Að kaupa morð

Pakistanskur ráðherra hefur lofað hverjum þeim sem drepur þann sem gerði kvikmyndina "Sakleysi Islam" ríflega tólf milljóna króna greiðslu og finns ekkert sjálfsagðara en að Al-Queda og önnur hryðjuverkasamtök taki þátt í kapphlaupinu um þessi "verðlaun".

Ekki er þetta í fyrsta sinn sem áhrifamenn innan múslimatrúarinnar heita verðlaunum fyrir morð á þeim sem þeim finnst hafa móðgað rétttrúaða múslima, að ekki sé minnst á ef þeim finnst lítið gert úr spámanninum sjálfum eða gert grín að honum. Salmann Rushdi hefur þurft að fara huldu höfði árum saman vegna slíkra "morðverðlauna" sem til höfuðs honum voru sett af trúarleiðtoga múslima í Íran og teiknari "múhameðsmyndanna" dönsku hefur heldur ekki getað um frjálst höfuð strokið af sömu ástæðu.

Aldrei hefur frést af því að þeir sem óska eftir slíkum morðkaupum hafi verið sóttir til saka og ekki einu sinni að slíkt hafi verið reynt. Þeir sem auglýsa eftir morðingjum til að vinna fyrir sig glæpaverkin hljóta þó að vera samsekir þeim sem í gikkinn taka eða sveðjunni beita, ef ekki sekari þar sem "verðlaunaféð" er líklegt til að freista alls kyns glæpalýðs og þar með orsaka morð, sem jafnvel hefði ekki verið framið án "verðlaunanna".

Er ekki kominn tími til að lýsa eftir þeim glæpamönnum sem hvetja aðra til morða og annarra illverka og jafnvel borga stórfé fyrir slíka glæpi.


mbl.is Leggur fé til höfuðs kvikmyndagerðarmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þenna ófögnuð vilja menn láta flytja inn í landið

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 20:49

2 identicon

Oft hefur því verið haldið fram, að ofstækifullir múslimar séu með hótanir við þá hógværari og þess vegna heyrast aldrei mótmæli vegna hryðjuverka. Nú virðist sem að ráðherrar í þessum múslimsku miðaldarríkjum, séu ofstækimenn og skil ég nú áhyggjur israela gagnvart Íran þar sem sömu villimenn sita við stjórnvölinn.

Ég hef áður lagt fram spurningu til fáfróðra íslending, hvort þeir viti hver Rimsha Masih er, en ekkert svar. Nú bæti ég við, að hún á heima í Pakk-istan. Það kveikir kannski á einhverri peru.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 21:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rimsha Masih er ellefu ára stúlkan, líklega þroskahefta, sem á yfir höfði sér dauðadóm í Pakistan fyrir að vera með rifna, eða brenda, kóranbók undir höndum. Reyndar hefur komið í ljós að múslimskur Iman falsaði viðbótarsönnunargögn gegn henni til að gulltryggja dauðadóminn.

Axel Jóhann Axelsson, 22.9.2012 kl. 21:52

4 identicon

Og svo þegar þessir menn koma til vesturlanda og klæðast vestrænum fötum og spóka sig í Kringluni, þá hafa þeir nákvæmlega sama dýrslega hugsunarháttinn, en vestrænt fólk lætur blekkjast.

Allir hafa sama rétt, bla, bla, bla.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 22:29

5 identicon

Áhyggjur Ísraela eiga við stór rök að styðjast.  En það sem aldrei kemur fram í þessum málum, er að Evrópa og Bandaríkin hafa stutt ofstækismenn í mið-austurlöndum, sem vildu burtu alla þá stjórnarmenn sem höfðu samþykkt Ísrael.  Bandaríkin réðust á Írak, en ekki Íran.  Þeir réðust á Lybíu, en ekki Íran.  Allir þessir ráðamenn þessarra ríkja, sem verið er að fara með vopnum gegn, eru þeir ráðamenn mið-austurlanda, sem hafa "samþykkt" Ísrael.  Og meðan verið er að klaga yfir Íran, er verið að byggja þá upp með nýjustu tækni, sem gerir þeim kleift að fá meir og meir nothæft Úran.   George Bush, var engin "vinur" gyðinga ... og það er Obama ekki heldur.  Tali Bandaríkjamanna, fylgja engar aðgerðir.  Þeir réðust á Afganistan, eftir að Talibanarnir höfðu lokað fyrir Ópíum flutninginn ... og nú er búað að oppna þennan fluttning aftur.  Þeir réðust á Írak, ekki vegna þess að Saddam var ljótur kall, heldur vegna þess að hann hlíddi þeim ekki ... Þeir sögðu bin Ladin hafa drepið 5000 manns í New York, en komu ekki með neinar sannanir fyrir máli sínu.  Héldu því bara fram, að hann hefði stýrt þessu frá helli í Afganistan, og sýndu myndir af honum þar sem hann var alltaf jafn gamall og hann var 1996.

Vandamálið er, að bandaríkin og hjálparmenn þeirra.  Hafa verið að koma "trúar" líðnum við völd í mið-austurlöndum.  Og mér er sama hver ofstækismaðurinn er, kristinn, gyðingur eða múslimi.  Þeir eiga ekki heima í stjórn, og að Bandaríki norður ameríku og "félagar" þeirra skulu vera að aðstoða þá við að komast til valda í mið-austurlöndum er eitthvað sem á líta á með "alvarlegu augunum".

Við eigum fyrst og fremst að líta okkur næst.  Og líta á það fólk, sem er að stendur í að styðja þennan ófögnuð.  Við eigum að líta nánar á þá, og athuga hvort þeir séu ekki sjálfir ofstækis trúarmenn ... og þá skiptir engu, hvort þeir séu ofstækis trúarmenn, kristni, judaisma eða islam.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 11:19

6 identicon

Það má aldrei láta undan svona villimönnum

DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband