Vakning grunnskólabarna

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur tekið upp þá "sjálfsögðu og eðlilegu" þjónustu við grunnskólabörn að senda borgarstarfsmenn heim til þeirra til þess að vekja þau á morgnana og væntanlega sjá til þess að þau fái sér hollan og góðan morgunverð áður en þau fara í skólann.

Skýringin sem gefin er á þessari morgunvinnu borgarstarfsmannanna er að blessuð börnin geti ekki vaknað við vekjaraklukku og hvað þá að foreldrarnir geti komið þeim fram úr rúmunum og í skólann.

Þetta verður að teljast úrvalsþjónusta, enda börnunum þá óhætt að hanga í tölvunni ennþá lengur fram á nóttina í þeirri öruggu vissu að borgarstarfsmenn hafi ekkert betra að gera á morgnana en að aka á milli borgarhverfa til að koma krökkunum á fætur eftir allt of stuttan nætursvefninn.

Engum dettur væntanlega i hug að þessi umhyggja "stóra bróður" gangi algerlega út í öfgar og að skattpeningum borgarbúa gæti verið varið í þarfari hluti.


mbl.is Borgin vekur börnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega....þetta er hin fullkomna uppgjöf !

Ræfilskapur foreldra í samblandi við fáránlega meðvirkni/heimsku borgaryfirvalda er á góðri leið með að ala upp kynslóð/einstaklinga aumingja sem varla standa undir eigin þyngd.

Lífið er allt annað en auðvelt og þegar yfirvöld bjóða upp á svona möguleika þá er ekki spurning að ræfilskapnum skal viðhaldið, hann viðurkenndur og nánast heiðraður....

runar (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 15:53

2 identicon

Fyrir fáeinum árum þá vann ég með fötluðum unglingum, þar voru nokkrir sem þurftu á þessari þjónustu að halda það voru oftar en ekki stórir og stæðilegir strákar sem vöknuðu mjög illa og voru mjög ofbeldisfullir þá oftast gegn mæðrum, sem sáu um að vekja þá. Í staðinn komu oftast strákar, sem margir hverjir unnu með þeim á daginn og þeir þekktu vel, þeir voru ornir sérfræðingar að koma þessum strákum á fætur og koma þeim hressum og kátum (allavega hressari og kátari) út í daginn.

Það sem ég vill segja með þessu er að ástæður þeirra sem þurfa þessa þjónustu geta verið mjög margar og eflaust í fæstum tilfellum er um að ræða krakka sem hanga í tölvunni fram á nótt og foreldra sem nenna ekki að vekja þau. Við erum ólík og þurfum stundum hjálp og þá oft við mjög ólíka hluti. Ég vil að fólk vari sig þegar það gerir lítið úr fólki sem þarf að leita sér hjálpar og þá sér í lagi þegar um unga einstaklinga er að ræða.

Berglind (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 16:38

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tekið er fram í fréttinni að um GRUNNSKÓLABÖRN sé að ræða en ekki unglinga sem komnir eru í framhaldsskóla. Ef grunnskólabörn eru svo ofbeldisfull gegn mæðrum sínum að þær þora ekki að vekja þau á morgnana hlýtur vandamálið að vera meira en svo að lausnin sé að fá borgarstarfsmenn til að koma þeim fram úr rúminu á morgnana.

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2012 kl. 16:44

4 identicon

Þetta voru unglingar í GRUNNSKÓLA í 8.-10. bekk. Já og vandamál þeirra voru mikil og þau þurftu á margvíslegri hjálp að halda sem og foreldrar þeirra eitt þeirra var t.d. að koma þeim á fætur. Sum "vandarmál" er ekki hægt að laga, en það er hægt að hjálpa börnunum sem og foreldrum þeirra að komast í gegnum daginn á aðeins auðveldari hátt.

Berglind (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 18:23

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þó um börn allt að þrettán ára aldri sé að ræða, þá er þessi forsjárhyggja gengin út í algjörar öfgar. Fer ekki líka að styttast í að borgarstarfsmennirnir verði að koma heim til krakkanna á kvöldin til þess að koma þeim í rúmið og svæfa þau?

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2012 kl. 18:41

6 identicon

ég bíð eftir að ríkisvaldið taki 100% skatt og sendi fólki neyslupakka ríkissins.Það hlýtur að vera draumur Ömma,Helgríms og heilagrar Jóhönnu

sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 20:00

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Vertu alveg rólegur, Sigurbjörn. Þetta er alveg að koma og með sama áframhaldi verður biðin styttri en flesta gæti grunað.

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2012 kl. 20:20

8 identicon

Skildir þú ekki fréttina? Það er ekki eins og borgin sé að senda fólk að gamni sínu heim til fólks til að hjálpa því á lappir. Þetta er úrræði sem er notað til að aðstoða fjölskyldur/unglinga í vanda og að baki því geta legið ýmsar ástæður sem hvorki mér né þér koma við. Ég sé ekki hvaða forræðishyggja er falin í því að félagsþjónustan aðstoði fjölskyldur í vanda.

Sigrún Ósk Arnardóttir (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 20:41

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigrún, þú sérð ekki forræðishyggjuna og fáránleikann við þetta mál, en það gera ýmsir aðrir. Að það þurfi opinbera starfsmenn til þess að vekja börn og koma þeim á færtur á morgnana er svo yfirgegnilega geggjað, að engin orð ná yfir það. Forræðishyggjufólk sér það auðvitað ekki og mun sjálfsagt aldrei finnast að opinberir aðilar skipti sér nógu mikið af lífi fólks, innan sem utan heimilanna.

