10.12.2012 | 23:24
Harmleikur í fjósum og víðar
Hryllilegar myndir og frásagnir hafa verið að birtast undanfarna daga af aðbúnaði í fjósum á tveim sveitabæjum á vesturlandi og hafa ekki síst myndirnar valdið hrolli og viðbjóði hjá öllum sem séð hafa.
Ótrúlegt er að ekki skuli hafa fyrr verið gripið til stöðvunar mjólkurkaupa af þessum búum, en fram hefur komið að athugasemdir hafa verið gerðar við aðbúnaðinn mánuðum saman, án þess að úrbætur hafi verið gerðar eða athugasemdum sinnt.
Enginn bóndi fer svona með bústofn sinn nema einhver mannlegur harmleikur sé rót vandans og því ber að dæma varlega í svon málum, en eftir sem áður ber yfirvöldum að grípa inn í slíka atburðarás umsvifalaust, þegar séð er í hvað stefnir en ekki bíða í marga mánuði eða ár með aðgerðir og láta skepnurnar líða vítiskvalir allan þann tíma.
Hvað sem að baki býr verður að stöðva slíka meðferð á dýrum strax og sést í hvað stefnir þegar ámóta mál komast til vitneskju réttra yfirvalda og öllum ber skylda til að tilkynna um slíkt umsvifalaust þegar grunur vaknar um svo hroðalega illa hirtan bústofn.
Sama á auðvitað við um dýranýð í þéttbýli, sem alls ekki er óþekkt meðal gæludýraeigenda og annarra dýrahaldara.
Þetta er hörmulegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Axel.
Stæðsti sökudólgur þessa máls er MAST. Sú stofnun á að hafa eftirlit með þessum málum og grípa inní þegar séð er að í óefni stefnir. Nú er það svo að á öðru þessara búa, því sem hinar skelfilegu myndir voru sýndar frá, er þetta ástand búið að vera viðvarandi um langan tíma, að vitund MAST. Ekkert hefur þó verið gert af viti til að stöðva það, fyrr en nú.
Varðandi það að mjólk sé sótt til þessa bús, þá ber að benda á að á því er mjaltaþjónn og hann virðist standa fyrir sínu, flokkar frá þá mjólk sem ekki stenst kröfur og hirðir einungis þá sem er í lagi. Meða svo er, að mjólkin sjálf stenst skoðun, er hún tekin frá búinu. Þetta er enginn mælikvarði á umhirðu skeppnanna, einungis staðfesting á að mjaltaþjónnin skilar sínu verki. Meðan mjólk stenst kröfur, er ekki hægt að neita viðtöku hennar.
Ekki ætla ég að dæma um hvað þarna liggur að baki, en ljóst er að þarna er um verksmiðjubú að ræða, á íslenskan mælikvarða. Vissulega getur verið einhver mannlegur harmleikur legið þarna að baki, en það er ekki afsökun, heldur enn frekari ástæða til inngripa.
Það er svo aftur verulega gagrýnivert hvernig MAST hefur staðið að þessu máli. Stofnunin lætur þarna hlutina fara gjörsamlega úr böndum, lætur viðgangast um langan tíma ástand sem er með öllu óásættanlegt. Skepnurnar eru látnar líða kvalir um langa hríð og þegar svo er komið að ekki verður lengra haldið, mætir stofnunin á staðinn og tekur myndir sem síðan eru sendar fjölmiðlum, skelfilegar myndir sem vekja upp viðbjóð. Þetta getur varla verið hlutverk stofnunarinnar.
Það er því MAST sem er aðal gerandi þessa óhæfuverks. Sú stofnun á að fylgjast með skepnuhaldi og grípa inní þegar séð er að í óefni stefnir. Hún á ekki að láta viðgangast um langan tíma ástand sem er með öllu ófært og ekki að reka sín mál í gegnum fjölmiðla. Þarna brást MAST fullkomlega. Stofnunin hafði vitneskju um þetta ástand í langan tíma án raunverulegra afskipta. Þetta er ekki fyrsta skipti sem sú stofnun lætur mál ganga lengra en þörf er á og ekki heldur í fyrsta skipti sem hún rekur sitt málí gegnum fjölmiðla. Það er spurning hver ástæða þess er, hvers vegna þessi stofnun lætur málin þróast svo langt, áður en gripið er til viðeigandi ráðstafana, hvers vega stofnunin kýs að reka sín mál í gegnum fjölmiðla. Þessi stofnun á að vinna sín mál af forvörn, ekki sem krassandi fréttamál.
Sem betur fer eru þó fá mál hér á landi af þessum toga, hlutfallslega mun færri en víða erlendis. En það afsakar ekki eftirlitsstofnunina sem á að fylgjast með og grípa inní, þegar þörf er á, frá þeirri skyldu sinni.
Gunnar Heiðarsson, 11.12.2012 kl. 08:34
Enn og aftur er íslensk stjórnsýsla að bregðast. Hvernig er fólk ráðið í stjórnsýsluna yfirleitt?
Sigurður I B Guðmundsson, 11.12.2012 kl. 10:19
Ekki skal dregið úr því sem sagt er hér um MAST, en af því forstjóri MS þóttist koma af fjöllum og fyrirtækinu væri ókunnugt um ástand í fjósum þá er rétt að skjóta því inn í umræðuna, að MS er með eftirlitsmenn á launum hjá sér, sem ferðast milli mjólkurframleiðenda og taka út búin, oft á ári hverju. Þetta getur varla hafa farið framhjá þeim.
E (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 10:56
Ekki veit ég hvaða stofnunarfyrirbrigði þetta MAST er.
Sennilega vinna þar einhverjir sem vita ekki hvernig eyða á vinnudeginum.
Að Brúarreykjum í Borgarfirði kom ég fyrir u.þ.b. 60 árum. Allar byggingar nýjar. Glæsileg jörð heitt vatn úr jörðu. Semsagt ein glæsilegasta jörð á vesturlandi. Hvernig í ósköpunum geta hlutirnir drabbast svona niður á Íslandi? Við erum tæknivæddari, allt eftirlit á að vera í svo góðu lagi í sambandi við matvæli og framleiðslu þeirra. Ekki má baka köku á bazar nema að eldhúsið sé samþykkt af yfirvöldum. Hálfbjánalegt er það ekki? Níðið á dýrunum þurfum við nú ekki að eyða orðum á. Myndirnar segja meira en nokkur orð. Skyldu ekki nokkur ungviði hafa drukknað í kúadrullunni? Það á að svipta bóndann leyfi fyrir rekstrinum og að hafa dýr undir höndum yfirleitt. Svona hlutir gerast bara hjá illa innrættum manneskjum. Svei-attan.
jóhanna (IP-tala skráð) 11.12.2012 kl. 11:54
Væri athugandi fyrir bóndann að leggjast í flórinn og finna hversu fljótt það svíður undan, þannig að vanlíðan kúnna skiljist en saurinn brennir húðina á aumingja skeppnunum og ég geri ekki ráð fyrir að það sé borið á þær brunasmyrsli.
Dýrahaldi fylgir ábyrð hvort sem menn vaka 2 eða 5 sólahringa, hvað ef konan hefði verið að fæða og ekki komist í úthreynsun fyrist og fæðingin tekið meira en sólahring, bíður hún þá með barnið í mannasaurnum á meðan bóndi leggur sig.Hugsaðu bóndi góður áður en þú lætur í veðri vaka að þú sért órétti beittur
Guðbjörg B Petersen, 11.12.2012 kl. 13:56
Miðað við viðtalið við bóndann á Brúarreykjum í hádegisfréttunum, þá er eitthvað meira en lítið athugavert við hans viðhorf. Hann sagði allt lygi sem um málið hefði verið sagt, en vissulega MÆTTU kýrnar vera hreinni en þær voru. Skítinn sagði hann stafa af því að hann hefði ekki mátt vera að því að þrífa fjósið í tvo daga vegna kálfaburðar. Svona djúpur skítur getur ekki safnast saman á tveim dögum, það hljóta allir að skilja.
Sjái maðurinn ekkert athugavert við langvarandi vanrækslu sína á að sjálfsögðu aldrei að endurnýja leyfi hans til að selja mjólk eða halda dýr.
Axel Jóhann Axelsson, 11.12.2012 kl. 18:50
Innan Efnahagssambands Evrópu eru svona mál ekki tekin neinum vettlingatökum. Sóðaskapur og ill meðferð dýrum virðist vera landlæg meinsemd hér, m.a. vegna kunningjasamfélagsins. Vill maður kæra nágranna sinn sem hann er kannski náskyldur eða tengdur?
Það ætti að vera jafndýrt að hafa þessi mál í lagi og hafa allt í versta standi. Hins vegar er arðsemin ekki sú sama.
Góðar stundir!
Guðjón Sigþór Jensson, 12.12.2012 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.