20.10.2012 | 22:54
Meirihluti minnihlutans ræður, eða hvað?
Nú virðist ljóst að minnihluti kosningabærra manna hafi tekið þátt í dýrustu skoðanakönnun Íslandssögunnar, þannig að úrslit hljóta að koma til með að liggja fyrir tiltölulega snemma enda fá atkvæði til að telja.
Hafi meirihluti minnihlutans sagt JÁ við fyrstu spurningunni í skoðanakönnunni munu fylgismenn tillagnanna túlka niðurstöðuna sem stórsigur, en hafi meirihluti minnihlutans sagt NEI við spurningunni mun verða sagt að meirihluti meirihlutans sem sat heima hafi í raun verðið fylgjandi tillögunum, en ekki nennt á kjörstað.
Verði niðurstaðan að meirihluti minnihlutans hafi sagt JÁ, þá verða tillögurnar lagðar fram óbreyttar á Alþingi og veturinn fer þá að mestu í karp um þær og enda í "málþófi" skömmu fyrir kosningarnar í vor.
Ef meirihluti minnihlutans hefur sagt NEI við spurningu nr. 1, mun það líklega ekki skipta neinu máli og tillögurnar verði samt sem áður lagðar óbreyttar fyrir þingið, enda mun Hreyfingin skilyrða áframhaldandi tryggingu fyrir því að verja ríkisstjórnina vantrausti að svo verði gert og tillögunum þröngvað í gegnum þingið og nýja almenna atkvæðagreiðslu samhliða þingkosningunum.
Niðurstaðan mun því í raun ekki skipta neinu máli um framgang málsins á næstunni.
Talning atkvæða hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það skondið hvernig þið undirbúið ykkur undir tapið ...
hilmar jónsson, 20.10.2012 kl. 23:12
Tap fyrir illa fengnum peningum einu sinni enn, það er óyfirstíganlegt í bráð.
Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2012 kl. 00:27
Næst stærstu niðurstöður þessarar kosninga er að Sjálfstæðisflokkurin er ekki lengur "mainstream flokkur".
Þetta hefur ekki gerst frá því flokkurin var stofnaður 1929. Með ótrúlegum hætti hefur Sjálfstæðisflokkurin frá stofnun alltaf náð að vera í sigurliðinu. Síðasti formaður flokksin og núverandi formaður flokksins hafa breytt flokkunu úr því að vera "mainstream" sigurvegari í það að vera "LOSER".
Bjarna Ben tókst meira að segja að klúðra Icesave málinu með því að snúast gegn þjóðinn á síðustu stundu og gerast LOSER með því að tapa kosningunni um Icesave ásamt næst óvinsælustu ríkisstjórn allra tíma.
Núna aftur snérist Bjarni Ben rétt fyrir kosningarnar um Stjórnarskrármálið og þar með Sjálfstæðisflokkurin og þetta lið varð skyndileg á móti tillögum stjórnlagaráð.
Og nú tapar Bjarni Ben og Sjálfstæðisflokkurin aftur þykkt.
Nöturlegir verða dagar Sjálfstæðismanna þessa mánuðina fyrir komandi Alþingiskosningar með þetta tap á bakinu og vera samsekir Steingrími J um Icesave nauðasamningana sem Bjarni Ben vildi þvinga upp á þjóðina.
Að formaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú skýla sér á bak við þá kjósendur sem tölu sig málið ekki varða og á bak við 1/3 þeirra kjósenda sem þátt tóku er dæmigert fyri í hvaða stöðu flokkurinn er í dag.
Að óbreyttir býður flokksins ekkert annað áframhaldandi einangrun á íslenska kjósendamarkaðnum.
Daprir eru komandi dagar þínir, Axel.
Guðrún (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 00:38
Guðrún, lýðræði hefur mér aldrei fundist dapurlegt, svo komandi dagar verða mér jafn gleðilegir og flestir dagar fram að þessu. Eitt af því sem mér finnst hins vegar dapurlegt eru bjánalegar athugasemdir, þar sem drýldni og skortur á skynsemi skrifarans æpir á mann.
Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2012 kl. 02:02
Er þetta samskonar skynsemisskortur og lekur af þessari færslu þinni, Axel?
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.10.2012 kl. 02:12
Hvað ættli þessir peningar sem var eitt í þetta rugl hafi getað bjargað mörgum fjölskyldum frá því að vera bornar út á götuna?
Þetta sem fór fram í gær hefði verið hægt að gera með Gallup skoðunarkönnun, og nota peningana í nauðsynlegri hluti sem hefði hjálpað þeim sem þurftu á hjálp að halda.
Bara næ ekki svona rugli.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 21.10.2012 kl. 02:43
Aðeins 15% þjóðarinnar hafna tillögum stjórnlagaráðs. Þetta er svo afgerandi að Alþingi mun ekki komast upp með að hunsa niðurstöðuna.
Gísli (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 02:50
Ég vísa til bloggpistla minna um þetta málefni og hliðstæður í öðrum kosningum nú í nótt. Í sumum bloggpistlum er því nú haldið fram að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafi hafnað tillögum stjórnlagaráðs.
Með sömu rökum má halda því fram að yfirgnæfandi meirihluti bandarísku þjóðarinnar hafi hafnað öllum forsetum Bandaríkjanna frá upphafi og að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga hafi hafnað Ólafi Ragnari Grímssyni.
Sumir þeirra sem halda þessu fram nú fögnuðu yfirburða sigri þess sama Ólafs Ragnars í sumar!
Ómar Ragnarsson, 21.10.2012 kl. 02:52
Að sjálfsögðu höfðu allir rétt til að taka þátt í þessari skoðanakönnun og þeir sem það gerðu ekki eftirlétu hinum að útkljá málið.
Niðurstaðan er skýr og eins og í öðrum kosningum ber að sjálfsögðu að virða hana og fara eftir henni. Líklega verður þó hægt að rífast út í hið óendanlega um hvað orðalagið "að leggja til grundvallar" merkir í raun og veru í þessu sambandi, þ.e. hvort nota eigi tillögurnar orðréttar, eða hvort þær skuli hafa til hliðsjónar við meðferð málsins á Alþingi.
Valgerður Bjarnadóttir, formaður skipulags- og eftirlitsnefndar Alþingis, sagðist í viðtali í nótt vonast til að hægt yrði að leggja fram frumvarp og á þessum vetri og ljúka málinu fyrir kosningar, en taldi það þó ekki víst. Ekki fannst manni það benda til þess að frumvarpsdrögin yrði notuð eins og þau liggja núna fyrir, án þess að nánar væri útskýrt hvers vegna þetta myndi taka svo langan tíma í þinginu.
Hvernig sem það verður, þá liggur niðurstaða könnunarinnar fyrir og eins og ávallt ber að virða lýðræðislegan vilja sem fram kemur í kosningum.
Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2012 kl. 08:04
Bjarni og Hilmar að ofan láta eins og kosningin hafi snúist um Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni, ég er sammála þér um Bjarna Ben og hans viðsnúning í nauðunginni ICESAVE en NEI-menn í þessu máli voru ekki bara úr Sjálfstæðisflokknum. Ingibjörg, færslan var nefnilega lýsandi um nákvæmlega það sem gerðist og hefði mátt bæta við áróðursferð Ómars og Þorvaldar og Samfófólks um landið þar sem fólki var sýnt hvernig það ætti að merkja við JÁ.
Sjálf var ég fullkomlega á móti þessu Jóhönnuráði, í andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar og þrískiptingu valdsins. Þar með með ofbeldi gegn stjórnskipan landsins. Ætlunin var, eins og vitað var frá þessu Brusselliði, þessi: Stjórnarskrá breytt fyrir ESB-aðild.
Hæstaréttarlögmenn eins og Jón Magnússon og Reimar Pétursson og Sigurður Líndal, lagaprófessor, voru alfarið á móti þessu Jóhönnurugli. Reimar Pétursson gegn Þorvaldi Gylfasyni. Þarna er frétt um Reimar: Leikur að fjöreggi þjóðarinnar:
Elle_, 21.10.2012 kl. 08:50
Vonandi ógildir Hæstiréttur allt aftur. Það er nefnilega þannig að Jóhanna og Þorvaldur eru ekki Hæstiréttur landsins.
Elle_, 21.10.2012 kl. 08:52
Eggert Sigurbergsson, 21.10.2012 kl. 18:35
Átti að vera mynd í Nr12
Eggert Sigurbergsson, 21.10.2012 kl. 18:45
Eggert Sigurbergsson, 21.10.2012 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.