Dagur gerir grín að Jóhönnu

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi nú þegar skráð sig á spjöld Íslandssögunnar sem einhver merkasti forsætisráðherra landsins frá upphafi.

Ekki verður annað sagt en að það sé í meira lagi ósmekklegt af varaformanninum að hæðast með þessum hætti að formanninum daginn sem hún tilkynnir að hún hyggist láta af formennskunni og afskiptum af stjórnmálum.

Þó grínistarnir í meirihluta borgarstjórnar hafi margsýnt af sér húmor sem fáum fellur í geð, verður að segjast að þetta sé einhver misheppnaðasti brandarinn í langan tíma úr þeirri áttinni.


mbl.is Jóhanna þegar skráð sig í sögubækurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hugsaði það sama, eða að oflof sé háð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 18:05

2 identicon

Er ekki einhver góðhjartaður krati sem er til í að lista upp helstu afrek Jóhönnu í þágu þjóðarinnar?

Landsmenn sitja núna heima, og reyna, hver eftir bestu getu, að rifja upp af hverju þjóðin hefur borgað henni laun í þrjá og hálfan áratug.

Sá hluti þjóðarinnar sem ég hef verið í sambandi við, getur ekki svarað þessari spurningu af neinu viti, hvort sem veldur, ótrúleg sameiginleg gleymska, eða fátæklegur afrekalisti. Mig grunar að þessir erfiðleikar við upprifjun séu nokkuð almennir.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 18:30

3 identicon

LOL..

Þetta aumingjas samfó lið reynir að tína til allt sem kerling hefur lofað og staðið við..

Ekki séð mikið ennþá

En mikið hlakka ég til þegar hún fer frá !

Hennar tími er sko komin !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 19:03

4 identicon

Aumur er þinn málflutningur Axel Jóhann Axelsson. Heldur þú kannski að þú sért fyndinn ?

Það er alveg ljóst, hvort sem þér líkar betur eða verr, að Jóhanna Sigurðardóttir fer á spjöld sögunnar sem ein af merkustu stjórnmálamanneskjum Íslandssögunnar.

Það er aumkunarvert að sjá þig og annað biturt fólk vera reyna að gera lítið úr Jóhönnu hér á Moggablogginu. Svona skrif lýsir bara innræti ykkar.

Láki (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 23:02

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 23:38

6 Smámynd: Jón Óskarsson

Hennar verður minnst úr pólitíkinni fyrir það að hafa svikið alla sem einhverja trú höfðu á henni, jafnt fólk sem eru samflokksmenn hennar sem og fólk sem kosið hefur aðra flokka en höfðu trúað því að hennar tími gæti komið.  Nú vill flest af þessu fólki, í það minnsta allir sem ég heyri í, að hennar tími hefði aldrei komið.

Það var aumt að heyra í kvöldfréttum að hún teldi sjálf að helsta afrek 35 ára á þingi væru vinnubrögð ríkisstjórnar hennar....

Jón Óskarsson, 28.9.2012 kl. 00:02

7 identicon

Hvíl í friði Jóhanna Sigurðardóttir og blessuð sé þín tragíska minning. Þú ætlaðir þér mikla og stóra hluti og vildir hlýða kalli samvisku þinnar og réttlætiskenndar. En þinn tími kom aldrei, þökk sé Össuri Skarphéðinssyni og hans forráðamönnum.

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 02:26

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er spurning fyrir hvað hún fer á spjöld sögunnar!?

Eyjólfur G Svavarsson, 28.9.2012 kl. 13:18

9 identicon

Bófi svik

lára (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 14:30

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Láki, hugleysið sem skrif undir dulnefni sem innihalda sleggjudóma um þá sem þora að koma fram undir nafni, segir margt um innræti viðkomandi. Það er ekkert sérstaklega fögur mynd sem slík skirf draga upp af höfundi sínum.

Axel Jóhann Axelsson, 28.9.2012 kl. 18:38

11 Smámynd: Samstaða þjóðar

Haft er eftir Degi B. Eggertssyni:

"Ég held að Jóhanna sé nú þegar búin að tryggja sér sess í Íslandssögunni sem einn merkasti forsætisráðherra sögunnar."

Sá sess sem Dagur telur að Jóhanna hafi tryggt sér, er ekki meira virði en sá frami sem Jóhanna hlaut hjá vini sínum William Lee Adams, blaðamanni hjá Time Magazine. Hér má lesa mín viðbrögð við þeirri upphefð sem hún hlaut þar:

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/12/marklaus-forsaetisradherra-hlytur-vegtyllur-hja-marklausum-bladamanni/

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 28.9.2012 kl. 20:00

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeim er vorkunn telja sig geta státað af afburðarkvenforsætisráðherra, sem er í besta falli óskhyggja eða bara sorgleg tilraun til að skrifa söguna upp á nýtt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband