"Áreiti" björgunarsveitanna

Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að viðskiptavinir eigi að geta gengið um opin svæði Kringlunnar án þess að vera áreittir í hverju horni hússins af sölufólki.

Væntanlega þykir honum nóg um "áreitið" sem viðskiptavinir verða fyrir frá kaupmönnum í húsinu og að ekki sé ástæða til þess að gefa t.d. góðgerðarfélögum tækifæri til að "áreita" fjárhag viðskiptavinanna áður en þeir komast alla leið inn í búðirnar sjálfar.

Til þess að sporna við slíku "áreiti" góðgerðarfélaga er tekið hátt gjald af þeim til þess að "stýra" því hver áreitir hvern og hvenær.

Flestir viðskiptavina Kringlunnar líta hins vegar ekki á það sem áreiti þegar góðgerðarfélög safna til starfsemi sinnar og þeir sem það geta leggja glaðir fram svolitla styrktarupphæð til þeirra málefna sem áhugi er á annað borð fyrir að leggja lið. Hinir sem ekki treysta sér til að leggja af mörkum í það og það sinnið láta það bara vera, án þess að líta á slíkar beiðnir sem árás á einkalíf sitt.

Það er Kringlunni til minnkunnar að skattleggja slíka starfsemi og framkvæmdastjóranum ætti að vera í lófa lagið að úthluta slíkum fjáröflunarleyfum án þess að taka stóran hluta innkomunnar í hússjóð Kringlunnar.


mbl.is Leigja pláss í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er framkvæmdastjórn Kringlunnar ti skammar og háðungar. Að kalla þetta áreiti er vel neðan mittis, áreitið er jú mest frá verslununum sjálfu. Margar þeirra forðast ég vegna óþarfahávaða, hljómtæki það hátt spiluð að varla er samræðuhæft inni í verslunum, það er áreiti. Hitt er svo annað ef ég vill ekki styrkja einhvern málstað, þá segi ég einfaldlega Nei takk og fæ oftast þakkir frá þeim sem eftir styrk leita. 

Kjartan (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 09:48

2 identicon

Afskaplega er þetta lélegt hjá Kringlunni. Ekki veitir björgunarsveitunum af að nýta hverja krónu í sitt starf og mér sýnist að fólki finnist það starf nauðsynlegt.

Dagný (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 11:14

3 identicon

Þetta er ekki flókið, næst þegar að björgunarsveitirnar verða kallaðar út til þess að hefta fokplötur á kringlunni eða einthvað annað þá verða þeir bara rukkaðir feitt fyrir aðstoðina. :)

Gísli. (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 11:57

4 identicon

Ömurlega lélegt hjá Kringlunni!

Skúli (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 15:41

5 identicon

Ég man ekki til þess að við höfum verið að angra fólk yfir höfuð... Okkar stíll er að standa með okkar varning, ef einstaklingum langar í neyðakallinn, þá kemur það til okkar með bros á vör !!! Þetta er nú aumur maður við stýrið í brúnni hjá Kringlunni...

Gísli B. Ómarsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 16:00

6 identicon

Ég sé að tónnin er eins hér, þannig að ég afrita það sem ég sagði í hinu blogginu:

Þeir gefa þó góðgerðafélögunum 2 frídaga á ári + 50% afslátt af leigu fyrir alla umframdaga.

Ef þú gæfir 4 björgunarsveitum heila viku til að selja styrktarvörur, þá væri það heill mánuður af árinu. Ég er ekki með nákvæma tölu um hvað þau eru orðin mörg en ég get lofað að við erum með aðeins fleiri en fjórar.

Rétt er það að styrkja þarf okkar björgunarsveitir og ég horfi illum auga á þá sem eyða öllum áramótaráðstöfunarféi sínu í einkarekna flugeldasölur. Hérna er samt verið að gera úlfalda úr mýflugu. Ef Landsbjörg þarf að borga leigu, þá þýðir það að þeir eru þegar búnnir að taka út frídaganna sína. 50% afsláttur er svo 50% afsláttur.

Einar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 17:34

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki veit ég hvort Einar er starfsmaður Kringlunnar, eða málsvari hennar, en hvernig sem á málið er litið er það aumt af forsvarsmönnum Kringlunnar að innheimta "leigu" af góðgerðarfélögum, sem aðeins eru að reyna að safna framlögum til starfsemi í "almenningi" hússins.

Slíkt verður naumast réttlætt, hvorki með "fríhelgum" eða 50% afslætti af því sem ekkert ætti að vera hvort eð er.

Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2012 kl. 18:54

8 identicon

Já, nákvæmlega. Að því að ég leyfi mér að réttlæta ákvörðun Kringlunar, hlýt ég að vera starfsmaður innan hennar. Þetta eru frábær rök hjá þér.

Einar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 19:18

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einar, skildir þú ekki upphaf setningarinnar í athugasemd nr. 7, sem hófst á orðunum "Ekki veit ég hvort Einar er.......". Þar á eftir var röksemd þinni mótmælt, hvort sem þú hefðir sjálfur aðkomu að málinu eða ekki. Engum rökum var beint að þér persónulega, aðeins málefninu sjálfu. Þetta er nú ekki sérstaklega flókið, eða hvað?

Axel Jóhann Axelsson, 16.10.2012 kl. 20:36

10 identicon

Það sem er einfalt getur verið flókið, fyrir fólk eins og Einar.

Nói spói (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 22:58

11 identicon

Óhó. Svo að nú skildi ég ekki setningu þína? Þú sagðir skýrt að ég annað hvort ynni fyrir Kringluna eða talaði fyrir hönd hennar. Það að þú notar eða í þessu samhengi þýðir að þú gerðir eingöngu ráð fyrir þessum tveim möguleikum. Ef þú hefðir bara sagt "Ekki veit ég hvort Einar er starfsmaður Kringlunnar" og stoppað þar, ÞÁ hefðirðu verið að segja að þú vissir ekki hvort ég ynni hjá Kringlunni eður ei.

Það er mjög einfalt mál að viðurkenna að fólk hafi mismunandi skoðanir á málum en það sem þú gerðir hér var að mála mig sem einn af "óvininum"; vonda kallinum sem rukkar góðgerðarsamstarfi leigu. Næsta svar þitt er svo að gera lítið úr mér, með því að halda því fram að ég hafi miskilið þig. Nói spói var nógu fljótur að lepja upp orð þín og taka þátt í því.

Ef þú þarft að tala niður til fólks sem er ekki einhliða sammála þér í einu og öllu, þá máttu trúa því að ég hef engan áhuga á þér og þínum skoðunum.

Einar (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 09:48

12 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég sé það hvergi koma fram að menn telji það til áreitis þegar björgunarsveitameðlimir selja vörur sínar. Stýring á streymi sölufólks heldur skikki á öllu slíku, skilji ég fréttina rétt. Og þar var hvergi amast við björgunarsveitamönnum. Hins vegar finnst mér persónulega að þeir eigi að fá alveg frítt þarna inni. Málefnið er brýnt og varðar alla.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 17.10.2012 kl. 17:23

13 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki veit ég hvort takmörkuðum lesskilnigi er um að kenna hjá Einari, eða hann hefur bara alveg sérstakan áhuga á þrætubókarlist og orðhengilshætti og vegna þess ókunnugleika verður ekki reynt að rökræða frekar við hann um orða- og hugtakanotkun.

Axel Jóhann Axelsson, 17.10.2012 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband