13.12.2012 | 20:06
Lélegur brandari endurnýttur
"Besti" flokkurinn ætlar að taka formlegan þátt í framboði útibús Samfylkingarinnar fyrir þingkosningarnar í vor og munu nokkrir borgarfulltrúar flokksins og vinir þeirra taka sæti á framboðslistum Bjartrar framtíðar.
Jón Gnarr sagði í sjónvarpsviðtali að hann myndi taka sæti á lista, enda væri besti vinur sinn í framboði fyrir Bjarta framtíð, eða eins og Gnarrinn sagði: "Er ekki Óttar Proppé þar?"
Reykvíkingum þótti framboð "Besta" flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðustu ákaflega fyndið og hlógu í nokkra daga fram yfir kosningar, eða þar til að brandarinn líkamnaðist í meirihlutasamstarfi í kringum borgarstjórastól handa Jóni Gnarr.
Nú verður grínið endurnýtt fyrir Alþingiskosningar og fróðlegt verður að sjá hve margir hafa ekki skilið brandarann og eru því ekki orðnir leiðir á honum ennþá.
Líklega mun Jón Gnarr lýsa því yfir að fimmta sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður verði baráttusæti flokksins í kjördæminu og það ætli hann sér að vinna og verða forsætisráðherra í kjölfarið.
Þetta mun Jóni vafalaust þykja bráðfyndið og sjálfsagt einhverjum fleirum líka.
Jón Gnarr í 5. sæti í Reykjavík norður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég ætla að vona að það sé ekki smitandi að vera svona leiðinlegur einsog þú
Hannes (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 21:52
Mikið hlýtur þú, Hannes, að vera þakklátur fyrir að vera svona miklu skemmtilegri en annað fólk.
Axel Jóhann Axelsson, 13.12.2012 kl. 23:59
Hvaða hvaða... eins og það séu ekki fordæmi fyrir því að bráðskemmtilegur borgarstjóri verði forsætisráðherra...?
Haraldur Rafn Ingvason, 14.12.2012 kl. 12:59
Já og báðir voru leikarar, þó þeir væru skemmtilegri á öðrum sviðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2012 kl. 16:33
Haraldur, það er dæmi um það að bráðskemmtilegur borgarstjóri hafi orðið forsætisráðherra. Hvað á núverandi borgarstjóri sameiginlegt með honum? A.m.k. ekki að vera skemmtilegur.
Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2012 kl. 18:30
Hannes,Ég skal votta það að Axel er allt annað enn leiðinlegur
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 14.12.2012 kl. 20:19
Sameiginlegt... fyrir utan að vera skemmtilegur? Tja, til dæmis að hafa sópað tíl sín kjörfylgi...
Haraldur Rafn Ingvason, 14.12.2012 kl. 20:37
Haraldur, sá skemmtilegi fékk um 60% atkvæða á sínum tíma en hinn um 30%, þannig að ekki er hægt að jafna því saman frekar en að báðir séu skemmtilegir.
Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2012 kl. 20:42
Að fara úr 0% í tæp 35% á fáeinum mánuðum - og það án þess að vera klofningsframboð, er met sem verður trúlega aldrei slegið. Því er það sennilega rétt hjá þér, það er eiginlega ekki hægt að jafna þessu saman. Skemmtilegt, ekki satt...
Haraldur Rafn Ingvason, 14.12.2012 kl. 21:17
Flestu hugsandi fólki finnst að kosningar snúist um allt aðra hluti en grín, gaman og fíflagang. Sumir aðrir kjósa skemmtikraftana og við því er svo sem ekkert að segja. Hver hefur sinn smekk og ábyrgðartilfinningu.
Axel Jóhann Axelsson, 14.12.2012 kl. 22:57
Ef maður skoðar greinar eftir fyrrum fyndna borgarstjórann virðist ekki mjög mikið vera eftir af húmornum í kallinum, hann virkar eins og mjög fýlulegur kall fullur af gremju út í allt og alla og veit allt best. Hinn mætti kalla "barnslega einfaldan" en þó enn með húmorinn í lagi. Hvort hann sé hins vegar góður borgarstjóri dæmir hver fyrir sig. En báðir eru miklir húmoristar, hvor á sinn hátt, og mættu gera miklu meira af því að sýna það.
Skúli (IP-tala skráð) 15.12.2012 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.