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2012 kl. 20:56

10 identicon

Borgin veitir liðveislu í mörgu, sé ekki að þetta sé verra en eitthvað annað; foreldrar eru hugsanlega veikir/krakkar óviðráðanlegir. Svo er skólaskylda á íslandi.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.9.2012 kl. 22:23

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Axel. Grunnskólinn nær til 16 ára aldurs en ekki 13 ára eins og þú heldur hér fram.

Hefur þér ekki dottið í hug að í sumum tilfellum er um að ræða forledra sem eru með þannig vinnutíma að þeir eru í vinnunni á þeim tíma sem unglingarnir þeirra eru að fara í skólann. Það eru ekki allir með átta til fjögur vinnu. Hugsenlega þurfa þeir að vera með þennan vinnutíma til að hafa laun sem nægja til að framfleyta fjölskyldunni.

Sigurður M Grétarsson, 20.9.2012 kl. 05:52

12 identicon

Algengasta ástæðan fyrir að börn vakni ekki og fari ekki í skólann er þunglyndi sem kemur til út af einelti, sem kemur til út af metnaðarlausum skóla með vanhæfu starfsfólki sem veldur ekki starfi sínu. Slíkt verður til út af skorts á heilbrigðri samkeppni og aðhaldi sem yrði sjálfkrafa til ef hér væru fleiri og færari einkaskólar, sem fengju frið til að blómstra án þess að ríkið reyndi að eyðileggja einkaframtak hvenær sem færi gefst. Einkaskólar koma á eðlilegri samkeppni og hækka standardinn á ríkisskólunum, sem þá neyðast til að fara að standa sig, eigi þeir ekki að tæmast. Einkaskólar stuðla að því að ólík hugmyndafræði fái að setja mark sitt á barnauppeldi, sem stuðlar að fjölbreyttara samfélagi sem er minna laskað af heilaþvotti, "jantelagen" og nazísku samþykki manna um alla hugsanlega hluti, einsleitni í hugsunarhætti og jarmandi sauðshætti hvers konar.

        Staðreyndin er sú að það eru FORELDRAR allir í landinu sem hafa í vaxandi mæli verið sviptir forræði yfir eigin börnum! Alvöru lýðræðisríki hefur fjölbreytta möguleika í menntun og margvíslega og mjög ólíka skóla til að tryggja fjölbreyttara samfélag, þar sem skóli verður alltaf að einhverju leyti heilaþvottur, því miður, og því alla vega skárra fólk fari ekki í gegnum nákvæmlega sama heilaþvottsprógrammið! Tölur frá æðstu menntastofnunum heims, eins og Harvard háskóla, sýna að hlutfallslega hæst hlutfall nemenda í bestu skólum Bandaríkjanna, kemur úr "home schooling" prógramminu, það er að segja foreldrar hafa kennt þeim sjálfir heima, samkvæmt eigin sannfæringu, eða ráðið einkakennara (sem getur jafnvel verið hagkvæmt taki nokkrar líkt-þenkjandi fjölskyldur sig saman um slíkt). Þessu meina stjórnvöld á Íslandi foreldrum að gera, af nazískum einsleitnishugsunarhætti og Norður-Kóreskri yfirráðasýki yfir öðru fólki, eðlislægri valdnýðslu sinni og eitruðum domination fetish sem fær útrás sína í að ráðskast með annað fólk og örlög þess, en slíkar andlýðræðislegar hvatir gætu loks gert út af við samfélag okkar, og eru raunveruleg ástæða meðalmennsku og aumingjaskapar á Íslandi, sem og þess að þjóðin á aðeins einn nóbelsverðlaunhafa og að afreksfólk héðan yfirhöfuð má telja á fingrum annarrar handar, sem afsakast ekki í krafti fámennis þegar um svo ríka þjóð er að ræða, enda ófáir háskólabæirnir út í heimi sem hafa mun færra fólk, en mörghundruð eða mörgþúsund prósent fleira afreksfólk.

Alvöru lýðræði, takk! (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 08:45

13 identicon

Borgin að vekja börninn, hvar er uppeldi foreldra, það er verið að ala upp aumingjaskap barna og foreldra, það er bara skömm að einhverjum dettur svona í hug og hlustað á, börnin og foreldranir  eiga að geta verið sjálfstæðir einstaklingar og venja sig á mannleg samskipti og sjálfstæði til að koma sér í skóla, vinnu ásamt því að taka ábyrgðir á sínu lífi í samfélaginu..

kristin martino. (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 11:52

14 identicon

Það er auðvelt að standa í fjarska og gagnrýna. Mæli með að fólk haldi gagnrýni sinni í hófi þar til það veit nákvæmlega hvað það er að gagnrýna.

Auðvitað væri ákjósanlegt að börnin komi sér sjálf á fætur. Það væri líka ákjósanlegt að enginn sé lagður í einelti eða að enginn sé háður vímuefnum o.s.frv. En veruleikinn er ekki ákjósanlegur. Kannski er þetta algert bruðl hjá Borginni eða kannski er þetta góð og þörf þjónusta til þeirra sem þarfnast hjálpar.

Halldór (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 12:12

15 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skólaskylda virkar ekki og hefur aldsrei virkað. Það verða alltaf til börn sem ekki vilja fara í skólan. Látið börn í friði og látið þau sjálf ákveða hvenær þau vilja í skólann og hvenær og hvað þau vilja læra....

Óskar Arnórsson, 20.9.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband