Kótelettuskatt fyrir hjartveika

Að sjálfsögðu er auðvelt að styðja að 10% af áfengisgjaldi renni beint til "úrræða fyrir áfengis- og vímiefnasjúklinga og fjölskyldur þeirra".

Einnig er eðlilegt að hluti allra gjalda sem lagður er á sykur, sælgæti og aðrar sætar vörur verði eyrnamerktur til úrræða fyrir sykursjúka og fjölskyldur þeirra.

Jafnsjálfsagt er að hluti matarskatts og annarra gjalda á kótilettur og annað feitt kjötmeti verði varið til úrræða fyrir hjartveika og fjölskyldur þeirra.

Enn sjálfsagðara ætti að vera að stór hluti skatta og gjalda sem lagðar eru á leikföng og aðrar barnavörur renni beint til úrræða fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Verði ágreiningur um aldursmörk í þessu efni verður vafalaust hægt að flokka gjöldin nánar í flokka eftir aldri og þroska ungviðisins.

Varla ætti að þurfa að rekja svona tillögur lengra til þess að allir sjái fáránleikann í hugmyndinni sem 78% þjóðarinnar segist styðja, samkvæmt skoðanakönnun Capasent Gallup.


mbl.is Rúm 78% styðja Betra líf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá aldrei neitt að marka svona undirskriftasafnanir?

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 15:46

2 identicon

Sæll.

Fínn pistill hjá þér.

Annars finnst mér alveg út í hött að hið opinbera reyni að stýra því hvað þegnarnir gera, yfirvöld vinna fyrir okkur og eiga ekki að segja okkur fyrir verkum. Þegar hið opinbera er farið að reyna að hafa áhrif á það hvað fólk leggur sér til munns er nóg komið. Hið opinbera á ekki að reyna að vernda fólk gegn því sem er "slæmt" því ef það er reynt verndar hið opinbera okkur líka gegn því sem er "gott". Burt með opinber afskipti.

Verulega þarf að minnka völd hins opinbera og segja upp þúsundum opinberra starfsmanna. Gott væri að byrja á því að leggja niður Seðlabankann og segja öllum þar upp. Kannski væri hægt að selja húsið einkaaðilum sem hugsanlega hefðu áhuga á að reka þar hótel?

Helgi (IP-tala skráð) 4.11.2012 kl. 16:24

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það skýrast æ betur skilin milli þeirra sem vilja lifa undir kjörorðinu "stétt með stétt" og hinna sem aðhyllast "stétt fyrir stétt". Það síðarnefnda hefur náð að sá fræjum sínum og illgresið sprettur nú hratt!!

Gunnar Heiðarsson, 4.11.2012 kl. 19:00

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki botna ég í þessari athugasemd þinni, Gunnar, og vildi því biðja þig að útskýra hana nánar fyrir mér og öðrum þeim sem hugsanlega eru jafn skilningslausir.

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2012 kl. 19:18

5 Smámynd: Ragnar Guðmundsson

Svo að ég skilji þig rétt Axel, þá viltu meina að einstaklingur sem étur frá sér alla heilsu með vitlausu fæðuvali glími við sambærileg vandamál og áfengissjúklingur sem drukkið hefur frá sér fjölskyldu og líf ?

Í flestum þeim tilfellum sem ég þekki til, þá breyta hjartasjúklingar og aðrir einstaklingar sem kljást við áunna sjúkdóma um lífshætti nokkuð fyrirhafnalaust. Enda er í flestum tilfellum hægt að kenna óskynsamlegum lifnaðarháttum um.

Eihverra hluta vegna þá tekst þeim sem klást við fíknisjúkdóma ekki að breyta um lífstíl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Og mætti því segja að þeir hefðu ekkert raunverulegt val.

Því sé ég ekki hvernig hægt er að bera þetta tvennt saman með nokkru móti.

Ef það þyrfti hinsvegar einhverra mánaða endurhæfingu fyrir hjartasjúklinga, einungis til að fá þá til að hætta að éta kótilettur og nammi, þá væri þetta öllu sambærilegra.

Sykursjúklingar og hjartasjúklingar hafa þetta val sem er fólki mikilvægara en það gerir sér grein fyrir. Að hafa eiginleikann á að velja og hafna því sem er gott fyrir það og slæmt.

Ein af meginskilgreiningunum á áfengissýki er sú að sjúklingurinn hefur ekki eiginleikann til að velja eða hafna þegar kemur að áfengi, fíkniefnum og óæskilegri hegðum í tengslum við neysluna.

Þetta með dótið og börnin ætla ég ekki einu sinni að fara útí.

Ragnar Guðmundsson, 4.11.2012 kl. 21:31

6 Smámynd: Ragnar Guðmundsson

Þvi findist mér fráleitt að nota skatt af kótilettusölu í úrræði fyrir hjartasjúklinga ef við höldum okkur við þetta dæmi. Langflestir (ef ekki allir) sem kaupa óhollar matvörur gera það af fúsum og frjálsum vilja, óháð því hvort það sé skynsamlegt fyrir einstaklinginn eða ekki. Og þar sem að alkóhólismi er viðurkenndur sjúkdómur, þá er það óhjákvæmilega viðurkennt að stór hluti þeirra sem kaupir áfengi geri það ekki af fúsum og frjálsum vilja, eins og eðli sjúkdómsins gefur til kynna.

Svo væri auðvitað hægt að leika sér með þessar staðreyndir og leiða út frá þeim þá staðreynd að mikill hluti þess fés sem hlýst af áfengissölu væri ekki í ríkissjóði ef ekki væri fyrir alkóhólisma. Sem réttlætir það en frekar að einhver hluti þess sé notaður til að aðstoða þetta veika fólk og aðstendendur þeirra.

Ragnar Guðmundsson, 4.11.2012 kl. 21:46

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragnar, hvers konar endemis athugasemdir eru þetta hjá þér? Í upphaflegu færslunni var ekki tekin nokkur einasta afstaða til einstakra sjúkdóma, hvorki alkóhólisma eða annarra. Færslan fjallaði um fáránleikann í þeirri hugmynd að ætla sér að eyrnamerkja ákveðna tekjustofna ríkissjóðs til ákveðinna málaflokka í eitt skipti fyrir öll, væntanlega til eilífðar. Ekki er reynslan af slíkum mörkuðum tekjustofnum góð hvort sem er og oftar en ekki hirðir ríkssjóður þá að fullu, eða að hluta, til almenns rekstar ríkisins og nægir þar að nefna t.d. bensínskatta, sóknargjöld, nefskatt vegna RÚV o.s.frv.

Tekjur og gjöld ríkissjóðs eru og eiga að vera ákveðin með fjárlögum ár hvert og aðstæður í þjóðfélaginu skipta miklu máli um þá skiptingu. Fyrir utan að þú hafir alls ekki skilið færsluna, þá sýnir þú lítinn skilning á öðrum sjúkdómum sem þú nefnir, t.d. með fullyrðingu þinni um að einfalt sé fyrir sykursjúka að breyta neysluvenjum sínum til að læknast af sjúkdómi sínum.

Að svo stöddu er lítil ástæða til að svara þessum athugasemdum þínum frekar, sérstaklega ef þú vilt ekki meðtaka textann eins og hann er skrifaður.

Axel Jóhann Axelsson, 4.11.2012 kl. 22:24

8 Smámynd: Ragnar Guðmundsson

Já, það er auðvitað bara eins og málum hefur alltaf verið háttað hér á landi. Eins má ekki eyrnamerkja ákveðnum stofnunum fastar ríkistekjur, eins og t.d þjóðkirkjunni. En þetta mál sker sig óneitanlega úr öðrum þar sem að ríkissjóður hefur áundaförnum árum sótt sér auknar tekjur í áfengisskatt, (í miklu hærra hlutfalli við auknar skattheimtur annarsstaðar í samfélaginu) og er því áhjákvæmilega að nýta sér nauð þessara sjúklinga. Því vaknar sú siðferðilega spurning, er það rétt af ríkinu að sækja sér tekjur í bágindi þessara einstaklinga án þess að leggja nokkuð af mörkum í meðferðarúrræði ætluð þeim ?

Eins finnst mér að mætti gera með tóbak, því þetta eru tvær tekjulindi fyrir ríkissjóð sem standast ekki rök í raunveruleikanum þar sem að þær valda gríðarlegri eyðileggingu á samfélögum tölfræðilega séð. Er það þá hagur ríkisins að afla tekna með þessum hætti ? Í tilliti til þess að ríkið starfi fyrir samfélagið. En án þess að leggja nokkuð af mörkum til að sporna við þessum samfélagsmeinum, öðruvísi en með þeirra fáránlegu tilraun til að stýra áfengisneyslu með hærri áfengissköttum ?

Og ef svarið er Nei, væri þá ekki næst á dagskrá að breyta því ?

Ég tek það fram að núverandi fjárlög ríkisins í úrræði einstaklinga sem glíma við alkóhólisma, og fjölskyldur þeirra eru mjög óveruleg sé miðað við fjölda sjúklinga og fjárlög í "aðra sjúkdóma".

Ragnar Guðmundsson, 4.11.2012 kl. 22:57

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þeir sem hafa fylgst með umræðunni undanfarið vita að allt heilbrigðiskerfið er fjársvelt um þessar mundir og mikilvæg tæki orðin svo gömul og úr sér gengin að stórhætta er að skapast á mörgum deildum sjúkrahúsanna, þannig að það er hreint ekki eingöngu einn sjúkdómaflokkur sem býr við blankheit nú um stundir.

Reyndar er allt ríkiskerfið í fjársvelti, ef marka má fréttir, enda hefur verið kreppa í landinu undanfarin ár og viðbrögð stjórnvalda ekki verið til að flýta efnahagsbata.

Axel Jóhann Axelsson, 5.11.2012 kl. 02:00

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hversvegna skyldi endileg þurfa hér uppi á Íslandi að gera vín svo merkilegt að Íslendingar urðu sér til skammar þegar þeir fengu frelsi til að ferðast til útlanda.  Af hverju meiga Íslendingar ekki umgangast vín eins og gerist hjá öðrum þjóðum.    

Fararstjóri við miðjarðarhaf sagði mér að á fyrstu árum ferða þangað þá þurfti að styðja íslendinganna frá borði og svo þurfti að bera þá aftur um borð í flugvélarnar.  Nú í dag væri þetta nánast óþekkt.  Þeir eru búnir að læra eins og allir aðrir að það liggur ekkert á, það er nóg af matt og víni hvar sem er. 

Á löngum tíma þá máttu Íslendingar helst ekki drekka neitt sem var veikara en 38% og það setti mark sitt á allar skemmtanir og dansleiki landans.  Léttvín svo kölluð voru lít aðgengileg og kostuðu ósæmilega þannig að 38% var það sem var í boði til að smygla inn á dansleiki og annað skemtanahald, annað var í raun bannað.  Fyndið hið Íslenska ofurvald.   

Hrólfur Þ Hraundal, 5.11.2012 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband