín yfirráð byrjaði ballið fyrst fyrir alvöru og aldrei vildu ráðherrar þess flokks hlusta á nokkur viðvörunarorð og allra síst ef þau komu frá þeim manni sem þeir hötuðu mest, þ.e. Davíð Oddssyni.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2012 kl. 18:29

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Axel. Það ert þú sem ert hér að endurskrifa söguna og befra fram sögufalsanir. Eins og ég sagði kom það fram bæði í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og í vitnaleiðslum fyrir Landsdómi að þær ákvarðanir og þær aðgerir sem leiddu til hrunsins voru teknar lönguy áður en Samfylkingin kom í ríkisstjórn. Þetta voru því verk Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Síðan má benda á niðurstöðu Landsdóms sem var sú að í aðdraganda hrunsins brást Geir Haarde í verkstjórninni og er það því fyrst og fremst hans sök að ríkisstjórnin starfaði ekki samhent við að lágmarka skaðan af óumflíanlegu hruni.

Svo má einnig benda á að það kom líka fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að ráðherrar Sjálfstæðiflokksins héldu ýmsum mikilvægum upplýsingum frá ráðherrum Samfylkingarinnar. Þetta voru upplýsingar sem þeir fengu í krafti stöðu sinnar sem forsætis- og fjármálaráðherrar.

Það að kenna Samfylkingunni um hrunið er því gróf söguföksun.

Sigurður M Grétarsson, 1.1.2013 kl. 11:53

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins héldu engu leyndu fyrir Samfylkingunni. Það var ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar að halda Björgvini Sigurðssyni utan við ákvarðanatökuna, en hún sjálf, Jóhanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson voru vel með á nótunum um allt sem var að gerast og t.d. leysti Össur Ingibjörgu af í veikindum hennar haustið 2008.

Það var heldur ekki á valdsviði ráðherranna að stjórna bönkunum frekar en að Steingrímur J. taldi sig hafa nokkuð yfir þeim að segja í sinni fjármálaráðherratíð. Það er áróður að lélegustu tegund að halda því fram að ráðherrar í síðustu ríkisstjórn hafi haft meira boðvald yfir bankamafíunni en núverandi ríkisstjórn hefur á núverandi bönkum og þó er einn þeirra ríkisbanki, sem ekki var tilfellið með neinn af gömlu bönkunum.

Hitt er annað mál að mín vegna mátt þú, Sigurður, halda áfram að ljúga í sjálfan þig um aðdraganda hrunsins en varla getur þú reiknað með að aðrir láti þig blekkja sig.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2013 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband