20.10.2012 | 09:36
NEI í skoðanakönnunni
Í dag fer fram skoðanakönnun meðal þjóðarinnar um uppkast nefndar að breyttri stjórnarskrá og segast verður að miðað er í lagt til að kanna hug almennings til þessara fyrstu draga að breytingum á stjórnarskránni, þar sem venjuleg Gallupkönnun hefði verið bæði fyrirhafnarminni og ekki kostað nema brot af því sem þessi skoðanakönnun mun kosta.
Drögin hafa legið fyrir á annað ár, en litlar umræður farið fram um þau fyrr en undanfarna daga og eftir því sem fleiri, leikir og lærðir, hafa tjáð sig um málið hafa fleiri og fleiri gallar og annmarkar komið í ljós sem sýna að algerlega er ótækt að byggja á mörgum af tillögum nefndarinnar og mikil réttaróvissa myndi skapast við upptöku þeirra í stjórnarskrá landsins.
Þrátt fyrir að margt megi finna ágætt í tillögum nefndarinnar eru vankantarnir og óvissan um þýðingu margra þeirra slík, að engin leið er að svara fyrstu spurningunni í skoðanakönnunni játandi og miklar efasemdir eru um flestar hinna spurninganna.
Þar sem mikil umræða á eftir að eiga sér stað um breytingar á stjórnarskránni og í ljós hefur komið að fyrirliggjandi tillögur geta ekki nema að litlu leyti orðið grundvöllur slíkra breytina, hlýtur svar flestra í könnunni að verða eitt stórt NEI, sérstaklega við spurningu nr. 1.
Meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur sagt að mikil vinna sé framundan við yfirferð og breytingar á tillögunum og að nánast eigi eftir að endursemja þær að hluta og leggja síðan fyrir þjóðina í kosningum næsta vor, vakna enn frekari efasemdir um gagnsemi þeirrar könnunar sem fram fer í dag.
Til að undirstrika þann vilja að miklu nánari umfjöllunar sé þörf um stjórnarskrárbreytingar er ekki hægt að svara á annan hátt í dag en með NEI.
Kosning hafin - talningin tímafrek | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
JÁ það er heiður að fá að kjósa um nýja stjórnarskrá sem fólkið í landinu vann og samdi.
JÁ það er heiður að taka þátt í að setja lýðveldinu nýja stjórnarskrá.
JÁ það er heiður að fá að hjálpa til við að ljúka gerð nýrrar stjórnarskrár með að segja JÁ við fyrstu spurningunni.
JÁ vegna vandaðrar vinnu og fagmannlegrar vinnubragða við smíði nýrrar stjórnarskrár.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 20.10.2012 kl. 09:58
Axel Jóhann, þú hugsar ekki heila hugsun sjálfur. Boðskapurinn hefur verið sendur út til ykkar af BB. Þið bergmálið foringja ykkar.
Ykkur er ekki viðbjargandi.
Hér er góð lýsing á Sjálfstæðisflokknum í dag;
"Á móti öllu
Sjálfstæðisflokkurinn er og verður helsta ógn íslensks samfélags. Með honum frýs allt fast. Án hans er allt hægt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur í raun tekið við gamla neikvæðnikeflinu, sem VG geymdi forðum. Sjálfstæðisflokkurinn í dag er eins og VG var: Á móti öllu. Hann er á móti nýrri stjórnarskrá, á móti samningaviðræðum við Evrópusambandið, á móti endurskoðun kvótakerfisins, á móti þjóðaratkvæði um nýja stjórnarskrá, á móti nýjum lausnum í gjaldeyrismálum … you name it. "
Láki (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 10:21
Kristján hér virðist virkilega trúa því að „fólkið í landinu“ hafi soðið þetta saman.
Láki virðist líka virkilega trúa því að án langstærsta stjórnmálaflokks í landinu (sem er þá samt ekki „fólkið í landinu“ samkvæmt því) sé allt hægt í átt til draumalandsins: Fá nýja stjórnarskrá til þess að ganga í ESB, umturna kvótakerfinu fyrir ESB- veiðistjórnunarsnillingana, fá Brunarústa- Evruna sem gjaldeyri, allt þetta hefst með því að taka þátt í Ríkis- skoðanakönnun Dagsins í dag, ef þú segir Já þar.
Ívar Pálsson, 20.10.2012 kl. 10:34
Þvílíkur hroki í þessum svokallaða Láka. Hann fullyrðir að enginn geti hugsað sjálfstætt nema þá líklega hann sjálfur, jafnvel þó hann geti ekki komið neinu vitrænna á framfæri en vitnar eingöngu ofstopa og rugl frá Hallgrími Helgasyni. Sá froðusnakkur og bílaböðull er nú varla sá sem almenningur á Íslandi sækir helst fyrirmyndir til eða lætur segja sér fyrir verkum í nokkru máli og hvað þá sækir til hans alvöru hugmyndafræði.
Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2012 kl. 10:56
Fullyrðing þín er röng Ívar.
Nýja stjórnarskráin hefur ekkert með aðildarviðræður við ESB að gera og breytir engu þar um. Stjórnlagaráðið samanstendur af 25 einstaklingum sem hefðu aldrei samþykkt samhljóða neitt í tengslum við ESB í nýju stjórnarskrána enda þarf að breyta henni ef við göngum í ESB.
Ástæða fyrir andstöðu innmúruðu sjálfstæðismanna er að stærstum hluta ákvæðið um að auðlindir verða þjóðareign með nýrri stjórnarskrá. Fiskurinn í sjónum er nú fyrst með stjórnarskránni orðin aftur eign þjóðarinnar sem ekki má veðsetja eða selja og þeir sem nýta auðlindina þurfa að greiða fullt verð fyrir. Þess vegna er þessi mikla andstaða á hinni nýju stjórnarskrá frá Sjálfstæðisflokknum.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 20.10.2012 kl. 11:46
Kristján, ef þú hefur fylgst með umræðunni undanfarið og hlustað á alla þá sem bent hafa á hina ýmsu vankanta á tillögunum, þá myndir þú ekki leyfa þér að fullyrða að aðeins eitt atriði ráði atkvæði allra Sjálfstæðismanna. Ekki treysti ég mér til að fullyrða eitt eða neitt um afstöðu fólks út frá stjórnmálaskoðunum, en reikna fastlega með því að fólk hafi fylgst með umræðunum og myndi sér skoðun út frá því.
Hafi fólk gert það, þá munu flestir vafalaust segja NEI við spurningu nr. 1 a.m.k.
Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2012 kl. 12:23
Mikið hafa menn fullyrt sem ekki á við rök að styðjast. Harkan hjá ykkur sjálfstæðismönnum er slík að allt og þá aðallega rangfærslur eru notaðar til að gera tillöguna um nýja stjórnarskrá ótrúverðuga. Fjöldi manns er búinn að hrekja þennan endemis málflutning sjálfstæðismanna svo nú stendur ekkert eftir nema bullið eitt.
Almenningur og fulltrúar þeirra án aðkomu stjórnmálaflokkanna hafa samið nýja góða stjórnarskrá og almenningur er nú beðinn um að koma með sín sjónarmið við nokkrum megin atriðum.
Tæpa er hægt að vinna nýja stjórnarskrá með líðræðislegi og faglegri hætt.
Það vekur furðu hvers vegna sjálfstæðismenn eru harðir á móti nýrri stjórnarskrá án þess að koma með vitrænan rökstuðning. Ástæðan er þó líklega ákvæðið um auðlindirnar sem þeir treysta sér þó ekki til að ræða því þá afhjúpa þeir sig.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 20.10.2012 kl. 13:00
Kristján, það er varla nokkur leið að ræða við fólk sem hlustar ekki. Enn verra við fólk sem alls ekki vill hlusta. Verst af öllu er að ræða við fólk sem hlustar en heyrir samt engin rök, nema sín eigin sem oftast eru þá eintrjáningsleg og öfgafull.
Axel Jóhann Axelsson, 20.10.2012 kl. 18:08
Alveg sammála þér Axel gagnvart þeim öfgafullu.
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON, 20.10.2012 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.