21.10.2012 | 22:35
Verður Leoncie bjargvættur þjóðarinnar?
Leoncie vandar fyrri ára dómnefndum Söngvakeppni sjónvarpsins ekki kveðjurnar og er það að vonum, sé það rétt sem hún segir að þær hafi með svívirði legum hætti haldið henni frá keppninni og þar með gert sigurvonir þjóðarinnar í Eurovision að engu.
Fram til þessa hefur íslenskt lag aldrei komist ofar en í annað sæti í keppninni, enda hafa dómnefndirnar og þjóðin aldrei valið söngvara af gæðaflokki Leoncie til þátttöku, nema ef vera skyldi um árið þegar Sylvía Nótt var send til að sigra heiminn, sem auðvitað skildi hvorki upp eða niður í þeim snillingi sem íslenska þjóðin elskaði og dáði meira en nokkuð annað á þeim árum.
Vonandi mun bæði dómnefndin og þjóðin nýta tækifærið núna og senda sigurstranglena söngkonu til að halda uppi heiðri þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og ekki verður að efa að álit og virðing lands og íbúa mun vaxa að mun á alþjóðavísu eftir keppnina.
Ekki verður verra að söngkonan vill fórna sér fyrir þjóðina á fleiri sviðum í framtíðinni, t.d. með því að taka að sér forsætisráðherraembættið.
Leoncie er verðugur arftaki bæði Sylvíar Nætur og Jóhönnu Sigurðardóttur.
![]() |
Leoncie vill keppa í Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur

Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
malacai
-
andres
-
annabjorghjartardottir
-
attilla
-
skagstrendingur
-
baldvinj
-
benediktae
-
beggo3
-
h2o
-
bbg
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
siggibragi
-
brandarar
-
deiglan
-
gagnrynandi
-
doggpals
-
ekg
-
elfur
-
eeelle
-
ellamagg
-
elismar
-
evaice
-
ea
-
fannarh
-
lillo
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gunnargunn
-
tilveran-i-esb
-
gthg
-
gun
-
gudbjorng
-
zumann
-
gudjul
-
gp
-
hreinn23
-
brekkukotsannall
-
gustaf
-
hallarut
-
morgunblogg
-
hannesgi
-
miniar
-
maeglika
-
heimssyn
-
aanana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
minos
-
atvinnulaus
-
daliaa
-
ingvarvalgeirs
-
jakobk
-
fun
-
jennystefania
-
jonsullenberger
-
dondi
-
jonsnae
-
jonvalurjensson
-
jonarni
-
jonoskarss
-
jorunnfrimannsdottir
-
kaffistofuumraedan
-
krist
-
kristinn-karl
-
krissiblo
-
kristjan9
-
altice
-
sleggjudomarinn
-
elvira
-
mathieu
-
morgunbladid
-
ninasaem
-
pallru
-
pallvil
-
palmij
-
iceland
-
ragnar73
-
rannsoknarskyrslan
-
redlion
-
seinars
-
fullvalda
-
logos
-
sigrunzanz
-
sigurduringi
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggifrikk
-
stebbifr
-
stjornuskodun
-
stormsker
-
saevargudbjornsson
-
athena
-
susannasvava
-
tibsen
-
ubk
-
vala
-
val
-
vestarr
-
postdoc
-
gummih
-
asdisran
-
thjodarsalin
-
mullis
-
sumri
-
t24
-
omarragnarsson
-
umbiroy
-
thjodarheidur
-
thorhallurheimisson
-
flinston
-
diva73
-
thjodarskutan
-
lifsrettur
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég efast um að hún muni sinna starfinu verr en Jóhanna.
Hallgeir Ellýjarson, 21.10.2012 kl. 22:59
Þessi kona er frábær húmoristi. Hún er alveg stórkostleg. Það sem er samt ennþá hlægilegra er að það er ennþá til fólk sem skilur ekki að hún er að djóka og veit hvað þetta er allt hallærislegt. Og hún er búin að mala gull á þessu sem skemmtikraftur í partýum í mörg ár.
K (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 02:37
Og Leonice er ekki bara húmoristi, heldur líka frábær kennari og eins og sérsniðin fyrir Íslendinga. Húmor kennir hlutina miklu betur en predikanir og umvandanir og hefur víðtækari og djúpstæðari áhrif. Leoncie kennir okkur um fáránleika gengdarlausrar efnishyggju, montið og stærilætið sem er óhjákvæmilegur ávöxtur óheftrar einstaklingshyggju (hvort sem það sést utan á fólki eins og í hennar tilfelli og fleiri, eða, það sem er mun verra, verður að meini hrokans sem étur mennina að innan og tærir þá upp og eyðileggur líf þeirra.) Hún kennir okkur um fáránleika dýrkunar kynlífsins og stanslausra krafna samfélagsins um að allt sé "sexý". Og með þessu öllu leiðbeinir ein fyndnasta kona Íslands okkur á betri brautir, heillavænni og hamingjuríkari en þær sem við nú erum á (en förum brátt að yfirgefa smám saman...)
K (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 02:41
Og síðast en ekki síst kennir Leonice okkur um fánýti innantóms metnaðar, sem afvegaleitt samfélag hefur lært að dýrka sem falska dyggð. Megum við eignast forsætisráðherra sem er algjörlega laus við hann, og þjáist hvorki af þrá til valda né drottnunargirni, ólíkt þeim fárveiku einstaklingum sem komu þessu landi á hausinn og báru ábyrgð á hruninu, svo og þeim fárveiku einstaklingum sem hafa unnið dag og nótt sleitulaust við að gera þjóðinni illt (því maður sem stjórnast af girnd til innantómra metorða kemur alltaf illu til leiðar) eins og til dæmis Össuri Skarphéðinssyni.
K (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 02:45
Djö!! ertu góður strákur (gisk),þú verður innanríkisráðherra í ríkisstjórn minni.
Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2012 kl. 03:32
Hún sagðist ætla í framboð til forsætisráðherra. Varla ert þú nafni að gera því skóna nafni, að Samfylkingin muni eiga næata forsætisráðherra? Svo Leoncie hlýtur að stefna á formann Sjálfstæðisflokksins, enda farið að hitna undir Bjarna.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.10.2012 kl. 07:01
Nafni, með nýju stjórnarskránni opnast fyrir beint persónukjör, þannig að Leoncie þarf væntalega ekki að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna, heldur gerir það væntanlega bara sem einstaklingur.
Það verða nóg af furðufuglum til að bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna, þó Jóhanna hætti.
Axel Jóhann Axelsson, 22.10.2012 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.