Hálfvitar og vitfirringar eiga byssur. Eigið mat Jóns Gnarr?

Jón Gnarr fer mikinn á Facebooksíðu sinni og lýsir þar stóran hluta Bandaríkjamanna sem hálfvitum og vitfirringum vegna byssueignar sinnar, en eins og allir vita þykir enginn vera maður með mönnum þar vestanhafs nema eiga þokkalegt vopnabúr.

Í færsu Gnarrins segir m.a um kanana: "Hálfvitar og vitfirringar út um allt með riffla og samsæriskenningar. Og ekki halda að ég viti ekkert um vopn. Ég hef átt allar tegundir vopna. Í augnablikinu á ég Remington 700 Varmint riffil og Remington Marine magnum haglabyssu."

Samkvæmt þessu er Jón Gnarr lítið minni áhugamaður um vopnabúnað en meðalkaninn og eins og hann segir sjálfur,  þá þekkir hann vel þá andlegu eiginleika sem byssueigendur eru búnir.

Sennilega hafa fáir farið harðari orðum um þá áráttu sem stjórnar sínu eigin áhugamáli en Gnarrinn gerir þarna. 

 

 


mbl.is „Hálfvitar með riffla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir um það bil 20 árum kom Michael Godwin fram með Godwins lögmálið sem kekur fyrir skoðanaskipti á netinu. Í íslenskri þýðingu hljómar það einhvern veginn svonaÆ

"Eftir því sem athugasemdaþráður lengist, stefna líkurnar á því að samanburður við Hitler eða nasista verði gerður, á 1"

Svipað má segja um Bandaríkjamenn á íslenskum spjallsíðum, það er að líkur á að holdafar, vitsmunir eða þjóðrembingur verðio dreginn fram eru ufirgnæfandi.

Þetta má sennilega rekja til yfirgnæfandi minnimáttarkenndar landans.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 18:59

2 Smámynd: Anton Þór Harðarson

spurning, hvort er hættulegra, hálfviti með byssu, eða hálfviti með völd

Anton Þór Harðarson, 27.12.2012 kl. 18:59

3 identicon

Þess má líka geta að í Chicago sem er með hvað strögunstu reglugerðir varðanid byssur og byssueign í bandaríkjunm, verða sennilega um 425 morð framin með byssum í ár.

Lausnin er því væntanlega enn strangari reglugerðir því að það hlýtur að fara að koma að því að glæpamennirnir fari eftir lögum.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Morð eru alls staðar bönnuð með lögum, en glæpamennn fara bara ekki eftir þeim lögum frekar en öðrum. Morðtíðni er vissulega há í Bandaríkjunum en þó ekki öll framin með byssum.

Fjöldamorð sem framin eru með byssum hleypa hins vegar meðaltalinu gífurlega upp og sjálfsagt má til sanns vegar færa að fjöldamorðum myndi fækka með strangari byssulöggjöf, en morðum verður sjálfsagt ekki útrýmt í Bandaríkjunum frekar en annarsstaðar.

Axel Jóhann Axelsson, 27.12.2012 kl. 19:31

5 identicon

Þar sem ég hef verið búsettur í BNA í rúm tuttugu ár þekki ég innviði þjóðfélagsins hérna ágætlega. Fjöldamorð eins og framin voru um daginn eru hræðilega og ættu að vekja fólk til hugsunar en það er erfitt að færa rök fyrir því að strangari löggjöf stoppi geðveikt fólk. Hins vegar hafa rúmlega 60 ung börn og unglingar verið drepin í Chicago í ár en það fær sjaldan mikla athygli. Strangari löggjöf virkar einungis á þann hluta þjóðfélagsins sem fer eftir lögum. Fólk sem búið er að svipta ökuleyfi vegna aksturs undir áhrifum heldur áfram að keyra skíteinislaust og þá skiptir oft litlu eða engu máli hver viðurlögin eru. Slíkt fólk þarf á annars konar hjálp að halda og kemst væntantlega alltaf einhvers staðar í bíl.

Erlendur (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:58

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er sennilega ekki sama hvort hálfvitinn og vitfiringurinn er íslenzkur (Jón Gnarr) eða amerízkur (Obama), minsta kosti í augum Jóns Gnarrs byssueiganda.

En svona eru trúðar geta aldrei orðið annað en trúðar.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 27.12.2012 kl. 22:02

7 Smámynd: Skarfurinn

Mikið er maður orðinn þreyttur á ruglinu í Gnarr, er ekki tími til kominn að maðurinn haldi kj.... ?

Skarfurinn, 28.12.2012 kl. 09:13

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þrælvopnaður leikari í hlutverki borgarstjóra Reykjavíkur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.12.2012 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband